Bæn.

1.2 2014. anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég spilli ekki lífi mínu með kvíða, áhyggjum og eigingirni. Ég bið að ég öðlist glaðværð, þakklæti og auðmýkt hjartans.

Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8:32.


Bæn.

31.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég taki þjáningum mínum, sársauka og ósigri með þolimæði.

Hvað segir ritningin: ,,Abraham trúði Guði, og það var reiknað honum til réttlætis.'' Róm.4:3.

Um Jesúm: ,,Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.'' Post.4:12.


Bæn.

30.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að mér hlotnist sálarstyrkur, svo að ég finni æðruleysið. Ég bið að sál mín endurnærist í friði.

Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Heb.4:12.

.


Bæn.

29.1.2014. anna.Bæn dagsins:

Ég bið að mér auðnist að setja traust mitt á Guð, því að hann ætlar lífi mínu markmið. Ég bið að ég megi lifa lífi mínu samkvæmt vilja Guðs.

Ég fulltreysti einmitt því, að Guð, sem byrjaði í yður góða verkið muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. Fil.1:6.


bæn.

28.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég verði hvorki uppgefinn, dapur né vonsvikinn. Ég bið aðmér auðnist að feta hinn þrönga stíg, en bindi ekki traust mitt við háttu heimsins.

Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig. Sálm.32:7.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Jes.40:29.


Bæn.

27.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég losni við ótta og gremju en öðlist þess í stað frið og æðruleysi. Ég bið að ég megi hreinsa líf mitt af öllu illu, svo að hið góða komi í staðinn.

Jesús sagði: ,, Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.'' Matt.5:44.

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Heb.11:1.


Bæn.

26.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi byggja mig upp í stað þess að rífa mig niður. Ég bið að ég þjóni uppbyggingu í stað niðurrifs.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því, er ég hræddist. Sálm.34:5.

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb.13:8.


Bæn.

25.1.2014.Bæn dgsins:

Ég bið að ég megi leitast við að lúta vilja Guðs. Ég bið að mér veitist skilningur, innsæi og viðsýni til þess að gefa lífi mínu eilífðargildi í dag.

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Matt.22:37.

Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. Post.3:19.


Bæn.

24 1 2014Bæn dagsins:

Ég bið að þrátt fyrir veraldleg takmörk megi ég ganga á Guðs vegum. Ég bið að mér lærist, að fullkomið frelsi er að lúta hans vilja.

Jesús sagði: ,,Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?'' Matt.16:26.

Jesús sagði: ,,Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp upp lokið verða.'' Matt.7:7.


Bæn.

23.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að mér auðnist að standa ekki sjálfur í vegi fyrir því að kraftur Guðs nái til mín. Ég bið að ég megi gefa mig þeim mætti á vaqld.

Svo hefir hinn alvaldi Drottinn, hinn heilagi í Ísrael, sagt: fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. Jes.30:15.


Bæn.

22.1.2014. mynd tekin af Gulli Dóri.Bæn dagsins:

Ég bið að þakklæti mitt leiði til auðmýktar. Ég bið að auðmýktin leiði mig til betra lífs.

Ég fulltreysti einmitt því, að Guð, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. Fil.1:6.


Bæn.

21.1.2014. mynd tikin af Gulli Dóri.Bæn dagsins:

Ég bið um ró, sem ekkert getur raskað. Ég bið að ég láti ekki hið veraldlega stjórna mér og bæla hið andlega.

Drottinn bíður þess að geta miskunnað yður og heldur kyrru fyrir, unz hann getur líknað yður. því að Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona. Jes.30:18.


Bæn.

20.1.2014. mynd tikin af Gulla Dóra.Bæn dagsins:

Ég bið að hugsun mín megi mótast af kærleika og að hann umlyki mig. Ég bið að hugsun mín verði hailbrigð sem og líf mitt allt.

Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu. Róm.12:21.

Jesús sagði: ,,Hver, sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver, sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir.'' Matt.12:30.


Bæn.

19 1 2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái skilning á raunverulegum þörfum mínum og óskum. Ég bið að sá skilningur stuðli að svari við þeim.

Jesús sagði: ,,Komið til mín, allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.'' Matt.11:28.


Bæn.

18.1.2014.anna heiða.Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái lifað og hugsað þannig að trú mín eflist. Ég bið að trú mín megi stöðugt þroskast, því að í trúnni er kraftur Guðs ávallt til reiðu.

Jesús sagði: ,,Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.'' Matt.7:12.


Bæn.

17.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið, að vörn minni gegn illum hugsunum verði ekki spillr með skapvonsku, óþolinmæði og áhyggjum. Ég bið að ég geti rekið allt slíkt burt úr lífi mínu.

Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. 1. Tím. 4:12.


Bæn.

16.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að litlu steinarnir, sem ég legg í mósaik lífs míns, myndi verðugt mynstur. Ég bið að ég öðlist þrautseigju og fái þannig notið samræmis og fegurðar.

Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Jes.9:6.


Bæn.

15.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi hvílast og að mér verði gefinn styrkur Guðs. Ég bið að ég megi láta vilja minn lúta vilja Guðs og öðlast lausn frá streitu.

Jesús sagði: ,,Hver, sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.'' Matt.12:50.

Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. Sálm 70:2.


Bæn.

!4.1.´14.Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi hlýðnast Guði, ganga á hans vegum og hlusta á hann. Ég bið að mér auðnist að sigrast á sjálfselsku minni.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt.5:8.

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Hve þröngt er það og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finnahann. Matt.7:13-14.


Bæn.

13.1.´14.Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti  alltaf sótt styrk minn til Guðs, meðan málmur lífs míns er í deiglunni. Ég bið að ég sjái þá hreinsun bera árangur, með Guðs hjálp.

Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar. Neh.8:10.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

166 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 217105

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband