Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2021

ORÐ GUÐS.

cropped-Haus-fyrir-vefsíðu-2017Sýnið enga fégirni í hegðun, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,,Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb.13:5


BRÉF JAKOBS. 4

233564122_4240346539418452_774332289271822048_nDæmið ekki 

Talið ekki illa hvert um annað, systkin. Sá sem talar illa um bróður sinn eða systur eða dæmir þau, talar illa um lögmálið og dæmir lögmálið. En ef þú dæmir lögmálið þá hlýðir þú ekki lögmálinu heldur ertu  dómari þess. Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem getur frelsað og tortímt. En hver ert þú sem dæmir náungann? bréf Jakobs.4


Sálmur 48.

240381662_1705984556260109_3647502619768546960_nMikill er Drottinn og mjög vegsamlegur í borg Guðs vors. Hans heilaga fjall, sem gnæfir hátt og fagurt, er allri jörðu gleði, Síonarfjall yst í norðri. sálm,48,2-3.


Sálmur 106.

Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans? Sælir eru þeir sem gæta réttarins, sem iðka réttlæti alla tíma. sálm106,2-3


Sálmur 105.

Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna. Syngið honum lof, leikið fyrir hann, segið frá öllum máttarverkum hans. AMEN.sálm 105,1-2.


Sálmur 7.

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd .Því að með þim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu.sálm,7







Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. sálm 7,7-8. AMEN













 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


sálmur 40.

223283084_899611377289039_2141932222188448608_nStöðugt vonaði ég á Drottin og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng til Guðs vors. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. sálm,40,2-4. AMEN.


Sálmur 71.

20210807_224224Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, látmig aldrei verða til skammar.

Guð minn, bjarga mér úr hendi guðlausra, úr greipum kúgara og harðstjóra. Þú ert von mín, Drottinn, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku, frá móðurlífi hef ég stuðst við þig, frá móðurskauti hefur þú verndað mig, um þig hljómar ætíð lofsöngur minn. Ég er orðinn mörgum sem teikn en þú ert mér öruggt hæli. Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan daginn. AMEN.71,1 og 4-8


Jesaja 25.

             Þakkarsálmur.

Drottinn, þú ert minn Guð. Ég vegsama þig, ég lofa nafn þitt því að þú hefur unnið furðuverk, framkvæmt löngu ráðin ráð sem í engu brugðust. Því að þú gerðir borgina að grjóthrúgu, hið rammgera virki að rúst, hallir hrokafullra eru ekki framar virki, það verður aldrei endurreist. Þess vegna mun voldug þjóð heiðra þig, borg ofstopafullra þjóða sýna þér lotningu, því að þú varst vörn lítilmagnans, vörn hins þurfandi í þrengingum hans, skjól í skúrum, hlíf í hita Andi ofríkismanna er eins og kuldaskúrir, breyskja í skrælnuðu landi. Þú lægir háreysti hrokafullra. Eins og breyskja hverfur fyrir skugga af skýi hljóðnar söngur ofríkismannanna. AMEN.


Sálmur 54.

Þegar Sifítar komu og sögðu við Sál: ,,Davíð felur sig hjá oss."

Hjálpa mér, Guð, með nafni þínu, rétt hlut minn með mætti þínum. Guð, heyr þú bæn mína, ljá eyra orðum munns míns. Erlendir fjandmenn hafa ráðist gegn mér og ofbeldismenn sækjast eftir lífi mínu, eigi hafa þeir Guð fyrir augum.

Sjá, Guð er hjálp mín, Drottinn er styrkur minn. Bölið bitni á fjandmönnum mínum, eyddu þeim, Drottinn, sakir trúfesti þinnar. Þá vil ég færa þér sjálfviljafórnir, lofa nafn þitt, Drottinn, sem er gott, því að það hefur frelsað mig úr hverri neyð og auga mitt hlakkar yfir fjandmönnum mínum. AMEN.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.