Markúsarguðspjall.

Eins er þér vant

Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: ,, Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Jesús sagði við hann: ,,Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja. þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður." Hinn svaraði honum: ,, Meistari alls þessa hef ég gætt frá æsku." Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: ,, Einn er þér vant. Far þú, sel allt sem þú att og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. kom síðan og fylg mér." En hann varð dapur í bragði við við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: ,,Hve torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki." Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú en hann sagði aftur við þá: ,,Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki." En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: ,,Hver getur þá orðið hólpinn?" Jesús horfði á þá og sagði. ,,Menn hafa engin ráð til þessa en Guði er ekkert um megn." Þá sagði Pétur við hann: ,, Við yfirgáfum allt og fylgdum þér." Jesús sagði: ,,Sannlega segi ég ykkur að enginn hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, móður eða föður, börn eða akra vegna mín og fagnaðarerindisins án þess að hann fái hundraðfalt aftur, nú á þessum tíma heimili, bræður og systur, maður, börn og akra, jafnframt ofsóknum, og hinum komanda heimi eilíft líf. En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir." Mark.10:17-31.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 208392

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband