Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...Ávinningr spekinnar

Aflaðu þér visku, aflaðu þér hygginda. Gleymdu ekki orðum mínum og víktu ekki frá þeim. Hafnaðu ekki viskunni, hún mun varðveita þig, elskaðu hana og þá mun hún vernda þig. Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygginda. Hafðu hana í hávegum og þá mun hún hefja þig, faðmaðu hana og hún mun verða þér til sæmdar. Hún mun setja unaðslegan sveig á höfuð þér og sæma þig glæstri kórónu." amen.

Orðs:4:5-9


Bæn dagsins...ávinningur spekinnar

Heyrið synir, áminningu föður yðar og hlustið á svo að þér öðlist skilning. Góðan lærdóm veiti ég yður, hafnið ekki tilsögn minni. Þegar ég var sonur í föðurhúsum, viðkvæmt einkabarn móður minnar, þá kenndi  faðir minn mér og sagði við mig: ,,Hjarta þitt haldi fast við orð mín, varðveittu fyrirmæli mín og þá muntu lifa.Amen.

Orðs:4:1-4

 


BNæn dagsins...Leiðin til spekinnar

Þegar þú leggst til hvíldar þarftu ekki að hræðast og sofnir þú verður svefninn vær. Þú þarft hvorki að kvíða felmtrinu né eyðingu hinna ranglátu þegar hún dynur yfir því að Drottinn verður athvarf þitt og varðveitir fót þinn svo að hann verði ekki fanginn. Synjaðu ekki góðs þeim sem þarfnast ef það er á þínu valdi að veita það. Segðu ekki við náunga þinn: ,,Farðu og komdu aftur. Á morgun skal ég gefa þér," ef þú átt það til. Bruggaðu ekki vélræði gegn náunga þínum meðan hann dvelst öruggur hjá þér. Deildu ekki við neinn að ástæðulausu hafi hann ekki gert neitt á hlut þinn. Öfundaðu ekki ofbeldismanninn og sæðstu ekki eftir neinum verkum hans. Því að andstyggð er sá Drottni sem afvega fer en ráðvandir menn eru alúðarvinir hans. Bölvun Drottins er yfir húsi hins rangláta en bústað réttlátra blessar hann. Háðska menn hæðir hann en hógværum veitir hann náð. Vitrir menn hljóta heiður en heimskingjar bera smán býtum. Amen.

Orðs:3:24-35


Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar

Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og sæmd í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar leggja til velfarnaðar. Hún er tré lífsins þeim sem höndla hana og sæll er hver sá er heldur fast í hana. Drottinn grundvallaði jörðina með visku og kom himninum fyrir af speki. Fyrir þekkingu hans mynduðust hafdjúpin og döggin drýpur úr skýjunum. Sonur minn, varðveittu visku og gætni, láttu þær ekki víkja frá augum þínum, þá verða þær sálu þinni til lífs og hálsi þínum til prýði. Þá muntu ganga veg þinn óhultur og ekki hrasa. Amen.

Orðs:3:16-23


Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar

Sonur minn, hafnaðu ekki leiðsögn Drottins og láttu þér ekki gremjast umvöndun hans. Drottinn agar þann sem hann elskar og lætur þann son finna til sem hann hefur mætur á. Sæll er sá maður sem öðlast speki, sá sem hlýtur hyggindi. Því að betra er að afla sér hennar en silfurs og arðurinn af henni er betri en gull. Hún er dýrmætari en perlur, allir dýrgripir þínir jafnast ekki ávið hana.Amen.

Orðs:3:11-15


Bæn Dagsins...Leiðin til spekinnar

Festu þau um háls þér og ritaðu þau á spjald hjarta þíns, þá muntu hljóta hylli og góð hyggindi, jafnt í augum Guðs sem manna. Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar. Þú skalt ekki þykjast vitur en óttast Drottin og forðast illt,það er heilnæmt líkama þínum og hressing beinum þínum. Tignaðu Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þínar, þá verða hlöður þínar fullar og vínberjalögurinn mun flóa úr vínþróm þínum.amen.

Orðs:4-10


Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar

Sonur minn, gleymdu ekki kenningu minni og hjarta þitt varðveiti ráð mín því að langa lífdaga farsæl ár og velgengni munu þau veita þér ríkulega.Kærleikur og tryggð munu aldrei yfirgefa þig. Amen.

Orðs:3:1-3


Bæn dagsins...Spekin, vörn gegn illu

Aðgætnin mun vernda þig og hyggindin varðveita þig til þess að frelsa þig frá vegi hins illa, frá þeim mönnum sem fara með fals, sem hverfa af leið einlægninnar og ganga á vegum myrkursins, sem gamna sér við ódæði og fagna yfir illskuverkum, sem fara hlykkjóttar leiðir og eru komnir á glapstigu í breytni sinni, til að frelsa þig frá léttúðardrós og blíðmælgi hinnar framandi konu sem hefur yfirgefið unnusta æsku sinnar og gleymt sáttmála Guðs síns, húsi hennar hallar til dauðans og brautir hennar liggja niður til framliðinna, þeir sem inn til hennar fara snúa ekki aftur og aldrei ná þeir á lífsins stigu, til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á leið réttlátra. Hinir hreinlyndu munu byggja landið og hinir ráðvöndu verða þar áfram. En hinir ranglátu verða upprættir úr landinu og hinum svikulu verður tortímt. Amen.

Orðs:2:11-22


Bæn dagsins...Spekin,vörn gegn illu

Þá skilur þú einnig hvað réttlæti er, réttur og réttsýni, skilur sérhverja braut hins góða. Speki mun þá koma til hjarta þíns, og þekkingin verða sálu þinni til yndis.Amen.

Orðs:2:9-10


Bæn dagsins...Spekin. vörn gegn illu

Drottinn veitir  speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi. Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna og er skjöldur þeirra sem breyta grandvarlega því að hann vakir yfir stígum réttlætisins og varðveitir veg sinna réttsýnu.Amen.

Orðs:2:6-8


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

119 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 217811

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.