Bæn dagsins...

Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð og ekki gleymir svik í anda. Amen.

Sálm:32:1-2


Bæn dagsins...

Drottinn stýrir skrefum mannsins þegar hann hefur þóknun á vegferð hans. Þó að hann hrasi fellur hann ekki flatur því að Drottinn heldur í hönd hans.Amen.

Sálm:37:23-24


Bæn dagsins...

Biðjið Jerúsalem friðar, að þeir sem elska þig megi búa óhultir. Friður sé innan múra þinna, heill í höllum þínum. Amen.

Sálm:122:6-7


Bæn dagsins...

Jesús læknar

Jesús kom í hús Péturs og sá að tengdamóðir hans lá með sótthita. Hann snart hönd hennar og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. Þegar kvöld var komið færðu menn til hans marga er haldnir voru illum öndum. illu andana rak hann út með orði einu og alla þá er sjúkir voru læknaði hann. Orð Jesaja spámanns áttu að rætast: ,,Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora." Amen.

Matt:8:14-17


Bæn dagsins...

Lofið Drottin, þér þjónar, lofið nafn Drottins. Nafn Drottins sé blessað héðan í frá og að eilífu. Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað.Amen.

113:1-3


Bæn dagsins...

Ég kalla til Guðs og hrópa, kalla til Guðs svo að hann heyri til mín. í neyð minni leita ég til Drottins, rétti úr hendur mínar um nætur og þreytist ekki, ég læt ekki huggast. Amen.

Sálm:77:2-3


Bæn dagsins...

Komið börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður að óttast Drottin. Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar, þá varðveit tungu þ´ðina frá illu og varir þínar frá svikatali. Amen.

Sálm:34.12-14


Bæn dagsins...

Sífellt bruggar þú launráð, tunga þín er eins og beittur hnífur, klækjarefur. Þú elskar illt meira en gott, lygi fremur en sannleika, þú hefur mætur á skaðræðisorðum, þú fláráða tunga. Amen.

Sálm:52.4-6


Bæn dagsins...

Til þín, Drottinn, hrópa ég, þú bjarg mitt, ver eigi hljóður gagnvart mér. Ef þú þegir við mér verð ég sem þeir er til grafar eru gengnir. Heyr þú grátbeiðni mína, þegar ég hrópa til þín á hjálp, þegar ég lyfti höndum til hins allra helgasta í musteri þínu. Sviptu mér ekki burt með óguðlegum og níðingum sem tala vinsamlega við náunga sinn en hafa illt í hyggju. Amen.

Sálm:28:1-3


Bæn dagsins...

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Amen.

Sálm:23:1-2


Bæn dagsins...

Drottinn, heyr þú bæn mína, hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér þegar ég er í nauðum staddur, hneig eyra þitt að mér, svara mér skjótt þegar ég kalla. Dagar mínir líða hjá sem reykur og bein mín brenna sem í eldi, hjarta mitt er morgnað og þornað sem gras því að ég gleymi að eta brauð mitt. Amen

Sálm:102:2-5


Bæn dagsins...

Ég treysti honum, því sagði ég: ,,Ég er mjög beygður." Ég sagði í angist minni: ,,Allir menn ljúga." Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar velgjörðir hans við mig? Ég lyfti bikar hjálpræðisins og ákalla nafn Drottins. Ég greiði Drottni heit mín og það í augsýn alls lýðs. Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans. Drottinn, víst er ég þjónn þinn, ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar, þú leystir fjötra mína. Ég færi þér þakkafórn, ákalla nafn Drottins. Ég greiði Drottni heit mín og það í augsýn alls lýðs hans, í forgörðum húss Drottins, í þér, Jerúsalem, Hallelúja. Amen.

Sálm:116:10-19


Bæn dagsins...

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína, Guð minn, þér tréysti ég, lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér. Amen.

Sálm:25:1-2


Bæn dagsins...

Hjálpa þú, Drottinn, því að hinir guðræknu eru á brott, tryggðin er horfin frá mönnum. Þeir ljúga hver að öðrum, með svik í munni og fals í hjarta tala þeir. Amen.

Sálm:12:2-3


Bæn dagsins...

Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonarfjall, það bifast eigi, stendur að eilífu. Amen.

Sálm:125:1


Bæn dagsins...

Til þin hef ég augu mín, þú sem situr á himnum. Eins og þjónar  mæna á hönd húsbænda sinna og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar horfa augu vor til Drottins Guðs vors uns hann líknar oss. Amen.

Sálm:123:1-2


Bæn dagsins...

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Amen.

Sálm:103:1-2


Bæn dagsins...

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Amen.

Sálm:121:7-8


Bæn dagsins...

Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. amen.

Sálm:121:3-6


Bæn dagsins...

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:121:1-2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

268 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 215443

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.