Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Markúsarguðspjall.

Leyndardómur Guðs ríkis

Þegar Jesús var orðinn einn spurðu þeir tólf og hinir lærisveinarnir, sem með honum voru, um dæmisögurnar. Hann svaraði þeim: ,,Ykkar er gefinn leyndardómur Guðs ríkis.Aðrir sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum, að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið." Mark.4.10-12. 


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh.15:14.

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Sálm 46:2-3.

Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda. Sálm.31:16.


Markúsarguðspjall.

Sæði sáð

Aftur tók Jesús að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum að hann varð að stíga í bát og sitja það, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið. Hann kenndi því margt í dæmisögum og sagði við það: ,,Hlýðið á! sáðmaður gekk út að sá og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það rann skjótt upp því það hafði ekki djúpa jörð. En er sól hækkaði visnaði það og sökum þess að það hafði ekki rótfestu skrælnaði það. Og sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það og það bar ekki ávöxt. En sumt féll í góða jörð, kom upp, óx og bar ávöxt, það gaf þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt." Og hann sagði: ,,Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri!" Mark.4:1-9.


Bæn dagsins.

Sérhver,sem trúir á Krist,mun ekki verða til skammar. Róm.9:33.

Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni. Jós.24:15.

Guði er enginn hlutur um megn. Lúk.1:37.


Markúsarguðspjall.

Móðir og bræður

Nú koma móðir Jesú og bræður, standa úti og gera honum orð að koma. Mikill fjöldi sat í kringum hann og var honum sagt: ,,Móðir þín, bræður og systur eru hér úti og spyrja eftir þér." Jesús svarar þeim: ,,Hver er móðir mín og bræður?" Og hann leit á þau er kringum hann sátu og segir: ,,Hér er móðir mín og bræður mínir! Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir." Mark.3.31-35.


Bæn dagsins.

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu,sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós.1:9.

Jesús sagði: ,,Enginn getur sér Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." Jóh.3:3.

Drottinn sagði við Samúel: ,,Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt, því að ég hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað." 1.Sam.16:7.

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4.

 

 

 


Markúsarguðspjall.

Lastmæli

Þegar Jesús kemur heim safnast þar aftur mannfjöldi svo þeir gátu ekki einu sinni matast. Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum enda sögðu þeir að hann væri frá sér. Og fræðimennirnir, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu: ,,beelsebúl er í honum. Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana." En Jesús kallaði þá til sín og mælti við þá í líkingum: ,, Hvernig getur Satan rekið Satan út? Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt fær það ríki eigi staðist og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt fær það heimili eigi staðist. Sé nú Satan risinn gegn sjálfum sér og orðinn sér sundurþykkur fær hann ekki staðist, þá er úti um hann. Enginn getur brotist inn í hús hins sterka og rænt eigum hans nema hann bindi áður hinn sterka, þá getur hann rænt hús hans. Sannlega segi ég ykkur: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þau kunna að lastmæla, en sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd. En þeir höfðu sagt: ,,Ohreinn andi er í honum." Mark.3:20-30.


Bæn dagsins.

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað, og eyra hann er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Jes.59:1

Trúr er Guð, sem yður hefir kallað til samfélags sonar síns, Jesú Kristi, Drottins vors. 1.Kor.1:9.


Markúsarguðspjall.

Postular valdir

Síðan fór Jesús til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur kaus og þeir komu til hans. Hann skipaði tólf er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika og gefið þeim vald til að reka út illa anda. Jesús skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur,Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir, og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann. Mark.3:13-19.


Bæn dagsins.

Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 1. Kor.1:18.

Jesús sagði:,,Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post.1:8.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband