Bæn dagsins

Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonarfjall, það bifast eigi, stendur að eilífu. Eins og fjöllin umlykja Jerúsalem umlykur Drottinn lýð sinn  héðan í frá og að eilífu. Amen.

Sálm:125:1-2


Bæn dagsins

Lífi voru var bjargað eins og fugli úr snöru fuglarans. Snaran brast og vér björguðumst.Hjálp vor er í nafni Drottins, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:124:7-8


Bæn dagsins

Þá hefðu vötnin streymt yfir oss, elfur flætt yfir oss, þá hefði beljandi vatnsflaumur gengið yfir oss. Lofaður sé Drottinn er ofurseldi oss ekki tönnum þeirra að bráð.Amen.

Sálm:124:4-6


Bæn dagsins

Ef Drottinn hefði ekki verið með oss, - skal - skal Ísrael segja - hefði Drottinn ekki verið með oss þegar menn risu í móti oss hefðu þeir gleypt oss lifandi þegar heift þeirra bálaðist gegn oss. Amen.

Sálm:124:1-3


Bæn dagsins

Líkna oss, Drottinn, líkna oss því að vér höfum fengið meira en nóg af spotti, vér höfum fengið meira en nóg af háði hrokafullra, af spotti dramblátra. Amen.

Sálm:123:3-4


Bæn dagsins

Til þín hef ég augu mín, þú sem situr á himnum. Eins og þjónar mæna á hönd húsbænda sinna og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar horfa augu vor til Drottins Guðs vors uns hann líknar oss. Amen.

Sálm:123:1-2


Bæn dagsins

Biðjið jerúsalem friðar, að þeir sem elska þig megi búa óhultir. Friður sé innan múra þinna, heill í þínum Sakir bræðra minna og vina óska ég þér friðar. Sakir húss Drottins, Guðs vors, vil ég leita þér hella. Amen.

sálm:122:6-9


Bæn dagsins

Það er regla í Ísrael að syngja nafni Drottins lof. Þar standa hásæti dómsins, hásæti Davíðs ættar. Amen.

Sálm:122:4-5


Bæn dagsins

Ég verð glaður er menn sögðu við mig: ,,Göngum í hús Drottinn." Fætur vorir standa í hliðum þínum, Jerúsalem. Jerúsalem, þú rammgerða borg, þéttbyggð og traust, þangað sem ættbálkarnir halda, ættbálkar Drottins. Amen.

Sálm:122:1-4


Bæn dagsins

Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.Amen.

Sálm:121:3-4


Bæn dagsins

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar Amen.

Sálm:121:1-


Bæn dagsins

Ég ákalla Drottin í nauðum mínum og hann bænheyrir mig. Drottinn, bjarga mér frá ljúgandi vörum og tælandi tungum Hvernig mun hann hegna þér, hvað láta koma yfir þig, svikula tunga? Hvesstar örvar hermanna ásamt glóandi kolum. Vei mér því að ég dvelst í Mesek, verð að búa hjá tjaldbúðum Kedars. Of lengi hef ég búið hjá þeim er friðinn hata. þegar ég tala um frið vilja þeir ófrið. Amen.

Sálm:120:1-7


Bæn dagsins

Hönd þín veiti mér lið því að ég kaus fyrirmæli þín. Ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn, og lögmál þitt er unun mín. Gef mér að lifa að ég lofi þig og reglur þínar veiti mér lið. Ég villist eins og týndur sauður, leita þú þjóns þíns því að ég hef ekki gleymt boðum þínum. Amen.

Sálm:119:173:176


Bæn dagsins

grátbeiðni mín komi fyrir auglit þitt, frelsa mig eins og þú hefur heitið. Lofsöngur streymi af vörum mínum því að þú kennir mér lög þín, tunga mín syngi orði þínu lof því að öll boð þín eru réttlát. Amen.

Sálm:119:170-172


Bæn dagsins

Ég held boð þín og fyrirmæli og allir vegir mínir eru þér kunnir. Hróp mitt nálgist auglit þitt, Drottinn, veit mér skilning samkvæmt orði þínu .Amen.

Sálm:119:168-169


Bæn dagsins

Ég vænti hjálpræðis þíns, Drottinn, og fer að boðum þínum. Ég fylgi fyrirmælum þínum og elska þau mjög. Amen.

Sálm:119:166-167


Bæn dagsins

Sjö sinnum á dag lofa ég þig fyrir réttlát ákvæði þín. Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.Amen.

Sálm:119:164-165.


Bæn dalsins

Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta.Amen.

Sálm:23:1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bæn dagsins

Höfðingjar ofsækja mig að tilefnislausu en hjarta mitt óttast orð þitt. Ég gleðst yfir fyrirheiti þínu eins og sá er fær mikið herfang. Lygi hata ég og fyrirlít en lögmál þitt elska ég. Amen.

Sálm:119:161-163.


Bæn dagsins

Ég sé trúrofana og kenni viðbjóðs: þeir varðveita eigi orð þitt. Sjá, hve ég elska fyrirmæli þín, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir miskunn þinni. Sérhvert orð þitt er satt og réttlætisákvæði þín vera að eilífu.amen.

Sálm:119:158-16:


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

229 dagar til jóla

Jan. 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 208189

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband