Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Bréfið til Hebrea 13.

Lofgjörðarfórn fyrir Guð

Minnist leiðtoga ykkar sem Guðs orð hafa til ykkar talað. Verðið fyrir ykkur hvernig ævi þeirra lauk og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Bréf/Hebrea 13:7-8.


Bæn dagsins.

Hvern á ég annars að á himnum? Og hafi ég þig. hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. Sálm.73:25-26.


Bréfið til Hebrea 13.

Lofgjörðarfórn fyrir Guð

Bróðurkærleikurinn haldist. Gleymið ekki gestrisninni því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita. Minnist bandingjanna sem væruð þið sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða þar eð þið finnið til eins og þeir. Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma. Verið ekki fégráðug en látið ykkur nægja það sem þig hafið. Guð hefur sjálfur sagt: ,,Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.  Því getum við örugg sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. 

Hvað geta mennirnir gert mér?  

Bréf/Hebrea 13:1-6.


Bæn dagsins.

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun verðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Fil.4:6-7


Bæn dagsins.

Þeir, sem leita Drottins, fara einskis góðs á mis. sálm 34:11.


Bréfið til Hebrea 12.

Hvatningar og fyrirmæli

Gætið þess að þið hafnið ekki þeim sem talar. Þeir sem höfnuðu þeim er gaf guðlega bendingu á jörðu komust ekki undan. Miklu síður munum við komast undan ef við gerumst fráhverf honum er gefur guðlega bendingu frá himnum. Raust hans lét jörðina bifast fyrrum. En nú hefur hann lofað: ,,Enn einu sinni mun ég hræra jörðina og ekki hana eina heldur og himininn." Orðin: ,,Enn einu sinni" sýna að það sem bifast er skapað og hverfur til þess að það standi stöðugt sem eigi bifast. Þar sem við því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum við þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. Því að okkar Guð er eyðandi eldur. Bréf/Hebrea 12:25-29.

 

 


Bæn dagsins.

Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, öllum, sem ákalla hann í einlægni. Sálm. 145:18.


Bæn dagsins

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós.1:9.


bæn dagsins

Hvað segir ritningin: ,,Abraham trúði Guði, og það var reiknað honum til réttlætis." Róm.4:3.


Bréfið til Hebrea 12.

Hvatningar og fyrirmæli

Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin. Hafið gát á að enginn missi af náð Guðs, að engin beiskjurót renni upp sem truflun valdi og margir saurgist af. Gætið þess að eigi sé neinn hórkarl eða vanheilagur eins og Esaú sem fyrir einn málsverð lét af hendi frumburðarrétt sinn. Þið vitið að það fór líka svo fyrir honum að hann var tækur ger þegar hann síðar vildi öðlast blessunina þó að hann grátbændi um hana. Hann fékk ekki færi á að iðrast. 

Þið eruð ekki komin til fjalls sem á verður þreifað, ekki til brennandi elds og sorta, myrkurs, ofviðris og básúnuhjóms og raustar sem talaði svo að þeir sem hana heyrðu báðust undan því að meira væri til sín talað. Því að þeir þoldu ekki það sem fyrir var skipað: ,,Þó að það sé ekki nema skepna, sem snertir fjallið, skal hún grýtt verða. Svo ógurlegt var það sem fyrir augu bar að Móse sagði: ,,Ég er mjög hræddur og skelfdur."  Nei, þið eruð komin til Síonfjalls og borgar Guðs lifanda hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla, til hátíðarsamkomu og safnaðar frumgetinna, sem á himnum eru skráðir, til Guðs, sem dæmir alla, og til anda réttlátra manna, sem fullkomnir eru orðnir, og til Jesú, meðalgangara nýs sáttmála, og til blóðsins sem hreinsar og talar kröftuglegar en blóð Abels. Bréf/Hebrea 12:14 -24.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212106

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.