Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð, ég vil syngja þér nýjan söng, leika fyrir þig á tístrengjaða hörpu, fyrir þig, sem veitir konungum sigur, bjargar Davíð þjóni sínum undan ógnandi sverði.

Hríf mig burt og bjarga mér úr greipum framandi manna sem tala lygi með munni sínum og svíkja með hægri hendi sinni. Amen.

Sálm:144:9-11

 


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð gerði sig kunnan í Júda, nafn hans er mikið í Ísrael.

Tjaldbúð hans er í Salem, bústaður hans á Síon það sem hann braut leiftrandi örvar, skjöld og sverð og önnur vopn. Amen.

Sálm:76:2-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hann mun ríkja frá hafi til hafs og frá fljótinu til endimarka jarðar. Fjandmenn hans munu falla á kné fyrir honum og óvinir hans sleikja duftið. Amen.

Sálm:72:8:9


Bæn dagsins.Sálmarnir.

Heyr kvein mitt, Guð, hlusta á bæn mína.

Ég hrópa til þín frá endimörkum jarðar því að hjarta mitt örvæntir.

Hef mig upp á bjarg það sem mér er of hátt því að þú ert mér hæli, traust vígi gegn óvinum. Amen.

Sálm:61:2-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Trúfesti mín og miskunn skulu vera með honum og vegna nafns míns mun horn hans hátt upp hafið.

Ég legg hönd hans á hafið, hægri hönd hans á fljótin.

Hann mun hrópa til mín: þú ert faðir minn, Guð minn,og klettur hjálpræðis minn.Amen.

Sálm:89:25-27


Bæn dagsins...Lúkasa.

Hann mun fela englum sínum að gæta þín og: þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini."Amen.

Lúk:4:10-11


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:121:1-2


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Útskúfa mér ekki í elli minni, yfirgef mig eigi er þróttur minn þverr.

Því að óvinir mínir tala um mig, þeir sem sitja um líf mitt ráða ráðum sínum og segja: ,,Guð hefur yfirgefið hann.

Sálm:71:9-11


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þegar ég hrópaði bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugrekki og jókst mér kraft.

Allir konungar jarðar skulu lofa þig, Drottinn, er þeir heyra orðin af munni þínum. Amen.

Sálma:138:3-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika.

Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

21 dagur til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 212358

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.