Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021

Sálmarnir.

IMG_0733þú ert kraftur minn, þér fel ég mig því að Guð er vígi mitt. Guð kemur til móts við mig í miskunn sinni, Guð lætur mig hlakka yfir óvinum mínum. Sviptu þá ekki lífi svo að lýður minn gleymi eigi, reku þá á vergang með mætti þínum og felldu þá, Drottinn, skjöldur vor. sálm,59,10-12. AMEN


Sálmur 91.

Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almátaka segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á."

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steyti ekki fót þinn við steini. Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka.

Það sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég venda hann því að hann þekkir nafn mitt. Ákalla hann mig mun ég bænheyri hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt. AMEN.


Sálmarnir og Jóel.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesusvalentineSá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skuugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á AMEN. sálm,91,1-2.

Óttast ekki, land, heldur fagna og gleðst því að Drottinn hefur unnið mikil srórvirki. jóel 2,21.

Síðan mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, gamalmenni yðar mun dreyma drauma og ungmenni yðar munu fá vitranir, jafnvel yfir þræla og ambáttir mun ég úthella anda mínum á þeim dögum. jóel,3,1-2.


Sálmarnir.

Helgigönguljóð.

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki Vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. AMEN. 

sálm, 121,1-8.


Sálmarnir.æðruleysi-bæn.

219166243_10215456021793256_5976325801596605772_nDrottinn, þú ert minn Guð, því leita ég. Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki. sálm,63,2.

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli.

 


Sálmarnir.

IMG_0721Heyr kvein  mitt, Guð, hlusta á bæn mína. Ég hrópa til þín frá endimörkum jarðar því að hjarta mitt örvæntir, Hef mig upp á bjarg það sem mér er of hátt því að þú ert mér hæli, traust vígi gegn óvinum. Lát mig gista  í tjaldi þínu um eilífð, eiga athvarf í skjóli vængja þinna því að þú, Guð, hefur heyrt heit mitt, fengið þeim erfðahlut sem óttast nafn þitt. sálm,61,2-6. AMEN.


Matteusarguðspjall.

IMG_0730Hann mun fela þig englum sínum og þeir munu bera þig á höndum sér að þú steytir ekki fót þinn við steini. matt,4,6.

Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki. matt,5,3.


Sálmarnir.

IMG_0728Allir, sem leita hælis hjá þér, munu gleðjast, þeir fagna um aldur. Þú skýlir þeim og þeir sem elska nafn þittbfagna yfir þér því að þú, Drottinn, blessar hinn réttláta, hlífir honum með náð þinni eins og með skildi. AMEN. sálm,5,12-13


Sálmarnnir.

IMG_0731Þjónið Drottni með lotningu, kyssið fætur hans titrandi til að firra yður reiði hans svo að þér farist ekki á veginum því að skjótt blossar upp reiði hans. Sæll er sá er leitar hælis hjáa hhonum. AMEN. sálm,2,11-13.

Rís upp, Drottinn, bjarga mér, Guð minn. sálm,3,8.


Jesaja.

imagesGuð, Drottinn allsherjar, hvatti menn á þeim degi til að gráta og kveina til að raka á sig skalla og gyrða sig hærusekk. En þess í stað ríkti glaumur og gleði, naut voru felld. sauðum slátrað, kjöt snætt og vín drukkið: ,,Etum og drekkum því að á morgun deyjum vér." En Drottinn allsherjar lét hljóma í eyrum mínum: ,,Þessi sekt verður yður ekkifyrirgefin fyrr en þér deyið," segir Guð, Drottinn allsherja. AMEN. jesaja,22,12-14.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.