Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023

Bæn dagsins

Þeir snúi sér til mín sem óttast þig og þekkja fyrirmæli þín. Gef mér að fylgja lögum þínum af heilu hjarta svo að ég verði eigi til skammar. Amen.

Sálm:119:79-80


Bæn dagsins

Lát náð þína verða mér til huggunar eins og þú hefur heitið þjóni þínum. Sendu mér miskunn þína, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín.  Lát hrokagikkina verða til skammar sem þjaka mig að ósekju en ég íhuga fyrirmæli þín. Amen.

Sálm:119:76-78


Bæn dagsins

Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir, að þú auðmýktir mig í trúfesti þinni. Amen.

Sálm:119:74-75


Bæn dagsins

Lögmálið munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli. Hendur þínar sköpuðu mig og mótuðu, veit mér skilning til að læra boð þín. Amen.

Sálm:119:72-73


Bæn dagsins

Hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu. Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín. Amen.

Sálm:119:70-71


Bæn dagsins

Þú ert góður og geir vel, kenn mér lög þín. Hrokafullir spinna upp lygar gegn mér en ég fylgi boðum þínum af öllu hjarta. Amen.

Sálm:119:68-69


Bæn dagsins

Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveiti ég orð þitt. Amen.

Sálm:119:67


Bæn dagsins

Þú hefur gert vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Veit mér dómgreind og þekkingu því að ég treysti boðum þínum. Amen.

Sálm:119:65-66


Bæn dagsins

Ég er vinur allra sem óttast þig og halda fyrirmæli þín. Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni, kenn mér lög þín. Amen.

Sálm:119:63-64


Bæn dagsins

Snörur óguðlegra lykja um mig en ég gleymi ekki lögmáli þínu. Um miðnætti rís ég upp til að þakka þér réttlát ákvæði þín. Amen.

Sálm:119:61-62


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212106

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.