Bæn.

9.9.2013

Bæn dagsins:

Ég bið að ég reiði mig alfarið á náð Guðs. Ég bið að ég lifi sigursælu lífi.

Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm.6:23. 


Bæn.

þakkið

Bæn dagsins:

Ég bið að ég sé umvafinn kærleika Guðs. Ég bið að máttur Guðs létti göngu mína og kærleikur hans fylli hjarta mitt fögnuði.

Jesús sagði: ,,Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hefi elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð lærisveinar mínir,ef þér berið elsku hver til annars.'' Jóh.13:34-35.

 

 

 

 

 

 

 


Bæn.

lofa

Bæn dagsins:

Ég bið að ég leiti daglega hælis hjá Guði, þar sem óttinn hverfur og friður og öryggi koma í staðinn. Ég bið að ég finni til djúprar öryggiskenndar í griðlandi heilags anda.

Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16


Bæn.

Allt

Bæn dagsins

Ég bið að ég lifi hvern dag eins og hann væri minn síðasti. Ég bið að ég lifi lífi mínu eins og það sé eilíft.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Orðskv.3:5.

images

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.


Bæn.

frelsar

Bæn dagsins:

Ég bið að ég taki stöðugum framförum í betra lífi. Ég bið að ég verði hluti hins góða í veröldinni.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til. 2.Kor.5:17.


Bæn.

sæll

Ég bið að athafnir mínar stuðli að friði. Ég bið að ég hljóti köllum til að stuðla að sáttum.

Jesús sagði: ,,Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.'' jóh.14:15

Gjörið því  iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. Post.3:19.


Bæn.

lægja

Bæn dagsins:

Ég bið að ég finni hvíld og ró í návist hins ósýnilega Guðs. Ég bið að ég megi fela honum áhyggjur mínar.

Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16.

1 ár edrú í dag 3 september 2013.


Bæn.

hróp mitt

Bæn dagsins:

Ég bið að Guðs andi fái óhindrað komið fram í mér og mínum gerðum. Ég bið að ég gefi honum frjálsar hendur.

Jesús sagði: ,,Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.'' matt.6:32-33.


Bæn.

heyr

Bæn dagsins:

Ég bið að ég finni hve óbrigðull kærleikur Guðs er. Ég bið að ég treysti á óþrjótandi styrk hans.


Bæn.

gefur

Bæn dagsins:

Ég bið að ég reyni að forðast dómhörku og gagnrýni. Ég bið, að ég reyni ávallt að byggja aðra menn upp í stað þess að rífa niður.


Bæn.

hrópa

Bæn dagsins:

Ég bið að mega lifa til að gefa. Ég bið að mega læra þennan leyndardóm innihaldsríks lífs.


Bæn.

sæti

Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi velja réttu leiðina. Ég bið, að ég fái fylgt henni til leiðarloka.


Bæn.

hjarta

Bæn dagsins:

Ég bið að geta látið af hendi rakna minn skerf af kærleika og umhyggju. Ég bið að ég sé óþreytandi í viðleitni minni til að gera það sem rétt er.


Bæn.

27.8.2ö13

Bæn dagsins: 25.ágúst.2013

Ég bið að mér verði ekki á að segja eitthvað eða gera, þegar ég er í geðshræringu, fái dokað við uns storminn lægir.

Bæn dagsins: 26.ágúst.2013.

Ég bið að ég megi hlýðnast lögmálum Drottins og náttúrunnar. Ég bið, að ég lifi í samræmi við öll lögmál lífsins.

Bæn dagsins: 27.ágúst.2013.

Ég bið að ég megi af frjálsum vilja gangast undir hverja þá andlegu þolraun, sem þurfa kann. Ég bið, að ég megi sætta mig við hvað semþarf til að bæta lífsháttu mína.


manchester united.

man utd 0 chelsea 0 26.8.2013
Old Trafford.

Manchester United...0.Chelsea...0.

úrvalsdeildinni.26.ágúst 2013.

markalaust í stórleiknum í manchester

rooney í stórleik man utd 0 _ chelsea 0
Rooney átti stórleik.
692811Robin 26 8 13Rooney 26 8 13.Mourirnho og Giggs 26.8.13

Bæn.

óttast

Bæn dagsins:

Ég bið að fá að lifa í voninni. Ég bið, að trú mín sé bjargföst á að allt sé mögulegt með Guðs hjálp.


Bæn.

skapa

Bæn dagsins:

Ég bið að það megi renna upp fyrir mér að ævi án markmiðs er fánýt. Ég bið, að mér finnist betra líf eftirsóknavert.


Bæn.

styrkist

Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái hagnýtt mér mistook mín og yfirsjónir. Ég bið, að eitthvað gott hljótist af óförum mínum.


Bæn.

boðorð 10

Bæn dagsins:

Ég bið að öðlast frelsi frá því sem heldur aftur af nér. Ég bið, að andi minn megi svífa fjáls.


Bæn.

boðorð 9

Bæn dagsins:

Ég bið að mér verði ekki litið um öxl. Ég bið, að ég megi hefjast handa að nýju hvern dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

165 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 217119

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband