Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...Spekin, vörn gegn illu

Sonur minn, ef þú hlýðir orðum mínum og geymir boðorð mín hjá þér, veitir spekinni athygli þína og hneigir hjarta þitt að hyggindum, já ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim eins og silfri og grefur eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá mun þér lærast  að óttast Drottin og veitast þekking á Guði. Amen.

Orðs:2:5


Bæn dagsins...Spekin prédikar sinnaskipti

Spekin kallar hátt á strætunum og lætur rödd sína gjalla á torgunum. Hún hrópar á glaummiklum gatnamótum, við borgarhliðin hefur hún upp rödd sína: Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísna og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu? Látið skipast við umvöndun mína, ég læt anda minn streyma yfir yður og kunngjöri yður orð mín. En þér færðust undan þegar ég kallaði og enginn gaf því gaum þótt ég rétti út höndina, heldur létuð þér öll mín ráð sem vind um eyru þjóta og skeyttuð ekki um aðfinnslur mínar og því mun ég hlæja að ógæfu yðar og hæða yður þegar ógæfan dynur yfir yður, þegar skelfingin hvolfist yfir yður eins og þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur, þegar neyð og angist dynja yfir yður. Þá munu þeir kalla á mig en ég mun ekki svara, þeir munu leita mín en ekki finna mig. Þeir hötuðust við þekkingu og létu hjá líða að óttast Drottin, þeir sinntu ekki ráðum mínum og smáðu alla umvöndun mína og því skulu þeir fá að neyta ávaxta breytni sinnar og mettast af eigin vélræði. Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim. En sá sem hlýðir á mig mun búa óhultur og öruggur og engri ógæfu kvíða. Amen.

Orðs:1:20-33


Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap

Fætur þeirra eru skjótir til ills og fljótir eru þeir til að úthella blóði. Til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, slíkir menn sitja um eigið líf og leggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að falli. Amen.

Orðs:1:16-19


Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap

Alls kyns dýrgripi eignumst vér og fyllum hús vor ránsfeng. Þú skalt taka jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa." Sonur minn, gakktu ekki á vegi þeirra, haltu fæti þínum frá slóð þeirra.Amen.

Orðs:1:13-15


Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap

Sonur minn, þegar skálkar ginna þig gegndu þeim þá ekki.

Þegar þeir segja: ,,kom með oss. Leggjumst í launsátur til manndrápa, sitjum án tilefnis um saklausa menn, gleypum þá lifandi eins og hel, með húð og hári eins og þá sem eru horfnir til dánarheima. Amen.

Orðsk:1:10-12


Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap

Að óttast Drottin er upphaf þekkingar, afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn. Hlýddu, sonur minn, á áminningar föður þíns og hafnaðu ekki viðvörun móðu8r þinnar, þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn. Amen.

Orðsk:1:7-9

 


Bæn dagsins...Orðskviðirnir. Spekin lofuð

Orðskviðir Salómons Davíðssonar, konungs í Ísrael, til þess að menn nemi visku og leiðsögn og læri að meta orð skynseminnar, til þess að menn hljóti viturlega leiðsögn, réttsýni, sanngirni og heiðarleika, til þess að þeir verði óreyndum til ráðgjafar og veiti unglingum þekkingu og forsjálni, hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni þiggur hollráð, til þess að menn skilji orðskviði og líkingar, orð spekinganna og gátur þeirra. Amen.

Orðsk:1:1-6


Bæn dagsins...Sálmarnir

Minnstu Davíðs, Drottinn, og allra þrauta hans, hans sem sór Drottni eið, hét Hinum volduga Jakobs: ,,Ég vil eigi ganga inn í tjaldhús mitt, ekki stíga upp í hvílu mína, ekki unna augum mínum svefns eða augnalokum mínum blunds fyrr enn ég finn Drottni stað, bústað Hinum volduga Jakobs." 

Sjá, vér heyrðum um hana í Efrata fundum hana á völlunum við Jsar.

Höldum til bústaðar Guðs, föllum fram fyrir fótskör hans. Amen.

Sálm:132:1-7


Bæn dagsins...Sálmarnir

Lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér sem standið í húsi Drottins um nætur.

Lyftið höndum til helgidómsins og lofið Drottin.

Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem skapaði himin og jörð. Amen.

Sálm:134:1-3

          miskunn hans varir að eilífu.


Bæn dagsins...Lúkasarguðspjall

Faðir, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, gef oss hvern dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar syndir enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. 

Og eigi leið þú oss í freistni. amen

Lúk:11:2-4


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

118 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.