Hann er upp risinn Lúk 24:1-12

En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin sem þær höfðu búið. Þær sáu þá steininum hafði verið velt frá gröfinni og þegar þær stigu inn fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Þær skildu ekkert í þessu en þá brá svo við að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: ,,Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn.  Minnist þess hvernig hann talaði við yður meðan hann var enn í Galíleu. Hann sagði að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur en rísa upp á þriðja degi."  Og þær minntust orða hans, sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar sem voru með þeim.Þær sögðu postulunum frá þessu. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið.AMEN.


Bæn dagsins

Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góð frétt eykur holdi á bein. AMEN.

Orðskviðirnir 15:30

Guð, leyfðu mér að vera boðberi gleðinnar og kærleikans á þessum degi.


Bloggfærslur 8. apríl 2023

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 207968

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.