Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins

Gjöf greinir þeim veg sem gefur og leiðir hann fram fyrir stórmenni. Sá er fyrst flytur mal sitt virðist hafa á réttu  að standa uns andstæðingurinn vefengir rök  hans. Amen. Orðs:18:16=17


bæn dagsins...

Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér  til hjálpar. Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, Lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. Amen. Sálmar: 70:2=3 


Bæn dagsins...

Svari einhver áður en hann hlustar er það heimska hans og skömm. Kjarkur styrkir menn í sjúkleika en hver fær borið dapurt geð? Hjarta hins hyggna aflar sér  og eyra hinna vitru leitar þekkingar. Amen. Orðs:18;13=15


Bæn dagsins...

Drottinn,  Guð vor, þú bænheyrðir þá, þú reyndist þeim fyrirgefandi Guð en refsaðir þeim fyrir misgjörðir þeirra. Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli því að heilagur er Drottinn,  Guð vor. Amen. Sálmur 99: 8=9


Bæn dagsins...

Auður ríks manns er honum Öflug vigi og okleifur mutveggur að hans   hyggju. Dramb hjartans er undanfari falls, hogværð er undanfari sæmdar. Amen.

 

 

 


Bæn dagsins...

Það er ekki rétt að draga taum hins rangláta og halla rétti hins saklausa í dómi. Orð heimskingjans valda deilum, munnur hans býður höggunum heim. Munnur heimskingjans verður honum að falli og varirnar eru lífi hans snara. Sæt eru orð rógberans, þau ná til innstu fylgsna mannsins. Kærulaus verkmaður er albróðir niðurrifsmannsins. Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er óhultur. Amen.

Orðs:18:5-10


Bæn dagsins...

Sérlyndur maður fer að eigin geðþótta og hafnar hverju hollráði. Heimskinginn keppir ekki að hyggindum heldur að gera skoðanir sínar kunnar. Komi illmennið kemur háðungin einnig og smáninni fylgir skömm. Djúp vötn eru orð af manns munni, lind viskunnar er sem rennandi lækur.Amen.

Orðs:18:1-4


Bæn dagsins...

Hinn meinfýsni öðlast enga gæfu og sá sem fer með lygar ratar í vanda. Það er mæða að geta af sér heimskingja og faðir glópsins fagnar ekki. Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin. Hinn rangláti dregur fram mútur á laun til að halla réttinum. Hygginn maður hefur viskuna fyrir  augum sér en augu heimskingjans rása með himinskautum. Heimskur sonur er föður sínum til ama og angur konunni  sem ól hann. Að refsa saklausum er ekki lofsvert, né heldur að berja á göfugmennum. Hygginn maður er orðvar  og skynsamur maður er fáorður. Jafnvel heimskinginn virðist vitur, þegi hann, og skynsamur, loki hann vörum sínum. Amen.

Or4ðs:17:20-28


Bæn dagsins...

Að sýkna sekan og sakfella saklausan, hvort tveggja er Drottni andstyggð. Hvað stoða peningar í hendi heimskingjans til þess að kaupa speki  þar sem vitið er ekkert? Vinur lætur aldrei af vináttu sinni, í andstreymi reynist hann sem bróðir. Fávís er sá sem handsalar fyrir náunga sinn og gengur í ábyrgð fyrir hann. Sá sem ann þrætum sækir í yfirsjón, sá sem gerir þröskuld sinn háan hnýtur um hann. Amen.

Orðs:17:15-19


Bæn dagsins...

Ávítur frá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. Illvirkinn hyggur á uppreisn en óvæginn sendiboði verður sendur gegn honum. Betra er að mæta birnu sem svipt er húnum sínum en heimskingja í flónsku hans. Launi maður gott með illu víkur ógæfan aldrei frá húsi hans. Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla, láttu hana því niður falla áður en sennan hefst. Amen. 

Orðs:17:10-14


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband