16.1.2022 | 17:11
Markúsarguðspjall.
Í Kapernaúm
Þeir koma til Kapernaúm. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi. Menn urðu mjög snortnir af orðum hans því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimennirnir. Það var í samkundu þeirra maður haldinn óhreinum anda. Hann æpti: ,,Hvað vilt þú okku, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma okkur? Ég veit hver þú ert, hinn heilagi Guðs." Jesús hastaði þá á hann og mælti: ,,Þegi þú og far út af honum." Þá teygði óhreini andinn manninn, rak upp hljóð og fór út af honum. Sló felmtri á alla og hver spurði annan: ,,Hvað er þetta? Hann kennir á nýjan hátt. Það er eins og hann búi yfir guðlegum mætti! Hann skipar jafnvel óhreinum öndum og þeir hlýða honum." Og orðstír hans barst þegar um alla Galíleu. Mark.1.21-28.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2022 | 11:33
Markúsarguðspjall.
Fyrstu lærisveinar
Jesús var á gangi með fram Galíleuvatni og sá Símon og Andrés, bróður Símonar, vera að kasta netum í vatnið en þeir voru fiskimenn. Jesús sagði við þá: ,,Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða." Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum. Jesús gekk skammt þaðan og sá Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans, og voru þeir einnig á báti að búa net. Jesús kallaði þá og þeir yfirgáfu Sebedeus föður sinn hjá daglaunamönnunum í bátnum og fylgdu honum. Mark.1.16-20.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2022 | 11:01
Bæn dagsns.
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.Jes.40:29.
Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Efes.6:10.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2022 | 10:08
Bæn dagsins
Þú skalt vegsama Drottin Guð þinn fyrir landið góða, sem hann gaf þér. 5.Mós.8:10.
Svo hafir hinn alvaldi Drottinn, hinn heilagi í Ísrael, sagt: Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. Jes. 30:15.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2022 | 05:01
Bæn dagsis
Verið ávallt í Drottni. Ég segi aftur:Verið galaðir. Fil.4:4.
Jesús sagði: ,,Sælla er að gefa en þiggja." Post.20:35.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2022 | 05:03
Bæn dagsins.
Svo mælti Drottinn: Nemið staða við vegina og lítist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jer.6:16.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2022 | 21:41
Markúsarguðspjall.
Skírn og freisting
Svo bar við á þeim dögum að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan. Um leið og hann sté upp úr vatninu sá hann himnana ljúkast upp og andann stíga niður yfir sig eins og dúfu. Og rödd kom af himnum: ,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknum." Þá knúði andinn hann út í óbyggðina og var hann í óbyggðinni fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra og englar þjónuðu honum. mark.1, 9-13.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2022 | 04:54
Bæn dagsins.
Þú skalt vegsama Drottin Guð þinn fyrir landið góða, sem hann gaf þér. 5. mós. 8:10.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2022 | 05:00
Bæn dagsins.
Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Jes.41:10.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2022 | 20:45
Markúsarguðspjall.
Upphaf
Upphaf fagnaðarerindisins um Jesú Krist, Guðs son. Svo er ritað hjá Jesaja spámanni:
Ég sendi sendi sendiboða minn á undan þér, hann á að greiða þér veg. Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans.
Þannig kom Jóhannes skírari fram í óbyggðinni og boðaði mönnum að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda og menn streymdu til hans frá allri Júdeubyggð og allir Jerúsalembúar og létu hann skíra sig í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar. En Jóhannes var í klæðum úr úlfaldahári, með leðurbelti um lendar sér og át engisprettur og villihunang. Hann prédikaði svo: ,,Sá kemur eftir mig sem mér er máttugri og er ekki verður þess að kr´júpa niður og leysa skóþveng hans. Ég hef skírt ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda." amen.
markú.1.2-8.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2022 | 05:05
Bæn dagsins.
Jesús sagði: ,,Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun." Lúk.15:10.
Jesús sagði: ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, og trúið á mig." Jóh. 14:1.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2022 | 22:36
Bréf Páls til Kólossumanna.
Fyrirmæli
Verið stöðug í bæninni, Biðjið með þakkargjörð. Biðjið jafnframt fyrir mér að Guð opni mér dyr fyrir orðið og ég geti boðað leyndardóm Krists. Hans vegna er ég nú í böndum. Biðjið að ég megi birta hann eins og mér ber að tala. Umgangist þá viturlega sem fyrir utan eru og notið hverja stund. Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað til þess að þið vitið hvernig þið eigið að svara hverjum manni. 4:2-6
Trúmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2022 | 11:08
Bæn dagsins
Jesús sagði: ,,Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða." Matt.7:7
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm.23:1
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: ,,Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki." Jóh.7:37
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2022 | 21:36
Bæn kvöldsin. Bænabók Sunnudagskvöld.
Góði Guð
Þakka þér fyrir helgina sem nú er að baki. Viltu hjálpa mér að vera þér til gleði og öllum til hjálpa og hamingju sem verða á vegi mínum næstu daga. Huggaðu Þá sem syrgja og eiga bágt og hjálpaðu þeim að leita huggunar í orði þínu, Biblíunni. Viltu blessa þjóðina mína í nótt og alla daga. Ég bið þig líka að vera með prestunum og þeim sem heimsækja þá sem eiga erfitt. Ég þakka þér fyrir, Drottinn, að mega segja þér allt. Þú skilur allt og ferð ekki með það lengra. Ég bið fyrir öllum sem hafa sært mig og ég bið þig að hjálpa mér að fyrirgefa þeim. Ég bið þig líka að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert rangt og viltu hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Ég legg mig í þína hendur í nótt og bið að þinn vilji verði í lífi mínu.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2022 | 14:51
Bæn dagsins. Bænabók Laugardagskvöld.
Góði Guð
Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er að baki. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag, fylgdir mér eftir og hjálpaðir mér. Viltu vaka yfir mér í nótt og öllu mínu fólki. Viltu gefa að við vöknum frísk og heil heilsu í fyrramálið Drottins degi. Hjálpaðu okkur öllum að fara vel með gjafir þínar og vera góð hvert við annað. Ég bið þig Jesús, að þinn vilji verði í lífi mínu, að þú hjálpir mér að líkjast þér í orði og verki. Viltu hjálpa mér að lesa orðið þitt, Biblíuna, og gefa mér skilning á því sem ég les. Varðveittu skref mín frá hrösun og verndaðu mig og allt mitt fólk frá öllu illu. Ég fel landið mitt í þínar hendur í nótt og alla daga.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2022 | 20:26
Bæn Kvöldsin Bænabók. Föstudagskvöld.
Góði Guð
Þakka þér fyrir varðveislu þína í dag. Þakka þér fyrir að mega tala við þig hvern einasta kvöld. Þakka þér fyrir að þú skulir alltaf hafa tíma. Ég bið. Jesú, fyrir öllum þeim sem á þig trúa. Viltu auka þeim trú. Ég bið líka fyrir þeim sem eru ofsóttir fyrir að trúa á þig. Hjálpaðu þeim að gefast ekki upp. Elsku Jesú, ég bið þig líka að vera með öllum kristniboðunum Út um allan heim, gefa þeim visku og styrk til að takast á við allt sem mætir þeim. Leiddu þá alla eftir þínum vilja. Hjálpaðu öllum börnunm út um allan heim sem eiga ekkert heimili. Ég bið þig líka að hugga og hjálpa öllum börnum á Íslandi sem eiga bágt. Hjálpaðu þeim sem eiga forelda sem drekka mikið eða neyta fíkniefna. Sendu þína lausn inn á þau heimili. Svo bið égþig, Jesú, um frið yfir mitt hús í nótt og rektu allt illt í burtu.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Breytt 8.1.2022 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2022 | 05:03
Bæn dagsis Bænabók Föstudagsmorgunn.
Góði Guð
Ég þakka þér fyrir nýjan dag. Þakka þér fyrir hvíld næturinnar. Þakka þér fyrir dagana sem að baki eru og þakka þér fyrir þá sem framundan eru.Viltu hjálpa mér að vera trú/r í öllu sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Viltu gefa mér löngun til að vera heiðarleg/ur og segja satt. Hjálpaður mér að stæra mig ekki í dag og gerðu að ég geri ekki lítið úr öðrum. Ég á ekkert sem ég hef ekki þegið úr þinni hendi og ég bið þig að hjálpa mér að muna það. Jesús, vilt þú sjálfur ganga mér við hlið í dag og ég bið þess að aðrir megi finna að þú ert vinur minn. Ég þakka þér fyrir að þú bregst mér ekki og bið þig að hjálpa mér að bregðast þér ekki. Heilagur andi, þú sem hjálpar mér og biður fyrir mér,gerður að ég megi kynnast þér betur og þekkja þig. Verði þinn vilji í lífi mínu, Drottinn, í dag og alla daga.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Breytt 8.1.2022 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 20:38
Bæn kvöldsin Bænabók Fimmtudagskvöld.
Góði Guð
Ég þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir að ég fékk að vakna í morgun og lifa fram á kvöld. Viltu hugga alla þá sem hafa misst vini sína eða ættingja. Viltu hugga alla þá sem kvíða nóttunni og leyfa þeim að finna þig og þann frið sem þú gefur. Ef það er eitthvað, Drottinn, sem ég hef gert og þér líkar ekki þá bið ég að fyrirgefa mér. Ef ég hef komið illa framvið einhvern án þess að taka eftir því, þá bið ég þig að fyrirgefa mér, og ég bið þig líka að hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Hér er ég, Drottinn. Gerðu mig eins og þú vilt hafa mig. Taktu gallana burt úr fari mínu og mótaðu mig eins og þú vilt. Ég þakka þér fyrir að áætlun þín er mér fyrir bestu. Þú elska mig eins og ég er og þú hefur máttinn til að laga það sem betur má fara. Góða nótt, Jesús.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 04:56
Bæn dagsis Bænabók Fimmtudagsmorgunn.
Góði Guð
enn á ný hefur þú varðveitt mig og gætt mín vel. Hjálpaðu mér í dag að fara vel með gjafir þínar. Jesús, viltu varðveita hjarta mitt hreint. Gefðu mér visku til að hleypa engu óhreinu inn í huga minn eða hjarta og ég bið þig, Jesús, að bía í hjarta mínu. Leyfðu mér að finna hvenær þér mislíkar það sem ég geri eða hugsa svo ég geri hagað mér vel á allan hátt. Ég legg þennan dag í þínar hendur og allt sem ég þarf að gera í dag. Viltu hjálpa mér að lifa þannig að ég þurfi ekki að sjá eftir neinu í kvöld. Hjálpaðu mér að vera sannur vinur vina minna og bregðast þeim ekki. Hjálpaður mér líka að tala ekki illa um neinn og vera góð/ur við þá sem eru minni máttar. Taktu burt allan kvíða, óróa og efa og hjálpaðu mér að treysta þér Jesús, fylltu mig af anda þínum og varðveittu mig í trúnni á þig.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2022 | 20:04
Bæn kvöldsin. Bænabók Miðvikudagskvöld.
Góði Guð
Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag, fylgdir mér hvert sem ég fór og verndaðir mig frá öllu illu. Viltu gefa mér þinn frið. Hjálpaðu mér að leggja allt í þínar hendur sem íþyngir mér. Jesús, ég þakka þér fyrir að þú lifir og viltu leyfa mér að finna fyrir nærveru þinni á þessari stundu. Gefðu að ég megi finna fyrir nærveru þinni hvern einasta dag. Ég bið þig að vaka yfir öllum ættingjum mínum og vinum í nótt og vera með öllum þeim sem eiga bágt. Viltu gefa þinn frið yfir landið mitt í nótt og gefa vináttu og kærleika inn á öll heimilin. Þér er enginn hlutur hulinn, Drottinn, og þú getur allt. Þess vegna bið ég þig að hjálpa öllum þeim sem þurfa á þinni hjálp að halda, en kunna ekki að leita til þín og þekkja þig ekki. Opnaðu hjarta þeirra fyrir orði þínu, Biblíunni, og sendu einhvern til þeirra sem færir þeim þinn frið.
Í Jesú nafni, amen.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
87 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 218335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 27.9.2025 Bæn dagsins...
- 26.9.2025 Bæn dagsins...
- 25.9.2025 Bæn dagsins...
- 24.9.2025 Bæn dagsins...
- 23.9.2025 Bæn dagsins...
- 22.9.2025 Bæn dagsins...
- 21.9.2025 Bæn dagsins...
- 20.9.2025 Bæn dagsins...
- 19.9.2025 Bæn dagsins...
- 18.9.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
Nýjustu færslurnar
- Jafnvel herveldi eins og Rússland á sín takmörk. Sé ekki samið um frið tímanlega fer allt til fjandans enn meira
- Þjóðríkin úreld
- Hin ómerkilega ESB gulrót
- ESB ríkið Slóvakía vill að lög þeirra gangi framar ESB í mikilvægustu málum. Hvers vegna ætti EES ríkið Ísland að samþykkja almennan forgang ESB reglna?
- Lækning sem er 1000x hættulegri en sjúkdómurinn