Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Skilningssljór höfðingi er harður kúgari en langlífur verður sá sem hatar rangfenginn auð. Sá maður, sem blóðsök hvílir á, er á flótta fram á grafarbakkann, enginn aðstoði hann. Sá sem breytir ráðvandlega mun frelsast en sá fellur í gryfju sem beitir undirferli.

Orðs:28:16-18


Bæn dagsins...

Daufheyrist maður við lögmálinu verður bæn hans andstyggð. Sá sem tælir heiðarlega menn á glapstigu fellur sjálfur í gröf sína en ráðvöndum mun vel farnast. Ríkur maður þykist vitur en snauður maður og hygginn sér við honum. Þegar hinir réttlátu fagna er mikið um dýrðir en þegar vegur ranglátra vex forða menn sér. Sá sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki lánsamur en sá sem játar þær og lætur af þeim hlýtur miskunn. Sæll er sá maður sem ávallt er var um sig en sá sem herðir hjarta sitt fellur í ógæfu.Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er ranglátur drottnari yfir magnlítilli þjóð. AMEN.

Orðs:28:9-15


Bæn dagsins...

Betri er fátækur maður og ráðvandur en ríkur en r´ðikur maður og undirförull. Sá sem varðveitir kenninguna er hygginn sonur en sá sem leggur lag sitt við óhófsmenn gerir föður sínum smán. Sá sem eykur auð sinn með fjárleigu og vöxtum safnar honum handa þeim sem líknar fátækum. AMEN.

Orðs:28:6-8


Bæn dagsins...

Maður sem er fátækur og situr á hlut snauðra er eins og steypiregn sem spillir uppskeru. Þeir sem hafna fræðslu hrósa ranglátum en þeir sem fræðsluna þiggja berjast gegn þeim. Illmenni skilja ekki hvað rétt er en þeir sem leita Drottins skilja allt. Amen.

Orðs:28:3-5


Bæn dagsins...

Hinir ranglátu flýja þótt enginn elti þá en hinir réttlátu eru óttalausir eins og ungt ljón. Þegar uppreisn verður í landinu gerast þar margir höfðingjar en meðal skynsamra og hygginna manna mun góð skipan lengi standa. Amen.

Orðs:28:1-2


Bæn dagsins...

Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningar halda áfram og gjalda þess. Taktu skikkjuna af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, taktu veð af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir framandi konu. Blessi maður náunga sinn snemma morguns með háreysti skal það metið sem formæling. Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona er hvað öðru  líkt, sá er hana stöðvar stöðvar vindinn og heldur á olíu í hægri hendi. Járn brýnir járn og maður brýnir mann. Sá sem gætir fíkjutrés mun njóta ávaxtar þess og sá sem annast húsbónda sinn hlýtur sæmd. Andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum. Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi. Deiglan reynir silfrið og bræðsluofninn gullið en maðurinn er metinn eftir orðstír sínum. Þótt þú steytir heimskingjann í mortéli ásamt korni mun heimska hans ekki skilja við hann. Gefðu nákvæmar gætur að sauðum þínum og annast um hjarðir þínar því að hvorki vara  eignir að eilífu né kóróna frá kyni til kyns. Sé heyið hirt og háin tekin að spretta og hafi jurtum fjallanna verið safnað átt þú lömb þér til klæðnaðar, geithafra til þess að kaupa fyrir akur og nóga geitamjólk þér til færslu, heimili þínu til matar og til viðurværis þernum þínum. AMEN.

Orðs:27:12-27


Bæn dagsins...

Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað  en indælli er vinur en ilmandi viður. Yfirgefðu ekki vin þinn né vin föður þíns og gakktu ekki í hús bróður þíns á óheilladegi þínum. Betri er granni í grennd en bróðir í fjarska. Öðlastu visku, sonur minn, og gleddu hjarta mitt svo að ég geti svarað þeim orði sem smána mig. AMEN.

Orðs:27:9-11


Bæn dagsins...

Hælstu ekki um af morgundeginum því að þú veist ekki hvað dagurinn ber í skauti sínu. Láttu aðra hrósa þér, ekki þinn eigin mann,annarra varir, ekki þínar eigin. Steinar eru þungir og sandurinn sígur í en gremja afglapans er þyngri en hvort tveggja. Heiftin er grimm og reiðin er svæsin en hver fær staðist öfundina? Betri eru átölur í hreinskilni en ást sem leynt er. Vel meint eru vinar sárin en viðbjóðslegir fjandmanna kossar. Saddur maður treður hunang undir fótum en hungruðum manni er remman sæt. Eins og fugl, floginn úr hreiðri, svo er maður sem flúinn er af heimili sínu. AMEN.

Orðs:27:1-8


Bæn dagsins...

Með vörum sínum gerir hatursmaðurinn sér upp vinalæti en í hjarta sínu hyggur hann á svik. Þó að hann mæli fagurt, þá trúðu honum ekki því að sjö andstyggðir búa í hjarta hans. Þótt hatrið hylji sig hræsni, þá verður illska þess opinber í söfnuðinum. Sá sem grefur gröf fellur í hana og steinninn fellur aftur í fang þeim er veltir honum. Lygin tunga hatar þá sem hún hefur unnið mein og smjaðuryrði leiða til glötunar. AMEN.

Orðs:26:24-28


Bæn dagsins...

Þegar eldsneytið þrýtur slokknar eldurinn og þegar enginn er rógberinn stöðvast deilurnar. Eins og kol þarf til glóða og við til elds, eins þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur. Orð rógberans eru eins og sælgæti, þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans. Sem sorasilfur utan af leirbroti, svo eru eldheitir kossar og illt hjarta. AMEN.

Orðs:26:20-23


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212100

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband