8.6.2025 | 09:23
Bæn dagsins...
Gott er að lofa Drottin, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur á tístrengjað hljóðfæri og hörpu og við strengjaleik gígjunnar. Þú gleður mig, Drottinn, með dáðum þínum, ég fagna yfir verkum handa þinna. Hversu mikil eru verk þín, Drottinn, hversu djúpar hugsanir þínar. Amen.
Sálm:92:2-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2025 | 09:56
Bæn dagsins...
Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt. amen.
Sálm:91:15-16
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2025 | 05:31
Bæn dagsins...
Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt. Amen.
Sálm:91:14
Trúmál | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2025 | 05:08
Bæn dagsins...
Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Amen.
Sálm:91:9-11
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2025 | 05:09
Bæn dagsins...
Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Amen.
Sálm:91:7-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2025 | 05:23
Bæn dagsins...
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Amen.
Sálm:91:3-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2025 | 05:14
Bæn dagsins...
Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Amen.
Sálm:91:1-2
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2025 | 10:18
Bæn dagsins...
Fjórða Bók
Bæn guðsmannsins Móses.
Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ,,Hverfið aftur, þér mannanna börn." Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já eins og næturvaka. Þú hrífur þau burt sem í svefni, þau er að morgni eru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær, að kvöldi fölnar það og visnar. Vér hverfum fyrir reiði þinni, skelfumst bræði þína. Þú hefur sett þér fyrir sjónir misgjörðir vorar og leyndar syndir fyrir ljós auglitis þíns. Allir dagar vorir hverfa fyrir reiði þinni, ár vor líða sem andvarp. Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrasta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt. Hver skilur mátt reiði þinnar, heift þína, svo að hann óttist þig? Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi? Sýn þjónum þínum miskunn. Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla duga vora. Veit oss gleði í stað daga þeirra er þú lægðir oss, ára þeirra er vér máttum illt þola. Sýn þjónum þínum dáðir þínar og dýrð þína börnum þeirra. Gæska Drottins, Guðs vors, sé með oss, blessa þú verk handa vorra. Amen.
Sálm:90:1-17
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2025 | 07:54
Bæn dagsins...
Minnstu, Drottinn, háðungar þjóna þinna, á mér hvílir háð margra þjóða sem fjandmenn þínir smánuðu þig með, Drottinn, og vanvirtu fótspor þíns smurða. Lofaður sé Drottinn að eilífu. Amen. Amen.
Sálm:89:51-53
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2025 | 05:25
Bæn dagsins...
Hversu lengi, Drottinn, ætlar þú að dyljast, á reiði þín að loga sem eldur? Minnstu þess hve ævi mín er stutt og til hvílíks þú hefur skapað mennina. Hver er sá er lifir og sér eigi dauðann, hver heimtir líf sitt úr greipum Heljar? Hvar eru fyrri náðarverk þín, Drottinn, sem þú sórst Davíð í trúfesti þinni? Amen.
Sálm:89:47-50
Trúmál | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2025 | 07:52
Bæn dagsins
Þú hefur hafið hægri hönd óvina hans og glatt alla fjandmenn hans. Þú snerir sverðseggjum hans undan og studdir hann ekki í stríðinu. Þú eyddir vegsemd hans og steyptir hásæti hans til jarðar. Þú hefur stytt æskudaga hans og hulið hann smán. Amen.
Sálm:89:43-46
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2025 | 05:18
Bæn dagsins ...
En nú hefur þú hafnað þínum smurða, útskúfað honum í reiði þinni, þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn, vanhelgað kórónu hans og fleygt til jarðar. Þú braust niður alla varnarmúra hans og lagðir virki hans í rúst. Allir vegfarendur ræna hann og grannar hans hæða hann. Amen.
Sálm:89.39-42
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2025 | 05:19
Bæn dagsins...
Ætt hans skal haldast við um aldur og ævi og hásæti hans sem sólin frammi fyrir mér, það skal standa að eilífu sem tunglið, hið trausta vitni ofar skýjum." Amen.
Sálm:89:37-38
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2025 | 05:20
Bæn dagsins...
Ég mun ekki vanhelga sáttmála minn og ekki taka það aftur sem mér hefur af vörum liðið. Eið sór ég við heilagleika minn: Ég mun aldrei bregðast Davíð. Amen.
Sálm:89:35-36
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2025 | 08:29
Bæn dagsins...
Hverfi synir hans lögmáli mínu, fylgi þeir ekki reglum mínum, vanhelgi lög mín og haldi ekki boðorð mín,þá mun ég vitja afbrota þeirra með vendinum og misgjörða þeirra með plágum en miskunn mína mun ég ekki frá honum taka og eigi bregða trúfesti minni. Amen.
Sálm:89:31-34
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2025 | 10:32
Bæn dagsins...
Ég geri hann að frumburði mínum, að hinum æðsta meðal konunga jarðar. Ég mun varðveita miskunn mína við hann að eilífu, sáttmáli minn við hann skal stöðugur standa. Ég mun viðhalda ætt hans um aldur og hásæti hans meðan himinninn stendur. amen.
Sálm:89:28-30
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2025 | 05:09
Bæn dagsins...
Hann mun hrópa til mín: Þú ert faðir minn, Guð minn, og klettur hjálpræðis minn. Amen.
Sálm:89:27
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2025 | 05:16
Bæn dagsins...
Trúfesti mín og miskunn skulu vera með honum og vegna nafns míns mun horn hans hátt upp hafið. Ég legg hönd hans á hafið, hægri hönd hans á fljótin. Amen.
Sálm:89:25-26
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2025 | 05:16
Bæn dagsins...
Hönd mín mun styðja hann og armur minn styrkja hann. Enginn óvinur mun yfirbuga hann og enginn ofbeldismaður beygja hann, í augsýn hans mun ég brjóta andstæðinga hans á bak aftur, gera út af við hatursmenn hans. Amen.
Sálm:89:22-24
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2025 | 05:15
Bæn dagsins...
Áður fyrr talaðir þú í sýn til þeirra sem treystu þér og sagðir: ,,Ég hef sett kórónu á kappa, upphafið ungan mann af lýðnum. Ég fann þjón minn Davíð, smurði hann með minni heilögu olíu. Amen.
Sálm:89:20-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
158 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 217200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.7.2025 Bæn dagsins...
- 17.7.2025 Bæn dagsins...
- 16.7.2025 Bæn dagsins...
- 15.7.2025 Bæb dagsins...
- 14.7.2025 BBæn dagsins...
- 13.7.2025 Bæn dagsins...
- 12.7.2025 Bæn dagsins...
- 11.7.2025 Bæn dagsins...
- 10.7.2025 Bæn dagsins...
- 9.7.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson