Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Sálmarnir.

OuecgWAUnOu8_720x480_OisyVcgeHjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Bjarga mér í réttlæti þínu. Hneig eyra þitt að mér, kom skjótt mér til hjálpar. Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vígi og sakir nafns þíns munt þú leiða mig og stjórna mér. Leystu mig úr netinu sem lagt var fyrir mig því að þú ert vöööörn  mín. Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð. Ég hata þá sem dýrka fánýt skurðgoð en treysti Drottni.Amen. sálm,31,2-7.



Sálmaarnir.

unnamedDrottinn, þú heimtir sál mína úr helju, lést mig halda lífi þegar aðrir gengu til grafar. Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn. Andartak stendur reiði hans en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur en gleðisöngur að morgni. Ég uggði ekki að mér og sagði: ,,Aldrei skriðnar mér fótur." Drottinn, af náð þinni gerðir þú fjall mitt að vígi en þegar þú huldir auglit þitt skelfdist ég. Til þín, Drottinn, hrópaði ég og ákallaði Guð minn um miskunn: ,, Hvaða ávinningur er af dauða mínum, af því að ég gengi til grafar? Getur duftið lofað þig, kunngjört trúfesti þína? Heyr, Drottinn, ver mér náðugur, Drottinn, kom mér til hjálpar." Þú breyttir gráti mínum í gleðidans, leystir af mér hærusekkinn og gyrtir mig fögnuði, því vil ég syngja þér lof og eigi þagna. Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu. AMEN. sálm.30,4-13,

 


Sálmarnir.

R453Til þín, Drottinn, hrópa ég, þú bjarg mitt ,ver eigi hjóður gagnvart mér. Ef þú þegir við mér verð ég sem þeir er til grafar eru gengnir. Heyr þú grátbeiðni mína þegar ég hrópa til þín á hjálp, þegar ég lyfti höndum til  hins allra helgasta í musteri þínu. Sviptu mér ekki burt með óguðlegum og níðingum sem tala vinsamlega við náunga sinn en hafa illt í hyggju. Launa þeim eftir verkum þeirra, eftir þeirra illu breytni, launa þeim eftir verkum handa þeirra, lát þá kenna á eigin verkum. Þar sem þeir virða verk Drottins einskis eða handaverk hans mun hann rífa þá niður og aldrei reisa þa upp. AMEN. sálm,28,1-5.

Ég lofa þig, Drottinn, því að þú dróst mig upp úr djúpinu og lést óvini mína ekki hlakka yfir mér. Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig. AMEN. sálm 30,3.


Sálmarnir.

downloadLofaður sé Drottinn því að hann hefur heyrt grátbeiðni mína. Drottinn er styrkur minn og skjöldur, honum treystir hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann. Drottinn er styrkur lýð sínum, vígi til varnar sínum smurða Hjálpa lýð þínum og blessa eign þína. Ver hirðir þeirra og ber þá að eilífu. AMEN. sálm,28,6-9.


Sálmarnir.

jesus_kristurÞótt faðir minn og móðir yfirgefi mig tekur Drottinn mig að sér. Vísa mér veg þinn, Drottinn, leiddu mig á beina braut vegna óvina minna. Ofursel mig ekki græðgi hatursmanna minna, falsvitni rísa gegn mér og blása af heift. En ég treysti því að fá að sjá gæsku Drottins á landi lifenda. Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin. AMEN. sálm,27,10-14.


Sálmarnir.

jesus-in-jerusalemEins hef ég beðið Drottin, það eitt þráð ég, að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að horfa á yndisleik Drottins og leita svara í musteri hans. Því að hann geymir mig í skjóli sínu á óheilladeginum, hylur mig í fylgsnum tjalds síns og lyftir mér upp á klett. Nú ber ég höfuðið hátt gagnvart óvinum mínum umhverfis mig, með fögnuði færi ég fórnir í tjaldi hans, syng og leik Drottni. Heyr, Drottinn, ég hrópa hátt, ver mér náðugur og bænheyr mig. Ég minnist þess að þú sagðir: ,,Leitið auglitis míns." Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn. Hyl eigi auglit þitt fyrir mér, vísa þjóni þínum ekki frá þér í reiði, þú, sem hefur hjálpað mér. Hrind mér eigi burt og yfirgef mig eigi, þú Guð hjálpræðis míns. AMEN. sálm,27,4-9.


Sálmarnir.

wood-jesus-and-the-childrenDrottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? þegar illvirkjar þrengja að mér til þess að gleypa mig verða það andstæðingar mínir og óvinir sem hrasa og falla. Þó að her setjist um mig óttast hjarta mitt ekki, þó að stríð brjótist út gegn mér er ég samt öruggur. AMEN. sálm.27,1-3.


Bæn.

ungur-JesúsJesús sagði: ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, og trrúið á mig." Jóh.14:1.

Trúin er fullvíssa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið  að sjá. Heb.11:1


bæn.

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.Sálm 121,2.


Sálmarnir.

13339547_10209880371114597_7539717708612872219_nLát mig ná rétti mínum, Drottinn, því að ég geng fram í ráðvendni,ég treysti Drottni og bifast ekki. Rannsaka mig, Drottinn, og reyn mig, prófa nýru mín og hjarta. því að ég hef gæsku þína fyrir augum og geng í trausti til þín.AMEN.sálm.26,1-3.

Hann,sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8:32.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 207945

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband