Bæn dagsins

Þótt faðir minn og móðir yfirgefi mig tekur Drottinn mig að sér. Vísa mér veg þinn, Drottinn, leiddu mig  á beina braut vegna óvina minna.Amen.

sálm 27:10-11


Bæn dagsins

Hyl eigi auglit þitt fyrir mér, vísa þjóni þínum ekki frá þér í reiði, þú, sem hefur hjálpað mér. Hrind mér eigi burt og yfirgef mig eigi, þú Guð hjálpræðis míns. AMEN.

sálm 27:9


Bæn Dagsins

Heyr, Drottinn, ég hrópa hátt, ver mér náðugur og bænheyr mig.Ég minnist þess að þú sagðir: ,,Leitið auglitis míns."Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn.

sálm:27:7-8


Bæn dagsins

Nú ber ég höfuðið hátt gagnvart óvinum mínum umhverfis mig, með fögnuði færi ég fórnir í tjaldi hans, syng og leik Drottni. AMEN

Sálm 27:6

 


Bæn dagsins

Því að hann geymir mig í skjóli sínu á óheilladeginum, hylur mig í fylgsnum tjalds síns og lyftir mér upp á klett. AMEN.

sálm 27:5


Bæn dagsins

Eins hef ég beðið Drottin, það eitt þrái ég, að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að horfa á yndisleik  Drottins og leita svara í musteri hans.

Sálm 27:4


Bæn dagsins

Ég tek mér ekki sæti hjá lygurum og umgengst ekki fláráða, ég hata söfnuð illvirkja og sit ekki hjá óguðlegum. Ég þvæ hendur mínar í sakleysi og geng í kringum altari þitt, Drottinn, til að láta lofsöng hljóma og segja frá öllum máttarverkum þínum.

Sálm 26:4-7


Bæn dagsins

Lát mig ná rétti mínum, Drottinn, því að ég geng fram í ráðvendni, ég treysti Drottni og bifast ekki. Rannsaka mig, Drottinn, og reyn mig. prófa nýru mín og hjarta. Því að ég hef gæsku þína fyrir augum og geng í trausti til þín.AMEN.

Sálm 26:1-3


BænDagsins

Lít á neyð mína og eymd og fyrirgef allar syndir mínar. Sjá, hve fjandmenn mínir eru margir, þeir hata mig ákaft. Varðveit líf mitt og frelsa mig, lát mig ekki verða til skammar því að hjá þér leita ég hælis. Heilindi og ráðvendni verndi mig því að á  þig vona ég. Guð,frelsa Ísrael úr öllum nauðum hans. AMEN.

Sálm 25:18-22


Bæn dagsins

Drottinn sýnir þeim trúnað sem óttast hann og gerir þeim sáttmála sinn kunnan. Ég beini augum sífellt til Drottins því að hann leysir fætur mína úr snörunni. Snú þér til mín og ver mér náðugur því að ég er einmana og beygður. Frelsa mig frá kvíða hjarta míns, leið mig úr nauðum. Amen. 

Sálm 25:14-17


Bæn dagsins

Hverjum þeim sem óttast Drottin vísar hann veginn sem hann skal velja. Sjálfur mun hann búa við hamingju og niðjar hans mund erfa landið. AMEN.

Sálm 25:12-13.


Bæn dagsins

Hann leiðir hógværa á vegi réttlætisins og vísar auðmjúkum veg sinn. Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. Vegna nafns þíns, Drottinn, fyrirgef mér sekt mína þó að hún sé mikil. AMEN.

Sálm 25:9-11


Bæn Dagsins

Minnst þú ekki æskusynda minna og afbrota, minnstu mín í elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn. Góður og réttlátur er Drottinn, þess vegna vísar hann syndurum veginn. AMEN.

Sálm 25:7-8


Bæn dagsins

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig. Minnst þú, Drottinn, miskunnar þinnar og gæsku sem er frá eilífð. AMEN.

Sálm 25:5-6


Bæn dagsins

Ég er eins og vatn sem hellt er út, öll bein mín gliðnuð í sundur, hjarta mitt er sem vax, bráðnað í brjósti mér.

Sálm 22:15


Bæn dagsins

Vér eigi fjarri mér því að neyðin er nærri og enginn hjálpar. Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig, sem bráðsólgið, öskrandi ljón. Amen. 

Sálm 22:12-14


Bæn dagsins

Þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar. Til þín var mér varpað úr móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn.AMEN.

Sálm 22:10-11


Bæn dagsins

Megi hann lifa og hljóti hann gull frá Saba, sífellt biðji menn fyrir honum og blessi hann liðlangan daginn. AMEN.

Sálm 72:15


Bæn Dagsins

En ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína, þú leiðir mig eftir ályktun þinni og síðan munt þú taka við mér í dýrð. AMEN.

Sálm 73:23-24


Bæn dagsins

Það sem vér áður heyrðum höfum vér nú séð í borg Drottins hersveitanna, borg Guðs vors. Guð lætur hana standa að eilífu. Vér ígrundum, Guð, elsku þína í musteri þínu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

92 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 11
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 218258

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband