Bæn dagsins...

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:121:1-2


Bæn dagsins...

Hví stendur þú fjarri, Drottinn, hví felur þú þig á neyðartímum? Hinn óguðlegi ofsækir þá snauðu með hroka, fangar þá með ráðum sem hann hefur bruggað. Amen.

Sálm :10:1-2


Bæn dagsins...

Sæll er sá maður er þú agar, Drottinn, og fræðir með lögmáli þínu svo að hann njóti friðar á erfiðum dögum uns hinum óguðlega verður grafin gröf. Amen.

Sálm:94:12-13


Bæn dagsins...

Varðveiti mig, Drottinn, fyrir hendi óguðlegra, vernda mig fyrir ofbeldismönnum, fyrir þeim sem hyggjast fyrir mig fæti. Ofstopamenn lögðu gildrur fyrir mig, illviljaðir þöndu út net sín, lögðu snörur fyrir mig við veginn. 

Ég sagði við Drottin: Þú ert Guð minn. Ljá eyra grátbeiðni minni. Drottinn, Guð minn, þú ert mér máttug hjálp, þú skýlir höfði mínu á orrustudegi. Drottinn, uppfyll eigi óskir hins óguðlega, lát vélráð hans ekki takast. Amen.

Sálm:140:5-9


Bæn dagsins...

Farísei og tollheimtumaður 

Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: ,,Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. annar var farísei, hinn tollheimtumaður. Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast. En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heimt til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða." Amen.

Lúk:18:9-14


Bæn dagsins...

Eigi þreytast að biðja

Þá sagði Jesús þeim dæmisögu um það hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: ,,Í borg einni var dómari sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja sem kom einlægt til og sagði: Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum. Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar áður en hún gerir út af við mig með nauði sínu." 

Og Drottinn mælti: ,,Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa tilhans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur? Amen. Lúk:18:1-8


Bæn dagsins... Sálmarnir...

Ég ákalla Drottin í nauðum mínum og hann bænheyrir mig Drottinn, bjarga mér frá ljúgandi vörum og tælandi tungum. Hvernig mun hann hegna þér, hvað láta koma yfir þig, svikula tunga? Hvesstar örvar hermanns ásamt glóandi kolum. vei mér því að ég dvelst í Mesek, verð að búa hjá tjaldbúðum Kedars. Amen.

Sálm:120:1-5


Bæn dagsins...

Ég varð glaður er menn sögðu við mig: ,,Göngum í hús Drottins." Fætur vorir standa í hliðum þínum, Jerúsalem. Jerúsalem, þú rammgerða borg, þéttbyggð og traust, þangað sem ættbálkarnir halda, ættbálkar Drottins. Amen.

Sálm:122:1-4


Bæn dagsins...

Við yfirgáfum allt

Þá sagði Pétur: ,,Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér." Jesús sagði við þá: ,,Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf." Amen.

Lúk:18:28-30


Bæn dagsins...

Leyfið börnunum að koma til mín

Menn færðu og til hans ungbörnin svo að hann snerti þau. Lærisveimarnir sáu það og átöldu þá. En Jesús kallaði þau til sín og mælti: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður:Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í áð koma." Amen.

Lúk:18:15-17


Bæn dagsins...

Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið mun týna því en sá sem týnir því mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. (Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn) Þeir spurðu hann þá: ,,Hvar, herra?" En hann sagði við þá: ,,Þar mun ernirnir safnast sem hræið er." Amen.

Lúk:17:31-37


Bæn dagsins...

Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags er Nói gekk í örkina og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn sem Lot fór úr Sódómu rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi er Mannssonurinn opinberast. Amen.

Lúk:17:26-30


Bæn dagsins...

Er Mannssonurinn opinberast

Og Jesús sagði við lærisveinana: ,,Þeir dagar munu koma að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá hann. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaupið eftir því. Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar og lýsir frá einu skauti himins til annars. En fyrst á hann margt að líða og þessi kynslóð mun útskúfa honum. Amen.

Lúk:17:22-25


Bæn dagsins...

Innra með yður

Farísear spurðu Jesú hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: ,, Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður. Amen.

Lúk:17:20-21


Bæn dagsins...

Hvar eru hinir níu?

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: ,,Jesús, meistari, miskunna þú oss!"  Jesús sá þá og sagði við þá: ,,Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: ,,Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: ,,Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér." Amen.

Lúk:17:11-19


Bæn dagsins...

Þjónusta

Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénuð, segir hann þá við hann þegar hann kemur inn af akri: Kom þegar og set þig til borðs? Segir hann ekki fremur við hann: Bú þú mér kvöldverð, tak þig til og þjóna mér meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið. Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gera það sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera. Amen.

Lúk:17:7-10


Bæn dagsins...

Trú

Postularnir sögðu við Drottin: ,,Auk oss trú!" En Drottinn sagði: ,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður. Amen.

Lúk:17:5-6


Bæn dagsins...

 

Fyrirgefning

Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann og ef hann sér að sér, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgeri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: Ég iðrast, þá sakalt þú fyrirgefa honum." Amen.

Lúk:17:3-4


Bæn dagsins...

Vel þeim er veldur

Jesús sagði við lærisveina sína: ,,Eigi verður umflúið að menn séu tældir til falls en vel þeim sem því veldur. Betra væri honum að hafa mylnustein um hálsinn og vera varpað í hafið en að tæla einn af þessum smælingjum til falls. Amen.

Lúk:17:1-2


Bæn dagsins...

Hverju er Guðs ríki líkt?

Jesús sagði nú: ,,Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því? Líkt er það mustarðskorni sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess." Og aftur sagði Jesús: ,,Við hvað á ég að líkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi er kona tók og fól í þrem mælum mjöls uns það sýrðist allt." Amen.

Lúk:13:18-21


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 215489

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.