Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Drottinn hefur reist hásæti sitt á himnum og konungdómur hans drottnar yfir alheimi. Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans. Amen.

Sálm:103:19-20


Bæb dagsins...

En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarnanna, þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans. Amen.

Sálm:103:17-18


BBæn dagsins...

Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar.Amen.

Sálm:103:15-16


Bæn dagsins...

Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hann fjarlægt afbrot vor frá oss.Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. Því að hann þykkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold. 

Sálm:103:12-14


Bæn dagsins...

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður. Hann hefur eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðinni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. Amen.

Sálm:103:8-11


Bæn dagsins...

Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt ðllum kúguðum. Hann gerði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín. Amen.

Sálm:103:6-7


Bæn dagsins...

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn. Amen.

Sálm:1033-3-5


Bæn dagsins...

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Amen.

Sálm:103:1-2


Bæn dagsins...

Hann bugaði kraft minn á miðri ævi, fækkaði ævidögum mínum. Ég segi: ,,Guð minn, svipt mér ekki burt á miðri ævi því að ár þín vera frákyni til kyns." Í öndverðu grundvallaðir þú jörðina og himinninn er verk handa þinna; þau munu líða undir lok en þú varir, þau munu fyrnast sem fast, þú leggur þau frá þér sem klæði og þau hverfa en þú ert hinn sami og ár þín fá engan enda. Börn þjóna þinna munu búa óhult og niðjar þeirra standa stöðugir fyrir augliti þínu. Amen.

Sálm:102:24-29


Bæn dagsins...

Drottinn lítur niður frá sinni heilögu hæð, horfir fráhimni til jarðar  til að heyra andvörp bandingja og leysa börn dauðans, til að kunngjöra nafn Drottinsá Síon og lofa hann í Jerúsalem þegar þjóðir safnast þar saman og konungsríki til þjóna Drottni. Amen.

Sálm:102:20-23


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

130 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 217648

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband