Bloggfærslur mánaðarins, október 2024
31.10.2024 | 05:39
Bæn dagsins...
Hlustaðu á föður þinn sem gat þig og fyrirlíttu ekki móður þína þegar hún verður gömul. Kauptu sannleika ,og seldu hann ekki, visku,fræðslu og skilning. Faðir réttláts manns fagnar og sá sem gat vitran son gleðst yfir honum. Amen.
Orðs:23:22-24
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2024 | 05:13
Bæn Dagsins...
Öfundaðu ekki syndara í hjarta þínu en guðhrædda menn ævinlega. Þá áttu þér framtíð og von þín mun aldrei bregðast. Hlustaðu, sonur minn, vertu vitur og beindu hjarta þínu á rétta leið. Vertu ekki með drykkjurútum eða þeim sem háma í sig kjöt því að drykkjumenn og mathákar verða snauðir og víman mun klæða þig í tötra. Amen.
Orðs:23:17-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2024 | 05:28
Bæn dagsins...
færðu ekki úr stað landamerki ekkjunnar og gakktu ekki inn á akra munaðarleysingjanna því að lausnari þeirra er máttugur, hann mun flytja mál þeirra gegn þér . Snúðu hjarta þínu að umvönduninni og eyrum þínum að orðum viskunnar. Sparaðu ekki aga við hinn unga, ekki deyr hann þótt þú sláir hann með vendi. Þú slærð hann með vendinum og frelsar líf hans frá helju. Sonur minn, verði hjarta þitt viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu og nýru mín fagna þegar varir þínar mæla það sem rétt er. Amen.
Orðs:23:10-16
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2024 | 05:29
Bæn dagsins...
Þegar þú situr til borðs með valdhafa gættu þess þá vel hvern þú hefur fyrir framan þig og settu hníf við barka þér sértu gráðugur. Láttu þig ekki langa í kræsingar hans því að þær eru hverful fæða. Leitastu ekki við að verða ríkur, hafðu vit á að gera það ekki. Beinir þú augum þínum til auðsins er hann horfinn. Hann á sér vængi sem örn og hverfur til himins. Matastu ekki hjá nískum manni og láttu þig ekki langa í kræsingar hans. Hann er eins og maður sem telur eftir. ,,Et og drekk," segir hann við þig en hugur fylgir ekki máli. Bitanum, sem þú kyngdir, verður þú að spýta upp aftur og fagurgalanum hefur þú sólundað. Talaðu ekki fyrir eyrum heimskingjans því að hann fyrirlítur skynsemisorð þín. Amen.
orðs:23:1-9
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?
Með því að gefa gaum að orði þínu.
Ég leita þín af öll hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Amen.
Sálm:119:9-10
Trúmál | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2024 | 17:00
Bæn dagsins...Orð hinna vitru...
Hneig eyra þitt og hlusta á orð hinna vitru, veit fræðslu minni athygli. Gott er að þú geymir þau í brjósti þér, að þau verði sífellt á vörum þér. Til þess að traust þitt sé á Drottni fræði ég þig dag, já, þig. Hef ég ekki ritað þér þrjátíu sinnum heilræði og fræðslu, til þess að gera þér ljósan sannleika, sannleiksorð, svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð er senda þig? Rændu ekki fátæklinginn af því að hann er fátækur og níðstu ekki á lítilmagnanum í borgarhliðinu því að Drottinn mun flytja mál þeirra og ræna þá lífinu er þá ræna. Leggðu ekki lag þitt við reiðigjarnan mann og eigðu ekki samneyti við hinn skapbráða til þess að þú temjir þér ekki hegðun hans og leggir snörur fyrir líf þitt. Vertu ekki einn af þeim sem ganga til handsala, þeim sem ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Þegar þú átt ekkert að greiða með, þá verður hvílan tekin undan þér. Færðu ekki úr stað hin forna landamerki sem forfeður þínir hafa sett. Sjáir þú mann vel færan í verki sínu mun hann veita konungum þjónustu sína en ekki þjóna ótignum mönnum. Amen.
orðs:22:17-29
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2024 | 07:20
Bæn dagsins...
Rektu spottarann burt, þá hverfur deilan og þá linnir þrætu og smán. Sá sem ástundar hreinleika hjartans vinnur hylli konungs með geðfelldum orðum vara sinna. Augu Drottins gæta viskunnar en orðum svikarans kollvarpar hann. Letinginn segir: ,,Ljón er úti fyrir, ég verð drepinn fari ég út." Djúp gröf er munnur framandi kvenna, sá sem verður fyrir reiði Drottins fellur í hana. Setjist heimskan að í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans reka hana þaðan. Amen.
Orðs:22:10-15
Að kúga fátækan sér til ávinnings er eins og að gefa ríkum manni: hvort tveggja verður til þess eins að gera mann snauðan. Amen.
Orðs:22:16
Trúmál | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2024 | 07:00
Bæn dagsins...
Þyrnar og snörur eru á vegi hinna fláráðu, sá sem annt er um líf sitt forðast þá. Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja. Ríkur maður drottnar yfir fátækum og lánþeginn verður þræll lánardrottins síns. Sá sem sáir ranglæti uppsker ógæfu, sproti heiftar hans verður að engu. Hinn örláta munu menn blessa því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu. Amen.
Orðs:22:5-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2024 | 05:17
Bæn dagsins...
Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Ríkur og fátækur mætast en Drottinn skapaði báða. Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess. Laun auðmýktar og ótti Drottins eru auður, sæmd og líf. Amen.
Orðs:22:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2024 | 05:21
Bæn dagsins...
Sá sem er hrokafullur og dramblátur kallast spottari, hann lætur stýrast af skefjalausum hroka. Óskir letingjans verða honum að falli, hendur hans vilja ekki vinna, langanir fylla hug hans daglangt en hinn réttláti gefur og er ekki naumur. Sláturfórn hins rangláta er Drottni andstyggð, einkum sé hún færð af illum ásetningi. Falsvottur mun tortímast en sá sem hlustar grannt er vitnisbær. Illmennið setur upp þóttafullan svip en hinn vammlausi hyggur að háttum sínum. Engin viska, engin skynsemi, engin ráð eru til gegn Dottni. Hesturinn er búinn til orrustudagsins en sigurinn er í hendi Drottins. Amen.
Orðs:21:24-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2024 | 05:27
Bæn dagsins...
Gjöf á laun sefar reiði og umbun í leyni ákafa bræði. Réttlátum manni er gleði að gera það sem rétt er en illvirkjum er það skelfing. Sá maður sem villist af vegi viskunnar mun brátt hvílast í samneyti framliðinna. Öreigi verður sá sem sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu verður ekki ríkur. Hinn rangláti er lausnargjald hins réttláta og svikarinn kemur í stað hinna vammlausu. Betra er að búa í eyðimörk en með þrasgjarnri og geðillri konu. Dýrmætur fjársjóður og olía er í heimkynnum hins vitra en heimskur maður sólundar því. Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður. Vitur maður vann borg kappanna og reif niður vígið sem hún treysti á. Sá sem gætir munns síns og tungu forðar sjálfum sér frá nauðum. Amen.
Orðs:21:14-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 6
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 212366
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 4.12.2024 Bæn dagsins...Speki og heimska..
- 3.12.2024 Bæn dagsns....Speki og heimska..
- 2.12.2024 Bæn dagsins...Einnig lífsnautnin er hégómi
- 1.12.2024 Bæn dagsins...Sjálf spekin er gégómi.
- 1.12.2024 Bæn dagsins...Allt er hégómi..Prédikarinn.
- 30.11.2024 Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
- 29.11.2024 Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
- 28.11.2024 Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu.
- 27.11.2024 Bæn Dagsins...Orð móður Lemúels
- 26.11.2024 Bæn dagsins...Ýmsir orðskviðir.
Bloggvinir
- Anna Heiða Harðardóttir
- Aida.
- Kvíðin kona
- Rafn Haraldur Sigurðsson
- Jón Magnússon
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Sverrir Halldórsson
- Kafteinninn
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Auðun Gíslason
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Íris María
- Ásdís Rán
- Brynja skordal
- Ágúst Böðvarsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rakel Lind
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Myndlistarfélagið
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Vilborg Traustadóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Eygló Hjaltalín
- Halla Vilbergsdóttir
- Mín veröld
- egvania
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Svanur Heiðar Hauksson
- Pétur Björgvin
- Ester
- Nancy Drew
- Benna
- Guðrún Olga Clausen
- Inga Lára Helgadóttir
- Agný
- Ólafur Jóhannsson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helga Dóra
- Heiða B. Heiðars
- Blúshátíð í Reykjavík
- Guðný Lára
- Heiður Helgadóttir
- Baldvin Jónsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Guðfríður Lilja
- Birna G
- Jóhann Helgason
- Ruth
- Mofi
- Heiða
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- gudni.is
- Sigríður Jónsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Grétar Örvarsson
- Jens Guð
- Elísa Ósk Jónsdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Óskar Arnórsson
- oktober
- Árni þór
- Jakob Falur Kristinsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Jóhann Hauksson
- Snorri Óskarsson
- HÉR & NÚ
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Gunnlaugur Helgason
- Sverrir Stormsker
- Öll lífsins gæði?
- Dagrún Þórný Marínardóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Sveinn Arnarsson
- Kristján L. Möller
- Karl V. Matthíasson
- Guðríður Arnardóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Taflfélagið Hellir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Skák.is
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Rannsóknarskýrslan
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Elma Berglind Stefánsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Kristin stjórnmálasamtök
- Jón Valur Jensson
- Ásar, Víkingafélag Akureyrar
- Óskar Sigurðsson
- Hugarafl - Valdefling
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- ADHD
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Guðrún Norberg
- Bjarni Harðarson
- Tómas Ibsen Halldórsson