Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

orð í dag

26.02.10

Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir,  heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns en dvelja í tjöldum óguðlegra.Sálm.84:11.

18 Júní 2009.
Amen

orð í dag

25.02.10.

Hlýð þú föður þínum, sem hefir getið þig,   og fyrirlit ekki móður þína, þótt hún sé orðin gömul. Orðskv. 23:22.

Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Post. 5:29.

22 nov 09
Amen
                                                            

orð í dag.

24.02.10.

Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim.Lúk.24:15

Meinin manna

Þú sem þekkir meinin manna, blessa alla sem líður illa, alla sem syrgja, alla sem sakna, alla þá sem eru án vonar, trúar og kærleika, lýstu þeim og lækna þau í Jesú nafni. Amen.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því, er ég hræddist. Sálm.34:5.

27.3.2009
Amen


orð í dag

23.02.10

En nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig, Jakobsætt, og myndaði þig, Ísrael:  Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.   Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér. Jes.43:1-2.

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Róm.8:31.

c_documents_and_settings_jpm_my_documents_my_pictures_krusa_439513
Amen


orð í dag

17 02 10

Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni.  Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann,  og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim. Sálm.145:18 - 19.

Anna+Gulli
                          Amen

orð í dag

15.02 10

Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.¨  Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. Sálm.46:11- 12.

Framar ber að hlýða Guði en mönnum. post.5:29.

2 des 09
Amen

orð í dag.

14 02 2010

Guð fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. Sálm.103:3.

því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til að hver sem á hann trúir hafi líf. því ekki sendi ' hann soninn til að dæma þennan heim, heldur til að heimur frelsist fyrir hann.

og sá sonur nefnist Jesús og hann býr og er með oss, hann miskunnar sig yfir alla menn. því hans kærleikur er mikill og náðarverkin  stór, en til eru þeir menn sem hæða hann.

Ef Jesús fær að ráða vegi þínum hér á jörð, þá mun hann rétt þig leiða, mundu það.  Já hann er beti vinur sem þú eignast getur hér, því hann gaf sitt líf á krossi fyrir þig.

KÓR:

:/: já hann er besti vinur sem þú eignast getur hér, því hann gaf sitt líf á krossi fyrir þig. :/:

01.01.10.
Amen

 


Orð í dag.

08.02.10

Sú hryggð, sem er Guði að skapi, vekur afturhvarf til hjálpræðis, sem engan iðrar, en hryggð heimsins veldur dauða. 2.kor.7:10.

Allt megna ég fyrir Jesús
Amen

Orð í dag.

7.2.2010

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.matt.5:7.

Innra með mér er kraftmikill hæfileiki til að orsaka breytingar og ég leysi þennan kraft út er ég bið einlæglega í dag. Ég virkja þennan kraft til að breyta neikvæðum kringumstæðum í lífi mínu. Amen

                                             Bæn

Kæri faðir, ég þakka þér fyrir að kenna mér í dag hvernig ég eigi að meðtaka bænarsvör er ég bið. Er ég bið núna, gleðst ég stórum vegna þess að ég veit að ég hef nú þegar fengið bænarsvör við mínum bænarefnum. í Jesú nafni Amen.

                                            Bæn

Kæri Himneski Faðir, ég þakka þér fyrir þína Guðlegu leiðbeiningu í lífi mínu. Þakka þér fyrir bænasvörin og öll kraftaverkin sem ég hef fengið að reyna í lífi mínu, í Jesú nafni Amen.


Orð í dag

01 02 10

Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull.  Þá mun sól þín ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda.Jesaja 60: 19, 20.

1.Ágúst 2009
Amen

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

91 dagur til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 218274

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.