Bréfið til Hebrea 12.

Hvatningar og fyrirmæli

Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin. Hafið gát á að enginn missi af náð Guðs, að engin beiskjurót renni upp sem truflun valdi og margir saurgist af. Gætið þess að eigi sé neinn hórkarl eða vanheilagur eins og Esaú sem fyrir einn málsverð lét af hendi frumburðarrétt sinn. Þið vitið að það fór líka svo fyrir honum að hann var tækur ger þegar hann síðar vildi öðlast blessunina þó að hann grátbændi um hana. Hann fékk ekki færi á að iðrast. 

Þið eruð ekki komin til fjalls sem á verður þreifað, ekki til brennandi elds og sorta, myrkurs, ofviðris og básúnuhjóms og raustar sem talaði svo að þeir sem hana heyrðu báðust undan því að meira væri til sín talað. Því að þeir þoldu ekki það sem fyrir var skipað: ,,Þó að það sé ekki nema skepna, sem snertir fjallið, skal hún grýtt verða. Svo ógurlegt var það sem fyrir augu bar að Móse sagði: ,,Ég er mjög hræddur og skelfdur."  Nei, þið eruð komin til Síonfjalls og borgar Guðs lifanda hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla, til hátíðarsamkomu og safnaðar frumgetinna, sem á himnum eru skráðir, til Guðs, sem dæmir alla, og til anda réttlátra manna, sem fullkomnir eru orðnir, og til Jesú, meðalgangara nýs sáttmála, og til blóðsins sem hreinsar og talar kröftuglegar en blóð Abels. Bréf/Hebrea 12:14 -24.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

218 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband