Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Sálmarnir.

20210507_172118Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.

Ég leita þín af öllu hjarta,lát mig eigi villast frá boðum þínum. AMEN. sálm 119,9-10.


Sálmarnir.

Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Ég hrósa mér af Drottni, hinirr snauðu skulu heyra það og fagna. Vegsamið Drottin ásamt mér, tignum nafn hans einum hug. Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist. Amen. sálm,34,2-5.


Sálmarnir.

Drottinn, Guð vor, þú bænheyrðir þá, þú reyndist þeim fyrirgefandi Guð en refsaðir þeim fyrir misgjörðir þeirra. Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli því að heilagur er Drottinn, Guð vor. Amen. sálm,99,8-9.


Sálmarnir.

Syngið Drottni nýjan söng því að hann hefur unnið dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og heilagur armur hans. Drottinn kunngjörði hjálpræðin sitt.Hann minntist miskunnar sinnar og trúfesti sinnar við Ísraels hús. Öll endimörk jarðar sáu hjálpræði Guðs vors. Amen sálm,98,1-3.


Sálmarnir.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesusvalentine_1298208Réttlæti og réttvísi eru stoðir hásætis þíns, miskunn og trúfesti þjóna fyrir augliti þínu. Sæl er sú þjóð sem kann að hylla þig, Drottinn, sem gengurví ljóma auglitis þíns, fagnar yfir nafni þínu hvern dag og gleðst yfir réttlæti þínu.Amen.sálm,89,15-17.


Sálmarnir

Nú er frost á FróniDrottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Af munni barna og brjóstmylkinga hefur þú gert þér vígi til varnar gegn andstæðingum þínum, til að stöðva fjandmenn og hefnigjarna. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú gerðir hann litlu minni en Guð, krýndir hann hátiga og heiðri, lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, lagðir allt að fótum hans: sauðfénað allan og uxa og auk þess dýr merkurinnar, fugla himins og fiska hafsins, allt sem fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. amen. sálm,8,2-10.


Sálmarnir.

Englar í ParadísGuð lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. Lát þá hörfa undan sakir smánar sinnar er hrópa háð og spé. En allir sem leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér. þeir er unna hjálpræði þínu skulu sífellt segja: ,,Vegsamaður sé Guð." Amen. sálm,70,2-5.


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband