Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða." Matt.7:7.


Bæn dagsins.

Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum. Já, afla handa þinna skalt þú njóta. Sæll ert þú, vel farnast þér. Sálm. 128:1-2.


Fimmta Mósebók 10.

Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars af þér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, Guði þínum, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og haldir boð Drottins og lög sem ég set þér í dag svo að þér vegni vel? Sjá, Drottni, Guð þínum, heyrir himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er. fimmta mós 10:12-14.


Bæn dagsins

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! 4.Mós.6:25-26.


Bæn dagsins.

Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Matt.20:28.


Bæn dagsns.

Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sálm. 32:1.


Bæn dagsins.

Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Jes.53:5.


Bréfið til Hebrea 13.

Bæn og kveðjur 

Guð friðarins, sem leiddi Drottin vorn, Jesú, hinn mikla hirði sauðanna, upp frá dauðum með blóði eilífs sáttmála, styrki yður í öllu góðu í hlýðni við vilja sinn. Láti hann allt það verða í oss sem honum er þóknanlegt fyrir Jesú Krist. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen. Ég hef ritað ykkur fáein hvatningarorð, ég bið ykkur, systkin, að taka þeim vel. Þið skuluð vita að bróðir okkar Tímóteus hefur verið látinn laus og ásamt honum mun ég heimsækja ykkur, komi hann bráðum. Berið kveðju öllum leiðtogum ykkar og öllum heilögum. Mennirnir frá Ítalíu senda ykkur kveðju. 

  Náð sé með yður öllum.

 Bréf/Hebrea 13:20-25.


Bréfið til Hebrea 13.

Lofgjörðarfórn fyrir Guð

Látið ekki ýmiss konar framandi kenningar afvegaleiða ykkur. Látið náð Guðs næra hjartað, ekki mat af ýmsu tagi. Þeir sem sinntu slíku höfðu eigi happ af því. Við höfum altari og þeir er tjaldbúðinni þjóna hafa ekki leyfi til að neyta þess sem á því er. Æðsti presturinn ber blóð dýranna inn í helgidóminn til syndafórnar en hræ þeirra eru brennd fyrir utan herbúðirnar. Þess vegna leið Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu. Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar og berum vanvirðu hans. Því að hér höfum við ekki borg er stendur heldur leitum við hinnar komandi. Með hjálp Jesú skulum við því án afláts færa Guði lofgjörðarfórn, ávöxt vara er játa nafn hans. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni  því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar. Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát. Þeir vaka yfir sálum ykkar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlát til þess að þeir geti gert það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri ykkur til ógagns. Biðjið fyrir mér því að ég er þess fullviss að ég hef góða samvisku og vil í öllum greinum breyta vel. Ég bið ykkur enn rækilegar um að gera þetta til þess að ég verði brátt aftur sendur til ykkar. Bréf/Hebrea 13:9-19.


Bæn dagsins.

Meistarinn er hér og vill finna þig. Jóh 11:28.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband