Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Bæn dagsins

En ég hrópa til Guðs og Drottinn mun hjálpa mér.

Sálm 55:17


Bæn dagsins

Hlíð Guð, á bæn mína, fel þig eigi þegar ég sárbæni þig. Hlusta og svara mér, ég er órór og kveina, skelfingu lostinn yfir hrópum óvinarins, ásókn hins óguðlega, því að þeir steypa yfir mig ógæfu og ofsækja mig grimmilega.AMEN.

Sálm 55:2-4


Bæn dagsins

Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð og lát mér fá stöðuna nýjan anda


Bæn dagsins

Ég vil ekki hafa illvirki fyrir augum, ég hata þá sem aðhafast illt og samneyti þeim ekki. Svikult hjarta skal frá mér víkja, illmenni vil ég eigi þekkja.AMEN.

Sálm 101:3=4

 

 

 


Bæn dagsins

Ég vil syngja um náð og rétt, lofsyngja þér, Drottinn. Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda, hvenær kemur þú til mín ? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga um í húsi mínu. AMEN. 

Sálm 101:1-2


Bæn dagsins

Drottinn, heyr þú bæn mína, hrópa mitt berist til Þín.Byrg eigi auglit Þitt fyrir mér Þegar ég er í nauðum staddur, hneig eyra Þitt að mér svara mér skjótt Þegar ég kalla.


Bæn dagsins

Öll veröldin fagni fyrir Drottni. Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð, í forgarða hans með lofsöng. Lofið hann, tignið nafn hans, því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. AMEN.

Sálm 100:2-5


Bæn dagsins

Drottinn, Guð vor, þú bænheyrðir þá, þú reyndist þeim fyrirgefandi Guð en refsaðir þeim fyrir misgjörðir þeirra. Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli því að heilagur er Drottinn, Guð vor. AMEN. Sálm 99:8-9


Bæn dagsins

Móse og Aron voru meðal presta hans, Samúel meðal þeirra er ákölluðu nafn hans. Þeir hrópuðu til Drottins og hann bænheyrði þá. Hann talaði til þeirra í skýstólpanum og þeir héldu boð hans og lög þau sem hann sett þeim. AMEN.

Sálm 99:6-7


bæn dagsins

Voldugi konungur, þú elskar réttinn. Réttvísina stofnsettir þú, komst á rétti og réttlæti í Jakob. Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir fótskör hans. Heilagur er hann. AMEN.

Sálm 99:4-5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband