Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

6.1.´14.

Bæn dagsins:

Ég bið að mér takist að meðtaka og sætta mig við ögun, sem mér er nauðsynleg. Ég bið, að ég verði fær um að meðtaka styrk Guðs í lífi mínu.

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.'' Matt.9:37-38.


Bæn.

5.1.´14.

Bæn dagsins:

Ég bið um innri frið, ofar öllum skilnigi. Ég bið um hugarró, sem veröldin getur hvorki né látið í té.

Hlálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm.121:2.


Bæn.

4.1.´13

Bæn dagsins:

Ég bið að ég fari ekki að reyna að bera byrðar alheimsins á herðum mér. Ég bið að ég axli með ánægju það sem mér ber á degi hverjum.

Svo mælti Drottinn: Nemið staðar vð vegina og lítist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jer.6:16.


Bæn.

3.1.´13

Bæn dagsins:

Ég bið að mér verði kennt eins og barni. Ég bið að mér auðnist að efast aldrei um vilja Guðs, heldur lúti honum með gleði.

Óttist aðeins Drottin og þjónið honum trúlega af öllu hjarta yðar, því sjáið, hversu mikið hann hefir fyrir yður gjört. 1.Sam.12:24.


Bæn.

 2.1.´14.

Bæn dagsins:

Ég bið að mér gefist skilningur á því að fortíðin er að baki. Ég bið að mér auðnist að horfa mót hverjum nýjum degi, næsta sólarhring, vongóður og hugrakkur.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans. Róm.8:1-2.

 


Bæn.

1.1.´14.

Bæn dagsins:

Ég bið að Guð leiði mig einn dag í einu á nýja árinu. Ég bið að Guð veiti mér þá visku og þann styrk, sem ég þarf hvern dag.

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! Jes.55:6.


2014.

1.janúar 2014.Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla

þetta verður flott og gott ár 2014

kær kveðja Gulli Dóri.


ári.

2013-2014.Þakka fyrir ári sem er á líða og þakka öllum sem hafa komi á síðuna mína

 Kær kveðja Gulli Dóri


Bæn.

31 12 ´13.Bæn dagsins:

Ég bið að að ég beri með þér það sem gott er inn í komandi ár. Ég bið að ég haldi áfram göngu minni í trú, bæn og von.

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. Orðskv.16:3.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sálm.119:9.


Bæn.

anna-gulliBæn dagsins:

Ég bið að ég komi ekki tómhentur til endaloka lífs míns. Ég bið að ég lifi þannig að ég verði ekki hræddur við að deyja.

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín og gleym eigi öllum velgjörðum hans. Sálm.103:1-2.

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann  heyri ekki. Jes 59:1.

Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir. Jóh.8:36.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 217193

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband