Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Hann hastaði á Sefhafið og það þornaði, leiddi þá yfir djúpin eins og um eyðimörk. Hann bjargaði þeim úr greipum hatursmanna þeirra, leysti þá úr óvinahöndum. Vötnin huldu ofsækjendur þeirra, enginn þeirra komst undan. Þá treystu þeir orðum hans og sungu honum lof. Amen. Sálm: 106:9-12


Bæn dagsins...

Vér höfum syndgað eins og feður vorir, höfum breytt illa og óguðlega. Feður vorir í Egyptalandi gáfu ekki gaum að undrum þínum, minntust ekki mikillar miskunnar þinnar en risu gegn Hinum hæsta við Sefhafið. Hann bjargaði þeim vegna nafns síns til að kunngjöra mátt sinn. Amen.

Sálm:106:6-8


Bæn dagsins...

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.

Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans? Sælir eru þeir sem gæta réttarins, sem iðka réttlæti alla tíma. Minnstu mín, Drottinn, er þú miskunnar lýð þínum, vitja mín með hjálpræði þínu. Lát mig sjá heill þinna útvöldu, gleðjast með þjóð þinni og fagna með eignarlýð þínum. Amen.

Sálm 106:1-5


Bæn dagsins...

Hann klauf klett og vatn vall fram, rann sem fljót um skrælnað land. Það sem hann minntist síns heilaga heits við Abraham þjón sinn leiddi hann lýð sinn með gleði, sína útvöldu með fögnuði. Hann gaf þeim lönd annarra þjóða, þeir eignuðust ávöxt af erfiði þjóðanna svo að þeir héldu lög hans og varðveittu boðorð hans. Hallelúja. Amen.

Sálm:105:41-45

 


Bæn dagsins...

Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli og enginn af ættbálkum hans hrasaði. Egyptar glöddust yfir brottför þeirra því að ótti var kominn yfir þá. Hann bræddi út ský sem hlíf og eld til að lýsa um nætur. Þeir báðu, þá sendi hann lynghænsn og mettaði þá með brauði af himni. Amen.

Sálm:105:37-40


Bæn dagsins...

Hann bauð og engisprettur komu, lirfur sem ekki varð tölu á komið, sem átu allar jurtir í landi þeirra, allan ávöxt á ökrum þeirra. Hann laust alla frumburði í landi þeirra til bana, frumgróða karlmennsku þeirra. Amen.

Sálm:105:34-36


Bæn dagsins...

Hann bauð og þá komu flugur, mývargur um allt land þeirra. Hann sendi hagl fyrir regn, logandi eld yfir land þeirra, sló niður vínvið þeirra og fíkjutré og braut niður trén í landi þeirra. Amen.

Sálm:105:31:33


Bæn dagsins...

Hann sendi sorta og myrkvaði landið en þeir þrjóskuðust gegn boðum hans. Hann breytti vötnum þeirra í blóð og drap fiska þeirra, land þeirra varð kvikt af froskum alla leið inn í herbergi konungs. Amen.

Sálm:105:28-30


Bæn dagsins...

Ísrael kom til Egyptalands, Jakob varð gestur í landi Kams. Drottinn jók stórum frjósemi lýðs síns, gerði hann fjölmennari en fjandmenn hans. Hann sneri hjarta Egypta til haturs á lýð sínum, til lævísi gegn þjónum sínum. Hann sendi Móse, þjón sinn, og Aron sem hann hafði valið sér. Þeir gerðu tákn hans í Egyptalandi og undur í landi Kams. Amen.

Sálm:105:23-27


Bæn dagsins...

Jósep var seldur þræll. þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls hans í járn þar til orð hans rættust og orð Drottins sönnuðu mál hans. Konungur sendi boð og lét leysa hann, drottnari þjóðanna leysti fjötra hans, gerði hann herra húss síns og stjórnanda allra eigna sinna svo að hann gæti leiðbeint hirðmönnum að vild og kennt öldungum hans speki. Amen.

Sálm:105:18-22


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

134 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 217579

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.