Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Ávítur frá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. Illvirkinn hyggur á uppreisn en óvæginn sendiboði verður sendur gegn honum. Betra er að mæta birnu sem svipt er húnum sínum en heimskingja í flónsku hans. Launi maður gott með illu víkur ógæfan aldrei frá húsi hans. Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla, láttu hana því niður falla áður en sennan hefst. Amen. 

Orðs:17:10-14


Bæn dagsins...

Ekki hæfa heimskum manni stóryrði og lygin hæfir enn síður göfugum manni. Mútan er sem töfragripur þeim er hana þiggur, hvarvetna kemur hann sínu fram. Sá sem breiðir yfir bresti annars leitar vinfengis en sá sem bregst trúnaði veldur vinaskilnaði. Amen.

Orðs:17:7-9


Bæn dagsins...

Betri er þurr brauðbiti í næði en veisla í húsi fullu af deilum. hygginn þræll mun drottna yfir spilltum syni og taka erfðahlut með bræðrunum. Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið en Drottinn prófar hjörtun. Illmennið ljær illmælginni eyra, lygarinn hlýðir á róginn. Sá sem hæðir fátækling óvirðir skapara hans, sá sem hlakkar yfir ógæfu um svara til saka. Barnabörnin eru kóróna öldunganna og foreldrarnir eru sæmd barnanna. Amen.

Orðs:17:1-6


Bæn dagsins...

Hungur erfiðismannsins knýr hann til til verka því að sulturinn rekur á eftir honum. Varmennið bruggar vélráð, orð hans eru sem brennandi eldur. Vélráður maður kveikir illdeilur og rógberinn  veldur vinaskilnaði. Ofbeldismaðurinn ginnir náunga sinn og leiðir hann í ófæru. Hálflukt augu vitna um ill áform, herptar varir um  unnið ódæði. Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana.  Sá sem er seinn til reiði er betri en kappi og sá sem stjórnar geði sínu er meiri en sá sem vinnur borgir. Í skikkjufellingu eru teningarnir hristir en   Drottinn ræður hvað upp kemur. Amen.

Orðs. 16:26-33


Bæn dagsins...

Vel farnast þeim sem vel rækir erindi sitt og sæll er sá sem treystir Drottni. Hinn vitri leitar ráða spekinga og vel mælt orð eykur fræðslu. Skynsemin er lífslind þeim sem hana á en heimskan er refsing heimskra. Hjarta spekingsins ræður orðum hans og eykur fræðsluna á vörum hans. Vingjarnleg orð eru hunang. sæt fyrir góminn,lækning fyrir beinin. Margur vegur virðist greiðfær en reynist þó heljarslóð. Amen.

Orðs:16:20-25


Bæn dagsins...

Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs? Háttur hreinskilinna er að forðast illt, líf sitt varðveitir sá sem gætir breytni sinnar. Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum.Amen.

Orðs:16:16-19


Bæn dagsins...

Goðsvar er á vörum konungsins, í dómi skeikar honum ekki. Rétt vog og reisla koma frá Drottni en lóðin á vogarskálunum eru hans verk. Ranglætisverk eru konungum andstyggð því að hásætið er reist á réttlæti. Sannleiksorð eru yndi konunga, hinn hreinskilni fellur þeim í geð. Konungsreiði er fyrirboði dauðans en vitur maður sefar hana. Í brosi konungs felst líf og hylli hans er sem regnský á vori.Amen.

Orðs:16:10-15 


Bæn dagsins...

Sérhver hrokagikkur er Drottni andstyggið, vissulega sleppur hann ekki við refsingu. Misgjörðir afplána menn með tryggð og vináttu, að óttast Drottin forðar frá illu. Ef Drottni geðjast breytni manns snýr hann jafnvel óvinum hans til liðs við hann. Betra er lítið með réttu en mikill arður með röngu. Hjarta mannsins velur leið hans en Drottinn stýrir skrefum hans.Amen.

Orðs:16:5-9


Bæn dagsins...

Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi en svar tungunnar kemur frá Drottni. Maðurinn telur alla vegu sína vammlausa en Drottinn reynir ásetning hans. Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. Allt hefur Drottinn skapað í ákveðnum tilgangi, eins hinn rangláta vegna óheilladagsins. Amen.

Orðs:16:1-4


Bæn dagsins...

Sá spillir heimilishögum sínum sem girnist rangfenginn gróða en sá lifir lengi sem hata mútugjafir. Hjarta hins réttláta íhugar hverju svara skuli en munnur ranglátra eys úr sér illsku. Drottinn er fjarlægur ranglátum en bæn réttlátra heyrir hann. Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góð frétt eykur holdi á bein. Sá sem hlýðir á holla umvöndun mun búa meðal hinna vitru. Sá sem hafnar leiðsögn lítilsvirðir sjálfan sig en sá sem hlýðir á umvöndun eykur skynsemi sína. Að óttast Drottin er leiðsögn til visku, hógværð er undanfari sæmdar. Amen.

Orðs:15:27-33


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 212123

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.