Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Hann kunngjörði þjóð sinni mátt verka sinna með því að gefa henni erfðahlut annarra þjóða. Hann er trúr og réttlátur í öllum verkum sínum, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, standa óhagganleg um aldur og ævi, framkvæmd í trúfesti og réttvísi. Amen.

Sálm:111:6-8


Bæn dagsins...

Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. Hann hefur látið minnast dásemdarverka sinna, náðugur og miskunnsamur er Drottinn, hann gaf þeim fæðu er óttast hann, minnist sáttmála síns ævinlega. Amen.

Sálm:111:1-5


Bæn dagsins...

Drottinn er þér til hægri handar, hann knosar konunga á degi reiði sinnar. Hann heldur dóm meðal þjóðanna, fyllir allt líkum, knosar höfðingja um víðan vang. Á leiðinni drekkur hann úr læknum, þess vegna ber hann höfuðið hátt. Amen.

Sálm:110:5-7


Bæn dagsins...

Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn. Á helgum fjöllum fæddi ég þig eins og dögg úr skauti morgunroðans. Drottinn hefur svarið og hann iðrar þess: ,,þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks." Amen.

Sálm:110:3-4


Bæn dagsins...

Svo sagir Drottinn við herra minn: ,,Set þig mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem skör fóta þinna." Drottinn réttir úr þinn volduga sprota frá Síon. Drottinn þú meðal óvina þinna. Amen.

Sálm:110:1-2


Bæn dagsins...

Andstæðingar mínir íklæðist svívirðing, sveipi sig skömminni eins og skikkju, Ég vil lofa Drottin með munni mínum, í fjölmenni vegsama ég hann því að hann stendur við hlið hins snauða til að hjálpa honum gegn þeim sem sakfella hann. Amen.

Sálm:109:29-31


Bæn dagsins...

Hjálpa mér, Drottinn, Guð minn, bjarga mér eftir miskunn þinni, að þeir megi komast að raun um að það var þín hönd, að það varst þú, Drottinn, sem gerðir það. Bölvi þeir, blessar þú, rísi þeir gegn mér verði þeir til skammar en þjónn þinn gleðjist. Amen.

Sálm:109:26-28


Bæn dagsins...

Ég hverf sem skugginn er degi hallar, ég er flæmdur burt eins og engispretta, hné mín skjögra af föstu og hold mitt skortir feiti. Ég er orðinn mönnum að spotti, þeir hrista höfuðið þegar þeir sjá mig. Amen.

Sálm:109:23-25


Bæn dagsins...

Þetta séu laun hatursmanna minna frá Drottni, þeirra sem sífellt rægja mig. En þú Drottinn, Guð minn, breyt vel við mig sakir nafns þíns, frelsa mig saki gæsku þinnar og miskunnar því að ég er hrjáður og snauður, hjartað berst í brjósti mér. Amen.

Sálm:109:20-22


Bæn dagsins...

Hann hafði ánægju af bölbænum, þær bitni á honum sjálfum, blessun gladdi hann ekki, hún sé honum fjarri. Hann íklæddist bölvuninni sem kufli, hún þrengi sér í innyfli hans sem vatn og í bein hans sem olía, hún verði honum skikkja sem hylur hann, belti er hann sífellt gyrðist. Amen.

Sálm:109:17-19


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

89 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 218305

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.