Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
30.11.2024 | 07:06
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum þegar hann situr með öldungum landsins. Hún býr til línkyrtla og selur þá og kaupmanninum fær hún belti. Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún fagnar komandi degi. Mál hennar er þrungið speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. Börn hennar segja hana sæla, maður hennar hrósar henni: ,,Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram." Yndisþokkinn er svikull og fegurðin hverful en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið. Hún njóti ávaxta handa sinna og verk hennar skulu vegsama hana í borgarhliðunum. Amen.
Orðs:31:23-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2024 | 05:32
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
Fái hún augastað á akri kaupir hún hann og af eigin rammleik býr hún sér víngarð. Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur að starf hennar er ábatasamt, á lampa hennar slokknar ekki um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum og fingur hennar grípa snælduna. Hún er örlát við bágstadda og réttir fram hendurnar móti snauðum. Ekki óttast hún um heimilisfólk sitt þótt snjói því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.Amen.
Orðs:31:16-22
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2024 | 05:42
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu.
Dugmikla konu,hver hlýtur hana? Hún er miklu dýrmætari en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki er lát á hagsæld hans. Hún gerir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dögum, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Amen.
Orðs:31:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2024 | 05:52
Bæn Dagsins...Orð móður Lemúels
Orð Lemúels konungs í Massa sem móðir hans kenndi honum:
Hvað á ég að segja þér, sonur minn, sonur kviðar míns, sonur áheita minna? Gefðu konum ekki kraft þinn, þrek þitt þeim sem táldraga konunga. Ekki sæmir það konungum, Lemúel, ekki sæmir það konungum að drekka vín eða höfðingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og ganga á rétt hinna fátæku. Gefið áfengan drykk hinum lánlausa og vín þeim sem er beiskur í lund. Drekki þeir og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar. Ljúktu upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málstað allra lánleysingja. Ljúktu upp munni þínum, dæmdu af réttvísi, réttu hlut hinna voluðu og snauðu. Amen.
Orðs:31:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2024 | 06:00
Bæn dagsins...Ýmsir orðskviðir.
Fjórir eru smáir á jörðinni og þó eru þeir vitrastir vitringa: Maurarnir eru kraftlítil þjóð og þó afla þeir sér forða á sumrin. Stökkhérarnir eru þróttlítil þjóð og þó gera þeir sér híbýli í klettunum. Engispretturnar hafa engan konung og þó fer allur hópurinn út í röð og reglu. Eðluna getur þú gripið með hendinni og þó er hún í konungahöllum. Þrír eru tígulegir á velli og fjórir tígulegir í gangi: ljónið sem er máttugast meðal dýranna og hopar ekki fyrir neinni skepnu, haninn sem reigir sig, hafurinn og konungur sem enginn fær í móti staðist. Hafir þú glapist til að upphefja sjálfan þig eða hafir þú gert það af ásettu ráði leggðu þú höndina á munninn. Sé mjólk strokkuð myndast smjör, sé slegið á nasir blæðir, sé egnt til reiði vakna deilur. Amen.
Orðs:30:24-33
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 18:20
Bæn dagsins... Ýmsir orðskviðir.
Blóðsugan á tvær dætur sem heita Gefðu! Gefðu! Þrennt er til sem er óseðjandi, fernt sem aldrei segir: ,,Það er nóg." Helja og móðurlíf óbyrjunnar, jörðin sem aldrei seðst af vatni og eldurinn sem aldrei segir: ,,Nú er nóg." Það auga, sem gerir gys að föður sínum og hafnar hlýðni við móður sína, munu hrafnarnir við lækinn kroppa úr og arnarungarnir eta. Þrennt er það sem mér þykir undursamlegt og fernt sem ég fæ ekki skilið: vegur arnarins um loftið, vegur höggormsins á klettinum, vegur skips á reginhafi og vegur karls að konu. Þannig er atferli skækjunnar: Hún etur, þurrkar sér um munninn og segir: ,,Ég hef ekkert rangt gert." Undan þrennu nötrar jörðin og undir fernu getur hún ekki risið: undir þræli þegar hann verður konungur og ranglátum þegar hann mettast brauði, undir forsmáðri konu þegar hún giftist og þernu þegar hún bolar burt húsmóður sinni. Amen.
Orðs:30:15-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 17:25
Bæn dagsins...Ýmsir orðskiðir.
Bættu engu við orð hans til þess að hann ávíti þig ekki o0g geri þig beran að lygum.Um tvennt bið ég þig, synjaðu mér þess ekki áður en ég dey:Lát fals og lygi vera fjarri mér, gef mér hvorki fátækt né auðæfi en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: ,,Hver er Drottinn?" Ef ég yrði fátækur kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns. Rægðu ekki þjóninn við húsbónda hans svo að hann biðji þér ekki bölbæna og þú verðir að gjalda þess. Til er það kyn sem bölvar föður sínum og blessar ekki móður sína, kyn sem þykist vera hreint og hefur þó ekki þvegið af sér saurinn, kyn sem er drembilátt og hnakkakerrt, kyn sem hefur sverð að tönnum og hnífa að jöxlum til að uppræta hina fátæku úr landinu og hina snauðu meðal mannanna. Amen.
Orðs:30:6-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 05:45
Bæn dagsins... Ýmsir orðskviðir.
Orð Afúrs Jakasonar frá Massa, orð mannsins við Ítíel og Úkal:
Ég er heimskari en svo að geta talist maður, ég hef ekki lært speki og ekki hef ég þekkingu á Hinum heilaga. Hver hefur stigið upp til himna og komið niður? Hver hefur safnað vindinum í greipar sínar? Hver hefur bundið vötnin í skikkju sína? Hver hefur ákvarðað endimörk jarðar? Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans, veist þú það? Sérhvert orð Guðs er hreint, hann er skjöldur þeim er leita hælis hjá honum. Amen.
Orðs:30:1-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 16:39
Bæn dagsins...
Blóðvargarnir hata hinn ráðvanda en réttvísir menn láta sér annt um líf hans. Heimskinginn eys úr allri reiði sinni en vitur maður hefur stjórn á henni. Þegar valdhafinn hlýðir á lygaorð verða allir þjónar hans sekir. Fátæklingurinn og kúgarinn mætast, Drottinn ljær ljós augum byggja. Dæmi konungur hina lágt settu af réttvísi mun hásæti hans standa stöðugt að eilífu. Vöndur og umvöndum veita speki en agalaus sveinn gerir móður sinni skömm. Þegar ranglátum fjölgar, fjölgar og misgjörðum en réttlátir munu horfa á fall þeirra. Agaðu son þinn, þá mun hann láta þig hafa ró og veita sál þinni unað. Þar sem engar vitranir eru týnir fólk áttum en sá sem varðveitir lögmálið er sæll. Þræll verður ekki agaður með orðum, hann skilur þau að vísu en fer ekki eftir þeim. Sjáir þú mann sem er fljótfær í orðum, þá á heimskinginn meiri von en hann. Dekri maður við þræl sinn frá barnæsku verður hann vanþakklátur að lokum. Reiðigjarn maður vekur deilur og skapbráður maður drýgir marga synd. Hroki mannsins lægir hann en sæmd bíður hins hógværa. Þjófsnauturinn hatast við sjálfan sig, hann hlýðir á bölvunina en lætur þó ekkert uppi. Ótti við menn leiðir í snöru en þeim er borgið sem treystir Drottni.Margir leita hylli valdhafans en réttur mannsins kemur frá Drottni. Andstyggð réttlátra er sá sem ranglæti fremur og andstyggð ranglátra sá sem breytir ráðvandlega. Amen.
Orðs: 29:10-27
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 05:56
Bæn dagsins...
Þeim sem oft hefur verið átalinn en þrjóskast við verður skyndilega hrundið og engin lækning fæst. Þegar réttlátum vex máttur gleðst þjóðin en þegar ranglátir drottna stynur þjóðin. Sá sem elskar visku gleður föður sinn en sá sem leggur lag sitt við skækjur glatar eigum sínum. Konungurinn eftir landið með rétti en þungar álögur eyða það. Smjaðri maður fyrir náunga sínum leggur hann net fyrir fætur hans. Í misgjörð vonds manns er honum búin snara en réttlátur maður fagnar og gleðst. Réttlátur maður kynnir sér málefni hinna lágt settu en ranglátur maður hirðir ekki um að kynna sér þau. Spottarar æsa upp borgina en vitrir menn lægja reiðina. Þegar vitur maður á í þrætu við afglapa reiðist og hlær afglapinn en lausn fæst engin. Amen.
Orðs:29:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
271 dagur til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 27.3.2025 Bæn dagsins...
- 26.3.2025 Bæn dagsins...
- 25.3.2025 Bæn dagsins...
- 24.3.2025 Bæn dagsins...
- 23.3.2025 Bæn dagsins...
- 22.3.2025 Bæn dagsins...Tóbítsbók
- 22.3.2025 Bæn dagsins:Tóbítsbók.
- 21.3.2025 Bæn dagsins...
- 20.3.2025 Bæn dagsins...
- 19.3.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Um bloggið
gulli dori
Af mbl.is
Íþróttir
- Skiptir Ronaldo um félag í Sádi-Arabíu?
- Hótuðu fjölskyldu íslenska landsliðsmannsins
- Systkini sameinast á Seltjarnarnesi
- Flautukarfa felldi Los Angeles Lakers
- Áfram hjá Liverpool eftir allt saman?
- Fjórir leikmenn Real í vandræðum?
- Grátlega nálægt því að taka annað sætið
- Þetta var engan veginn boðlegt
- Sannfærandi hjá Barcelona
- Magnaður viðsnúningur Chelsea
Viðskipti
- Ekki má mikið út af bregða
- Rekstrarhagnaður Ísfélagsins 4,5 milljarðar króna
- Alvotech skuldar yfir 141 milljarð króna
- Kínverski BYD tekur fram úr Tesla í sölu
- Guðmundur Fertram fjárfestir í Defend Iceland
- Martin tekur sæti Tómasar í stjórn Carbfix
- Stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslands
- Icelandair horfir ekki til ytri vaxtar
- Verðbólgan mælist nú 3,8%
- Þungt högg fyrir landsbyggðina