Bæn dagsins

Sjö sinnum á dag lofa ég þig fyrir réttlát ákvæði þín. Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.Amen.

Sálm:119:164-165.


Bæn dalsins

Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta.Amen.

Sálm:23:1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bæn dagsins

Höfðingjar ofsækja mig að tilefnislausu en hjarta mitt óttast orð þitt. Ég gleðst yfir fyrirheiti þínu eins og sá er fær mikið herfang. Lygi hata ég og fyrirlít en lögmál þitt elska ég. Amen.

Sálm:119:161-163.


Bæn dagsins

Ég sé trúrofana og kenni viðbjóðs: þeir varðveita eigi orð þitt. Sjá, hve ég elska fyrirmæli þín, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir miskunn þinni. Sérhvert orð þitt er satt og réttlætisákvæði þín vera að eilífu.amen.

Sálm:119:158-16:


Bæn dagsins

Mikil er miskunn þín, Drottinn. lát mig lífi halda eftir ákvæðum þínum. Margir ofsækja mig og þrengja að mér, ég hef ekki vikið frá fyrirmælum þínum. Amen.

Sálm:119:156-157


Bæn dagsins

Sjá eymd mína og frelsa mig því að ég hef eigi gleymt lögmáli þínu. Flyt þú mál mitt og bjarga mér, lát mig lífi halda samkvæmt fyrirheiti þínu. Hjálpræðið er fjarri óguðlegum því að þeir leita eigi fyrirmæla þinna. Amen

Sálm:119:153-155


Bæn dagsins

Fyrr  en vakan hefst eru augu mín vökul og ég íhuga orð þitt. Hlýð á raust mína eftir miskunn þinni, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir ákvæðum þínum. Fláráðir ofsækjendur mínir eru nærri, þeir eru fjarri lögmáli þínu. Þú ert nálægur, Drottinn, og öll boð þín eru sannleikur. Fyrir löngu hef ég vitað um reglur þínar, þú settir þær, að þær giltu um eilífð. Amen.

Sálm:119:148-152


Bæn dagsins

Ég ákalla þig, hjálpa þú mér, að ég megi varðveita fyrirmæli þín. Ég er á ferli fyrir dögun, hrópa og bíð orða þinna. Amen.

Sálm:119:146-147


Bæn dagsins

Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið, boð þín eru unun mín. Fyrirmæli þín eru rétt um eilífð, veit mér skilning svo að ég megi lifa. Ég hrópa af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn, ég vil halda lög þín. Amen.

Sálm:119:143-145


Bæn dagsins

Ákafi minn tærir mig því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum. Orð þitt er hreint og tært og þjónn þinn elskar það. Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en fyrirmælum þínum hef ég eigi gleymt. Réttlæti þitt er eilíft réttlæti og lögmál þitt sannleikur. Amen.

Sálm:119:139-142


Bæn Dagsins

Réttlátur ert þú, Drottinn, og réttmætir ert dómar þínir. Þú hefur sett lög þín af réttlæti og mikilli trúfesti. Amen.

Sálm:119:137-138


Bæn dagsins

Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín. Augu mín flóa í tárum af því að menn varðveita eigi lögmál þitt.Amen.

Sálm:119:135-136


Bæn dagsins

Ger skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér. Leys mig undan kúgun manna, að ég megi halda fyrirmæli þín.Amen.

Sálm:119:133-134

 


Bæn dagsins

Undursamleg eru fyrirmæli þín, þess vegna held ég þau. Þegar orð þín ljúkast upp ljóma þau og gera fávísa vitra. Ég opna munn minn af áfergju því að ég þrái boð þín. Snú þér til mín og ver mér náðugur eins og þeim er ætlað sem elska nafn þitt. Amen.

Sálm:119:129-132


Bæn dagsins

Ég er þjónn þinn, veit mér skilning til að þekkja reglur þínar. Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmál þitt. Þess vegna elska ég boð þín meira en gull, já skíragull. Þess vegna fylgi ég öllum fyrirmælum þínum af kostgæfni og hata sérhvern lygaveg. Amen.

Sálm:119:125-128


Gleðilegt nýtt ár 2024

IMG_1704067178968 Hann rétti út hönd sína frá himni og greip mig, dró mig upp úr vötnunum djúpu, bjargaði mér undan hinum öfluga fjandmanni, undan hatursmönnum mínum sem voru mér máttugri. Amen.

Sálm:18:17-18


Bæn.

Ég hata tvílráða menn en lögmál þitt elska ég.

Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.

Víkið frá mér, illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. 

Styð mig með orði þínu, að ég megi lifa og lát von mína eigi  verða  til skammar. Styð mig, að ég megi frelsast og ætíð gefa gaum að lögum þínum.

Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum því að svik þeirra eru til einskis. Þú metur sem sorp alla óguðlega, þess vegna elska ég fyrirmæli þín. Ég nötra af hræðslu við og skelfist dóma þína.

Ég hef iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Tryggðu þjóni þínum velfarnað, lát eigi ofstopamennina kúga mig. Augu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni og réttlátu fyrirheiti þínu.Amen.

Sálm:119:113-123

 


Gamlárskvöld 2023 Bæn kvöldins

Fyrirmæli þín eru hlutskipti mitt um aldur því að þau gleðja hjarta mitt. Ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum um aldur og allt til enda.Amen

Sálm:119:11-112


Bæn dagsins

Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Drottinn, tak með velþóknun við gjöfum munns míns og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu en ég hef ekki gleymt lögmáli þínu. Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum.Amen.

Sálm:119:106-110

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Amen.

Sálm:119:105


Bæn dagsins

Ég er skynsamari en öldungar því að ég held fyrirmæli þín. Ég forða fæti mínum frá hverjum vondum vegi því að ég fylgi orði þínu. Ég vik eigi frá reglum þínum því að þú hefur kennt mér. Hve sæt eru fyrirheit því gómi mínum, hunangi betri munni mínum. Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, þess vegna hata ég sérhvern lygaveg. Amen.

Sálm:119:100-104


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

210 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 216458

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband