Bæn dagsins...

Lagning og upphefð

Sá sem er lágt settur hrósi sér af upphefð sinni, auðmaðurinn af allsleysi sínu því að hann mun líða undir lok eins og blóm á engi. Sólin kemur upp með steikjandi hita og svíður grasið og blóm þess fellur og fegurð þess verður að engu. Þannig mun og auðugur maður visna upp á vegum sínum. Amen.

Hið almenna bréf Jakobs:1:9-11


Bæn dagsins...

Hið Almenna bréf Jakobs

Þolgæði, trú og bæn

Jakob, þjónn Guðs og Drottins Jesú Krists, Heilsar þeim tólf kynkvíslum í dreifingunni. Kæri söfnuður, álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir. Þið vitið að trúfesti ykkar vekur þolgæði en þolgæðið á að birtast í því sem þið gerið, til þess að þið séuð fullkomin og alger og ykkur sé í engu ábótavant. Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávar öldu er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður má eigi ætla að hann fái nokkuð hjá Drottni. Hann er tvílyndur og reikull í öllu atferli sínu. Amen.

hið Almenna bréf Jakobs:1:1-8

 


Bæn dagsins...

Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. Amen.

Sálm:67:2-3


Bæn dagsins...

Þér ber lofsöngur, Guð á Síon, og við þig séu heitin efnd. Þú, sem heyrir bænir, til þín leita allir menn. Þegar misgjörðir vorar verða oss um megn fyrirgefur þú oss.

Sæll er sá sem þú velur og lætur nálgast þig, hann fær að dveljast í forgörðum þínum. Amen. 

Sálm:65:2-5


Bæn dagsins...

En ég hrópa til þín, Drottinn, bæn mín berst þér að morgni. Hví útskúfar þú mér,Drottinn, og hylur auglit þitt fyrir mér? Ég var beygður og í dauðans greipum allt frá æsku, áþján þín hvílir á mér, ég er örmagna orðinn. Glóandi heift þín gengur yfir mig, ógnir þínar gera út af við mig, þær umlykja mig eins og vötn allan liðlangan daginn, þrengja að mér úr öllum áttum. Þú hefur gert vini mína og vandamenn fráhverfa mér, myrkrið er minn nánasti vinur. Amen.

Sálm:88:14-19


Bæn dagsins...

Minnist ég Guðs andvarpa ég , hugsi ég mig um missi ég móðinn. Þú heldur augum mínum opnum, mér er órótt og ég má eigi mæla. Ég íhuga fyrir daga, löngu liðin ár.

Sálm:77:4-6


Bæn dagsins...

Lýðir skulu lofa þig, Guð, þig skulu allar þjóðir lofa. Jörðin hefur gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessi oss, Guð blessi oss svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann. Amen.

Sálm:67:6-7


Bæn dagsins...

Líf í ljósi Guðs

Og þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: ,,Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. "Ef við segjum: ,,Við höfum samfélag við hann," og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum við og iðkun ekki sannleikann. En ef við göngum í ljósinu, eins og hann sjálfur er í ljósinu, þá höfum við samfélag hvert við annað og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar okkur af allri synd.

Ef við segjum: ,,Við höfum ekki synd," þá blekkjum við sjálf okkur og sannleikurinn er ekki í okkur. Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. Ef við segjum: ,,Við höfum ekki syndgað," þá gerum við hann að lygara og orð hans er ekki í okkur. Amen.

Fyrsta bréf Jóhannesar Hið Almenna:1:5-10

 


Bæn dagsins...

Orð lífsins

Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem við höfum heyrt, það sem við höfum sér með augunum, það sem við horfðum á og hendurnar þreifuðu á, það er orð lífsins. Og lífið var opinberað og við höfum séð það og vottum um það og boðum ykkur lífið eilífa sem var hjá föðurnum og var opinberað okkur. Já, það sem við höfum séð og heyrt það boðum við ykkur einnig, til þess að þið getið líka haft samfélag við okkur. Og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesú Krist. Þetta skrifum við til þess að fögnuður vor verði fullkominn. Amen.

Fyrsta bréf Jóhannesar Hið Almenna:1:1-4


Bæn dagsins...

Þú annast landið og vökvar það, fyllir það auðlegð. Lækur  Guðs er bakkafullur, þú sérð mönnum fyrir korni því að þannig hefur þú gert landið úr garði.

Sálm:65:10

 


Bæn dagsins...

Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð. amen.

kólossubréfið:3:4.


Bæn dagsins...

Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.

Orðskviðirnir:3:6

Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.

matt:16:27


Bæn dagsins...

Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. amen.

1 Jóhannesarbréf:1:9

 


Bæn dagsins...

    Frelsisbæn

Ég trúi því að Jesú Kristur hafi dáið fyrir mig á krossinum og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt, á þessu augnabliki og frelsa mig frá öllum syndum mínum. Laugaðu mig í blóði þínu og fyrirgefðu mér sérhverja synd. Taktu völdin yfir hjarta mínu og hjálpaðu mér að þekkja og rata um vegu þína. Hjálpaðu mér að fylgja þér sem Drottni mínum og frelsara, fylltu mig af Heilögum Anda þínum. Himneski Faðir minn, ég þakka þér fyrir að ég er nú þitt barn vegna fyrirheita þinna, sem vara að eilífu. Í Jesú nafni amen.


Bæn dagsins...

    Sunnudagsmorgunn

Góði Guð

Vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag. Viltu hjálpa mér að halda því hreinu og hjálpaðu mér að gæta tungu minnar. Ég bið þess að þú stýrir skrefum mínum í dag að þú leiðir mig þangað sem þú vilt. Hjálpaðu mér að láta gott af mér leiða og bera ljósið þitt og kærleika til allra þeirra sem ég hitti í dag. Ég bið þig, Drottinn, að hjálpa mér að láta aldrei skapið hlaupa með mig í gönur. Vilt þú sniða af þá galla sem þú sérð í fari mínu til þess að allir þeir kostir sem þú hefur gefið mér fái notið sín betur, þér til dýrðar og öðrum til blessunar. Hjálpaðu mér að muna að lífið er gjöf frá þér og ég þarfnast hjálpar þinnar til að fara vel með það. Ég fel hús mitt allt, ættingja mína, vini og Íslendinga alla í þínar hendur í dag. Hjálpaðu okkur öllum að fylgja þér og gefðu okkur þinn frið. Í Jesú nafni amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Laugardagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er að baki. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag, fylgdir mér eftir og hjálpaðir mér. Viltu vaka yfir mér í nótt og öllu mínu fólki. Viltu gefa að við vöknum frísk og heil heilsu í fyrramálið á Drottins degi. Hjálpaðu okkur öllum að fara vel með gjafir þínar og vera góð hvert við annað. Ég bið þig, Jesús, að þinn vilji verði í lífi mínu, að þú hjálpir mér að líkjast þér í orði og verki. Viltu hjálpa mér að lesa orðið þitt, Biblíuna, og gefa mér skilning á því sem ég les. Varðveittu skref mín frá hrösun og verndaðu mig og allt mitt fólk frá öllu illu. Ég fel land mitt og þjóð í þínar hendur í nótt og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Laugardagsmorgunn

góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir allt sem þú gefur mér. Hjálpaðu mér að feta í fótspor þín í dag. Hjálpaður mér að leita þín af öllu hjarta. Verði þinn vilji í lífi mínu í dag. viltu hjálpa mér að skilja hvað þú, Jesúys, gerðir fyrir mig á Golgata. Þakka þér fyrir að þú  dóst á krossinum til þess að ég kæmist til þín þegar þ´ðu kallar mig burt úr þessum heimi. Leyfðu mér að finna hinn sanna tilgang lífsins og hjálpaðu mér að trúa á þig. Þú ert styrkurinn minn og ég vil fylgja þér. Drottinn, ég bið þig að hjálpa mér að lifa í friði, sátt og samlyndi við alla menn og gefðu mér styrk til að þegja yfir þeim leyndamálum sem mér er trúað fyrir. Í Jesú nafni, amen.

bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Föstudagskvöld

Góði Guð 

Þakka þér fyrir varðveislu þína í dag. Þakka þér fyrir að mega tala við þig hvern einasta dag og hvert einasta kvöld. Þakka þér fyrir að þú skulir alltaf hafa tíma. Ég bið, Jesús, fyrir öllum þeim sem á þig trúa. Viltu auka þeim trú. Ég bið líka fyrir þeim sem eru ofsóttir fyrir að trúa á þig. Hjálpaðu þeim að gefast ekki upp. Elsku Jesús, ég bið þig líka að vera með öllum kristniboðunum út um allan heim, gefa þeim visku og styrk til að takast á við allt sem mætir þeim. Leiddu þá alla eftir þínum vilja. Hjálpaðu öllum börnunum út um allan heim sem eiga ekkert heimili. Ég bið þig líka að hugga og hjálpa öllum börnum á Íslandi sem eiga bágt. Hjálpaðu þeim sem eiga foreldra sem drekka mikið eða neyta fíkniefna. Sendu þína lausn inn á þau heimili. Svo bið ég þig, Jesús, umfrið yfir allt mitt hús í nótt og rektu allt illt í burtu. Í Jesús nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Föstudagsmorgunn

Góði Guð

Ég þakka þér fyrir nýjan dag. Þakka þér fyrir hvíld næturinnar. Þakka þér fyrir dagana sem að baki eru og þakka þér fyrir þér fyrir þá sem framundan eru. Viltu hjálpa mér að vera trú/r í öllu sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Viltu gefa mér löngun til að vera heiðarleg/urr og segja satt. Hjálpaðu mér að stæra mig ekki í dag og gefðu að ég geri ekki lítið úr öðrum. Ég á ekkert sem ég hef ekki þegið úr þinni hendi og ég bið þig að hjálpa mér að muna það Jesús, vilt þú sjálfur ganga mér við hlið í dag og ég bið þess að aðrir megi finna að þú ert vinur minn. Ég þakka þér fyrir að þú bregst mér ekki og ég bið þig að hjálpa mér að bregðast þér ekki. Heilagur andi, þú sem hjálpar mér og biður fyrir mér, gefðu að ég megi kynnast þér betur og þekkja þig. Verði þinn vilji í lífi mínu, Drottinn, í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.

 

 


Bæn dagsins...

    Fimmtudagskvöld

Góði Guð

Ég þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir að ég fékk að vakna í morgun og lifa fram á kvöld. Viltu hugga alla þá sem hafa misst vini sína eða ættingja og syrgja. Viltu hugga alla þá sem kvíða nóttunni og leyfa þeim að finna þig og þann frið sem þú gefur. Ef það er eitthvað, Drottinn, sem ég hef gert og þér líkar ekki þá bið ég að fyrirgefa mér. Ef ég hef komið illa fram við einhvern án þess að taka eftir því, þá bið ég þig að fyrirgefa mér, og ég bið þig líka að hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Hér er ég, Drottinn.Gerðu mig eins og þú vilt hafa mig. Taktu gallana burt úr fari mínu og mótaðu mig eins og þú vilt. Ég þakka þér fyrir að áætlun þín er mér fyrir bestu. Þú elska mig eins og ég er og þú hefur máttinn til að laga það sem betur má fara. Góða nótt, Jesús. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

95 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 218197

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband