Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

En ég fæ að ganga í hús þitt fyrir mikla miskunn þína, fæ að falla fram fyrir þínu heilaga musteri í ótta frammi fyrir þér. Amen.

Sálm:5:8.


Bæn dagsins...

Lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér sem standið í húsi Drottins um nætur. Lyftið höndum til helgidómsins og lofið Drottin. Drottinn blessi þig frá Síon, Hann sem skapaði himin og jörð. Amen.

Sálm:134:1-3


Bæn dagsins...

Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Amen.

Sálm:53:3


Bæn dagsins...

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttláta ákvæði. Amen.

Sálm:119:105-106


Bæn dagsins...

Guðs ríki í nánd

Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum kom Jesús til Galíleu, prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: ,,Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Takið sinnaskiptum og trúið fagnaðarerindinu." Amen.

Markús:1:14-15

Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki. Amen.

Matt:5:3

 

 


Bæn dagsins...Tóbítsbók

Trúfesti Tóbíts við trú feðranna

Ég var sá eini sem hélt oft til Jerúsalem á hátíðum en það bjóða eilíf fyrirmæli ritninganna öllum Ísrael. Til Jerúsalem hafði ég með mér frumgróða uppskerunnar og hjarðarinnar, tíund búfjárins og fyrstu ullina af ánum. Þetta afhenti ég prestunum af Arons ætt til fórnar á altarinu. En tíund af korni, víni, ólífuolíu,  granateplum og fíkjum og öðrum ávöxtum afhenti ég Levítunum sem þjónuðu Guði í Jerúsalem. Aðra tíund þess seldi ég ár hvert að frátöldu hinu sjöunda og fór árlega til Jerúsalem og varði fénu þar. Þriðja hvert ár gaf ég það fé munaðarlausum, ekkjum og þeim sem gengið höfðu trú Gyðinga á hönd. Neyttum við máltíðar samkvæmt fyrirmælum þar um í lögmáli Móse og boðorðunum sem Debóra móðir Ananíels afa míns, lagði mér á hjarta en við fráfall föður míns hafði ég orðið munaðarlaus. Amen.

Tóbítsbók:1:6-8


Bæn dagsins:Tóbítsbók.

Bók þessi segir sögu Tóbíts Tóbíelssonar. Tóbíel faðir hans var sonur Ananíels Adúelssonar sem var sonur Gabaels Rafaelssonar Ragúelssnar. Hann var niðji Asíels af ættkvísl Naftalí. Á tímum Salmanesers Assýríukonungs var Tóbít tekinn herfangií Tísbe sem er suður af Kedes í Naftalí í EfriGalíleu. Er tísbe gegnt Hasór og handan vesturvegarins norðan Fogor.

Æskuár Tóbíts

Ég Tóbít, gekk á vegi sannleikans, iðkaði réttlæti alla ævidaga mína og gerði margt góðverk bræðrum mínum og löndum sem herleiddir voru eins og ég til Níníve í Assýríu. Er ég var ungur maður og var heima í átthögum mínum í Ísrael hafði öll ætt Naftalí forföður míns gerst fráhverf konungsætt Davíðs og Jerúsalem. Sú borg var útvalin af öllum ættkvíslum Ísraels til þess að þær skyldu færa fórnir á þeim stað. Þar var musterið reist sem var byggt og helgað Guði og standa skyldi að eilífu. Allir bræður mínir og ætt Naftalí forföður míns færðu kálfinum fórnir. Jeróbóam Ísraelskonungur hafði látið reisa hann í Dan og á öllum fjöllum í Galíleu. Amen.

Tóbítsbók:1:1-5

 

 


Bæn dagsins...

Styð mig, að ég megi frelsast og ætíð gefa gaum að lögum þínum. Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum því að svik þeirra eru til einskis. Þú metur sem sorp alla óguðlega, þess vegna elska ég fyrirmæli þín.  Ég nötra af hræðslu við þig og skelfist dóma þína. Amen.

Sálm:119.117-120


Bæn dagsins...

Ég hef iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Tryggðu þjóni þínum velfarnað, lát eigi ofstopamennina kúga mig Augu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni og réttlátu fyrirheiti þínu. Amen.

Sálm:119:121-123


Bæn dagsins...

Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Ég hrósa mér af Drottni, hinir snauðu skulu heyra það og fagna.Amen.

Sálm:34:2-3


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

271 dagur til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband