Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

bæn

angel-love-kiss

Drottinn, lát mig vera verkfæri friðar þíns. Hjálpa mér til að leiða inn kærleika, þar sem hatur ríkir, trú, þar sem efinn ræður, von, þar sem örvæntingin drottnar.

Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem rangsleitni er höfð íframmi, að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir að dreifa ljósi þar sem myrkur grúfir og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.

Meistari, hjálpa mér að kappkosta ekki svo mjög að vera huggaður sem að hugga, ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja, ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska.

Því að það er með því að gefa að vér þiggjum með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið með því að týna lífi voru að vér vinnum það. Það er með því að deyja að vér upprísum til eilífs lífs.

                                   Amen


bæn

angels

Guð - gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þérþegar að eilífðinni kemur.

                                  Amen


sálmarnir

yangels2

Þú hefir veitt hjarta mínu meiri gleði en menn hafa af gnægð korns og vínlagar.  Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.

                     (sálm.4:8-9.)

image002_148

2. Péturs bréf

image002

En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.  Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þa kappkostið að vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.

 2.Péturs bréf.3:13-14.mannakorn í dag 2,3,08


manchester u

manchester_united_1_1600x1200

Fulham....0 manchester u....3


sálmarnir

Angelwdog

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Ég hefi svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði.

Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu.

                   (sálm,119:105.106.107.)


Esekíel

image002

Og ég mun skipa yfir þá einkahirði, hann mun halda þeim til haga,þjón minn Davíð. Hann mun halda þeim til haga og hann mun vera þeim hirðir. Og ég Drottinn, mun vera Guð þeirra, og þjóna minn Davíð mun vera höfðingi meðal þeirra. Ég, Drottinn, hefi talað það.

 Esek.34:23-24.mannakorn í dag 1,3,08.


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 212121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband