Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Bæn dagsins...Sálmarnir.

Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig og rýmkaði um mig.

Drottinn er með mér, ég óttast eigi, hvað geta menn gert mér? Drottinn er með mér, hann hjálpa mér  og ég get hlakkað yfir hatursmönnum mínum.

Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum, betra er að leita skjóls hjá Drottni en að treysta tignarmönnum. Amen.

Sálm:118:5-9.

 

 


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttláta ákvæði.

Sálm:119:105-106.


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Sæll er sá sem óttast Drottin og gleðst yfir boðum hans.

Niðjar hans verða voldugir í landinu, ætt réttvísra mun blessun hljóta.

Nægtir og auðæfi eru í húsi hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. Amen.

Sálm:112:1-3


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hjarta mitt er stöðugt. ó Guð, ég vil syngja og leika.

Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég ætlar að vekja morgunroðann.amen.

Sálm:108:2-3


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilífu.

Hallelúja. Amen.

Sálm:117:1-2


Bæn dagsins...Æska og elli.

Lífi maðurinn mörg ár, þá á hann að vera glaður öll þau ár og minnast þess að dagar myrkursins verða margir. 

Allt sem á eftir kemur er hégómi.

Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og láttu liggja vel á þér unglingsár þín og breyttu eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast en vita skaltu að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm.

Vísaðu gremju burt frá hjarta þínu og láttu ekki böl koma nærri líkama þínum því að æska og morgunroði lífsins eru hverful. Amen.

Prédikarinn:11::8-10


Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun.

Enn sá ég undir sólinni að hinir fótfráu ráða ekki hlaupinu, né hetjurnar stríðinu, né eiga spekingarnir brauðið víst, né hinir hyggnu auðinn, né hinir vitru vinsældir því að tími og tilviljun hitti þá alla fyrir.

Maðurinn þekkir ekki einu sinni sinn tíma.

Eins og fiskarnir festast í hinu háskalegu neti og eins og fuglarnir festast í snörunni, á líkan hátt verða mennirnir fangnir á óheillatíð þegar hún kemur skyndilega yfir þá. Amen

Prédikarinn:9:11-12


Bæn dagsins...Tákn og undur...

Fyrir hendur postulanna gerðust mörg tákn og undur meðal fólksins.

Allur söfnuðurinn kom einum huga saman í súlnagöngum Salómons.

Fólkið virti þá mikils en enginn þorði að umgangast þá.

Og enn fleiri karlar og konur trúðu á Drottin og bættust við söfnuðinn.

Menn báru jafnvel sjúka út á strætin og lögðu þá á rekkjur og börur ef verða mætti, er Pétur gengi hjá, að alltént skugginn af honum félli á einhvern þeirra.

Einnig kom fjöldi fólks frá borgunum umhverfis Jerúsalem og flutti með sér sjúka menn og þjáða af óhreinum öndum.

Þeir læknuðust allir.Amen.

Post:5:12-16


Bæn dagsins...Ananías Saffíra...

En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffías, konu sinni, eign og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna.

 En Pétur mælti: ,,Ananíaqs, hvín fyllti Satan hjarta þitt svo að þú laugst af verði lands þíns? Var landið ekki þitt meðan þú áttir það og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum heldur Guði."

Þegar Ananías heyrði þetta féll hann niður, gaf upp öndina og miklum ótta sló á alla þá sem heyrðu.

En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu.

Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki hvað við hafði borið.

Þá spurði Pétur hana: ,,Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?" En hún svaraði: ,,Já, fyrir þetta verð." 

Pétur mælti þá við hana: ,, Hvernig gátuð þið komið ykkur saman um að storka anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra sem greftruðu mann þinn.

Þeir munu bera þig út." 

Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina Ungu mennirnir komu inn, fundu hana andaða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar.

Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla sem heyrðu þetta. Amen.

Post:5:1-11

 


Bæn dagsins...Einhuga...

En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál og enginn þeirra taldi neitt vera sitt er hann átti heldur höfðu menn allt sameiginlegt.

Postularnir báru vitni um upprisu Drottins Jesú með miklum krafti og mikil náð var yfir þeim öllum.

Eigin var heldur neinn þurfandi meðal þeirra því að allir landeigendur og húseigendur seldun eign sína, komu með andvirðið og lögðu fyrir fætur postulanna.

Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.

Jósef, Levíti frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunnnarsonur, átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna. Amen.

Post:4:32-37


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.