sálmur:

15.03.10

Ég lúinn fer um land og sjó með lekan bát og slitna skó, með ljósið dauft á döprum kveik, í dimmri hríð og þéttum reyk.

Hvert skref er stutt á langri leið þó líði hratt mitt æviskeið og veik er oft á vegi þeim sú von að maður komist heim.

Þá kemur þú sem glæðir glóð og gefur mér þitt nýja ljóð, hinn skæra eld, hið besta blóm, hinn bjarta klið í allt mitt tóm.

Þú nálgast mig sem blíður byr, í brjósti mínu opnast dyr, þú kemur þangað, Kristur, inn og klæðir mig í faðminn þinn.

Þinn andi lifir innst í mér, þitt auga lengra mínu sér.  Við öll mín spor og leiðarlok þú leiðir mig og berð mitt ok.

                                      Svavar A Jónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Við hvaða lag er þessi fallegi sálmur sunginn?

Gróa Hreinsdóttir, 8.11.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

veit ekki  Gróa

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.11.2010 kl. 15:31

3 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

O.k. ég tala bara við Svavar :)

Gróa Hreinsdóttir, 8.11.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 208364

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir