Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Bæn.

29.5.2014Augu mín mæna ætíð til Drottins, því að hann greiðir fót minn úr snörunni.

Snú þér til mín og líkna mér, því að ég er einmana og hrjáður.

Angist sturlar hjarta mitt, leið mig úr nauðum mínum.

Lít á eymd mína og armæðu og fyrirgef allar syndir mínar.

Lít á, hversu margir óvinir mínir eru, með rangsleitnishatri hata þeir mig.


Hugleiðing.

24.5.2014.,,Hamingjusöm, Glaðvær og frjáls''

Við erum sannfærð um að Guð vilji að við séum hamingjusöm, glaðvær og frjáls. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir það að lífið sé táradalur, þótt lengi væri svo hjá sumum okkar. En það er líka ljóst að það er okkur sjálfum að kenna. Ekki Guði. Reynið því að forðast að búa til vandamál, en ef þau rísa, takið þá á þeim af jákvæðni og lítið á þau sem tækifæri til að sýna mátt Guðs.

Árum saman trúði ég á refsandi Guð og kenndi honum um eymd mína.

Ég hef lært að ég verð að leggja niður vopn sjálfshyggjunnar til að geta tekið upp verkfæri AA-leiðarinnar. Ég streitist ekki á móti AA-leiðinni af því að hún er gjöf, og ég hef aldrei streist á móti því að þiggja gjöf. Ef ég streitist á móti stundum er það af því að ég hangi enn í gömlu hugmyndunum og... árangurinn er enginn.


Hugleiðing.

23.5.2014Andlegt heilbrigði.

Þegar við göfum sigrast á hinum andlega sjúkleika náum við bæði hugarfarslegu og líkamlegu heilbrigði.

Það sem gerir mér svo erfitt að sætta mig við andlegan sjúkleika minn er hrokinn, dulbúinn sem veraldleg velgengni mín og góðar gáfur. Greind og auðmýkt geta hæglega átt samleið, ef ég set auðmýktina í fyrsta sæti. Leitin að völdum og veraldarauði er æðsta markmið margra í heiminim í dag. Það er andlegur sjúkleiki að eltast við stundarfyrirbæri og þykjast vera betri en ég er. Þegar ég kannast við og játa veikleika mína er það skref í átt til andlegs heilbrigðis. Það er merki um andlegt heilbrigði að geta á hverjum degi beðið Guð að upplýsa mig, sýna mér vilja sinn og að ég megi hafa mátt til að framkvæma hann. Andlegt heilbrigði mitt er orðið ljómandi gott þegar ég átti mig á því að eftir því sem líðan mín batnar verður augljósara hvað ég þarf á mikilli hjálp að halda frá öðrum.


Hugleiðing dagsins.

22.5.2014.Fyrsta sporið

Við...(fyrsta orðið í fyrsta sporinu)

Meðan ég drakk komst aðeins eitt að í huga mínum: ég, um mig, frá mér, til mín. Þessi sársaukafulla sjálfsþráhyggja, þessi sjásýki, þessi andlega eigingirni hlekkjaði mig við flöskuna meira en hálfa ævina. Ferðin sem ég lagði upp í til að finna Guð og gera vilja hans einn dag í einu hófst með fyrsta orði fyrsta sporsins: ,,Við.''

Það var kraftur ífjöldanum, styrkur að því að vera hópur, öryggi í að vera svo mörg og það var alkóhólista eins og mér lífsnauðsynlegt að vera einn af mörgum. Ef ég hefði reynt að ná bata á eigin spýtur hefði ég sennilega týnt lífinu. Með Guð og annan alkóhólista mér við hlið hefur líf mitt helgan tilgang, - að vera farvegur fyrir læknandi kærleikskraft Drottins.


Bæn.

7,5.'14Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum. Gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafni þitt. Amen.

Ég veit, að lausnaari minn lifir og hann mun að lokum ganga fram á foldu. Amen.


Bæn.

5.5.2014.Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Amen.

Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir. Amen.


Bæn

akureyri 4.5.'14Jesús sagði: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.'' Amen.

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Amen.

Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Amen.


Bæn.

3.maí 2014Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. Amen.

Ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: ,,Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.'' Amen.


Bæn.

2.maí 2014.

Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við alla þá, sem ákalla Drottinn af hreinu hjarta. Amen.


Bæn.

10172633_621920217876886_5934705972632588311_nGuð faðir á himnum. Lof og þökk sé þér fyrir hvíld næturinnar. Lof og þökk sé þér fyrir nýjan dag. Lof og þökk sé sér fyriralla ást þína, alla gæfu og trúfesti sem ég nýt í lífi mínu. Þú hefur gefið mér svo margt gott, láttu mig einnig þiggja hið erfiða úr hendi þinni. Þú leggur ekki meira á mig en ég fæ borið. Þú lætur allt samverka börnum þínum til góðs. Amen.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband