Bæn.

3.7.2014.Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga.

Trú.von.kærleikur.


Bæn.

2.7.2014.Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Jesús sagði: ,,Ég er dyrnar. Sá, sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. ''


Bæn.

1.Júlí.2014.Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá, sem treysta honum.

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.''


Bæn.

30.6.2014Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.


Bæn.

28.6.2014Jesús sagði: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.''

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.


Bæn.

27.6,2014Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.


Bæn.

26.6.2014.Framar ber að hlýða Guði en mönnum.

Jesús sagði: ,,Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honom, en án mín getið þér alls ekkert gjört.''


Bæn

22.6.2014.Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjom í Krists stað: Látið sættast við Guð.

Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.


Bæn.

19..6.2014.Þann, sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.

Bæn.

18.6.2014Verið  því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.

Jesús sagði: ,,Hvar, sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.''


Bæn.

17.6.2014.Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður  mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?

matt.7:7-10.


bæn.matt.7.1-5

15.6.2014.Dæmið ekki, svo að þér verðið  ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Bæn.

13.6.2014.Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn.

Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á. Hlýðið á hann!


Bæn.

12.6.2014.Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir.

Bæn

Anna 11.6.2014Jesús sagði: ,,Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi. Ég dó, en sjá, lifandi er ég um aldir alda, og ég hefi lykla dauðans og

Heljar.''


Hugleiðing.

9.6.2014Að lifa í augnablikinu.

Fyrst reynum við að lifa í augnablikinu, bara til að halda okkur ódrukknum - og það virkar! En þegar þessi hugsunarháttur er orðinn okkur tamur áttum við okkur á því að það að búta sólarhringinn niður í 24 hluta er líka áhrifarík og ánægjuleg leið til að taka á mörgum öðrum málum.


Bæn.

1.Júní.2014.Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.

Kristur Jesús tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.

Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar.


Bæn.

29.5.2014Augu mín mæna ætíð til Drottins, því að hann greiðir fót minn úr snörunni.

Snú þér til mín og líkna mér, því að ég er einmana og hrjáður.

Angist sturlar hjarta mitt, leið mig úr nauðum mínum.

Lít á eymd mína og armæðu og fyrirgef allar syndir mínar.

Lít á, hversu margir óvinir mínir eru, með rangsleitnishatri hata þeir mig.


Hugleiðing.

24.5.2014.,,Hamingjusöm, Glaðvær og frjáls''

Við erum sannfærð um að Guð vilji að við séum hamingjusöm, glaðvær og frjáls. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir það að lífið sé táradalur, þótt lengi væri svo hjá sumum okkar. En það er líka ljóst að það er okkur sjálfum að kenna. Ekki Guði. Reynið því að forðast að búa til vandamál, en ef þau rísa, takið þá á þeim af jákvæðni og lítið á þau sem tækifæri til að sýna mátt Guðs.

Árum saman trúði ég á refsandi Guð og kenndi honum um eymd mína.

Ég hef lært að ég verð að leggja niður vopn sjálfshyggjunnar til að geta tekið upp verkfæri AA-leiðarinnar. Ég streitist ekki á móti AA-leiðinni af því að hún er gjöf, og ég hef aldrei streist á móti því að þiggja gjöf. Ef ég streitist á móti stundum er það af því að ég hangi enn í gömlu hugmyndunum og... árangurinn er enginn.


Hugleiðing.

23.5.2014Andlegt heilbrigði.

Þegar við göfum sigrast á hinum andlega sjúkleika náum við bæði hugarfarslegu og líkamlegu heilbrigði.

Það sem gerir mér svo erfitt að sætta mig við andlegan sjúkleika minn er hrokinn, dulbúinn sem veraldleg velgengni mín og góðar gáfur. Greind og auðmýkt geta hæglega átt samleið, ef ég set auðmýktina í fyrsta sæti. Leitin að völdum og veraldarauði er æðsta markmið margra í heiminim í dag. Það er andlegur sjúkleiki að eltast við stundarfyrirbæri og þykjast vera betri en ég er. Þegar ég kannast við og játa veikleika mína er það skref í átt til andlegs heilbrigðis. Það er merki um andlegt heilbrigði að geta á hverjum degi beðið Guð að upplýsa mig, sýna mér vilja sinn og að ég megi hafa mátt til að framkvæma hann. Andlegt heilbrigði mitt er orðið ljómandi gott þegar ég átti mig á því að eftir því sem líðan mín batnar verður augljósara hvað ég þarf á mikilli hjálp að halda frá öðrum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

167 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 217097

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.