Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Bæn dagsins

Nei, hann sér að vitrir menn deyja, fífl og fáráðlingar farast hver með öðrum og láta öðrum eftir auð sinn. Grafir verða heimkynni þeirra um aldur, bústaðir þeirra frá kyni til kyns þótt þeir hafi kennt lendur við nafn sitt. Þrátt fyrir auð sinn er maðurinn dauðlegur, eins og dýrin hlýtur hann að deyja. Svo fer þeim sem treysta sjálfum sér og þeim sem fylgja þeim og þóknast tal þeirra. Þeir stefna til heljar sem sauðahjörð, dauðinn heldur þeim á beit. Að morgni ríkja réttlátir yfir þeim og mynd þeirra eyðist, hel verður bústaður þeirra. En Guð mun leysa lífmitt úr greipum heljar og hann mun taka við mér.AMEN.

Sálm 49:11-16


Bæn dagsins

En enginn fær keypt bróður sinn lausan eða greitt Guði lausnargjald fyrir hann, lausnargjaldið fyrir líf hans væri of hátt, ekkert mundi nokkru sinni nægja til að hann fengi að lifa um aldur og þyrfti aldrei að sjá gjöfina. AMEN.

Sálm 49:8-10


Bæn dagsins

Munnur minn mælir speki og ígrundun hjarta míns er hyggindi. Ég hneigi eyra mitt að spakmæli, ræð gátu mína við hörpuhljóm. AMEN.

Sálm 49:4-5

 


Bæn dagsins

Heyrið þetta, allar þjóðir, hlustið, allir heimsbúar, bæði háir og lágir, jafnt ríkir sem fátækir.AMEN.

Sálm 49:2-3


Bæn dagsins

Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég. Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í vatnslausu landi, skrælnuðu að þurrki. þannig hef ég litast um eftir þér í helgidóminum til að sjá mátt þinn og dýrð.AMEN.

Sálm 63:2-3


Bæn dagsins

Eitt hefur Guð sagt, tvennt hef ég heyrt: Hjá Guði er máttur og hjá þér, Drottinn, er miskunn því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans.AMEN.

Sálm 62:12-13


Bæn dagsins

Ég kalla til Guðs og hrópa, kalla til Guðs svo að hann heyri til mín. Í neyð minni leita ég til Drottins, rétti út hendur mínar um nætur og þreytist ekki, ég læt ekki huggast.AMEN.

Sálm 77:2-3


Bæn dagsins

Guð þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. AMEN.

Sálm 51:19


Bæn dagsins

Drottinn, opna varir mínar að munnur minn kunngjöri lof þitt. Þú hefur ekki þóknun á sláturfórnum og færi ég   þér brennifórn tekur þú ekki við henni. AMEN.

Sálm 51:17-18


Bæn dagsins

Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda. AMEN. 

Sálm 51:13-14


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

21 dagur til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 212358

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband