7.12.2024 | 08:06
Bæn dagsins...Vegur allrar veraldar..
Enn sá ég undir sólinni: Það sem rétturinn átti að vera, þar var ranglæti og þar sem réttlætið átti að vera, það var réttleysi. Ég sagði við sjálfan mig: Hin ráðvanda og hinn óguðlega mun Guð dæma því að hann hefur afmarkað tíma öllum hlutum og öllum verkum. Ég sagði við sjálfan mig: þetta er gert mannanna vegna til þess að Guð geti reynt þá og þeir sjái að þeir eru sjálfir ekki annað en skepnur. Því að örlög manns og örlög skepnu eru hin sömu: Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn og allt hefur sama andann og yfirburði hefur maðurinn enga fram yfir skepnuna því að allt er hégómi. Allt fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar. Hver veit hvort andi mannanna fer upp á við eða andi skepnunnar niður á við til jarðar? Þannig sá ég að ekkert er betra en að maðurinn gleðji sig við verk sín því að það er hlutskipti hans. Hver kemur honum svo langt að hann sjái það sem verður eftir hans dag? Amen.
Préd:3:16-22
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2024 | 07:23
Bæn dagsins...Öllu er afmörkun stund..
Ég virti fyrir mér þá þraut sem Guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefur hann gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur. Ég sá að ekkert hugnast þeim betur en að vera glaðir og njóta lífsins meðan það endist. En að matast, drekka og gleðjast af öllu erfiði sínu, einnig það er Guðs gjöf. Ég komst að raun um að allt sem Guð gerir stendur að eilífu, við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Guð hefur hagað því svo til þess að menn virtu hann. Það sem er, var fyrir löngu, og það sem verður, hefur verið fyrir löngu og Guð leitar aftur hins liðna. Amen.
Préd:3:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2024 | 05:48
Bæn dagsins...Öllu er afmörkuð stund..
Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa upp hið gróðursetta hefur sinn tíma, að deyða hefur sinn tíma og að lækna hefur sinn tíma, að rífa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefur sinn tíma, að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma, að kasta steinum hefur sinn tíma og að tína saman steina hefur sinn tíma, að faðmast hefur sinn tíma og að halda sé frá faðmlögum hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma og að týna hefur sinn tíma, að geyma hefur sinn tíma og að fleygja hefur sinn tíma, að rífa sundur hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma, að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma, stríð hefur sinn tíma og friður hefur sinn tíma.Hvaða gagn hefur verkamaðurinn af öllu striti sínu? Amen.
Préd:3:1-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2024 | 05:10
Bæn dagsins...Speki og heimska..
Þá fór svo að hjarta mitt örvænti yfir öllu því erfiði sem ég hafði haft undir sólinni. Hafi einhver unnið starf sitt af hyggindum, þekkingu og dugnaði verður hann að selja það öðrum í hendur sem ekkert hefur fyrir því haft. Einnig það er hégómi og mikið böl. Hvað fær þá maðurinn fyrir allt strit sitt og hugarangur sem mæðir hann undir sólinni? Dagar hans eru honum allir kvöl og starf hans er armæða. Jafnvel á næturnar fær hjarta hans ekki hvíld. Einnig þetta er hégómi. Amen.
Préd:2:20-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2024 | 05:23
Bæn dagsins...Speki og heimska..
Jafnframt tók ég eftir því að eitt og hið sama kemur fram á öllum. Og ég sagði við sjálfan mig: Það sem kemur fyrir heimskingjann kemur einnig fram við mig og til hvers hef ég þá orðið svo frábærlega vitur? Þá fann ég í hjarta mínu að einnig það var hégómi. Því að menn minnast ekki hins vitra að eilífu fremur en heimskingjans því að allir verða þeir löngu gleymdir á ókomnum tímum, og deyr ekki jafnt vitur sem heimskur? Þá varð ég andsnúinn lífinu. Mér mislíkaði það sem gerist undir sólinni því að allt er það hégómi og eftirsókn eftir vindi. Mér var illa við eigið erfiði sem ég streittist við undir sólinni. Það verð ég að eftirláta þeim manni er kemur eftir mig. Hver veit hvort hann verður spekingur eða heimskingi? Þó á hann að ráða yfir öllu því erfiði sem ég hef stritast við og farið viturlega með undir sólinni. Einnig það er hégómi. Amen.
Préd:2:15-19
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2024 | 05:11
Bæn dagsns....Speki og heimska..
Ég tók því að virða fyrir mér speki og flónsku og heimsku því að hvað mun sá maður gera er tekur við af konungi? Ekki annað en það sem menn hafa gert fyrir löngu. Þá sá ég að spekin ber af heimskunni eins og ljósið ber af myrkrinu. Vitur maður hefur augun hjá sér en heimskinginn gengur í myrkri. Amen.
préð:2:12-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2024 | 05:44
Bæn dagsins...Einnig lífsnautnin er hégómi
Ég sagði við sjálfan mig: Jæja þá, reyndu gleðina og njóttu gæða lífsins. En einnig það var hégómi. Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus. Um gleðina sagði ég: Hverju fær hún áorkað? Mér kom til hugar að gæða líkama mínum á víni en láta hjarta mitt þó hafa gát á öllu og að halda fast við heimskuna uns ég sæi hvað mönnum væri til gagns að gera undir himninum alla ævidaga sína. Ég vann stórvirki: Ég reisti mér hús, ég gerði mér víngarða, jurtagarða og aldingarða og gróðursetti þar hvers kyns aldintré,ég bjó mér til vatnstjarnir til þess að vökva skóg í nýrækt, ég keypti þræla og ambáttir og ég átti heimafædd hjú. Ég átti einnig meiri hjarðir nauta og sauða en allir þeir sem höfðu ríkt á undan mér í Jerúsalem. Ég safnaði mér silfri og gulli og fjársjóðum frá konungum og öðrum löndum. Ég fékk mér söngmann og söngkonur og sjálft karlmannsyndið, fjölda kvenna. Ég varð mikill og meiri öllum þeim er ríkt höfðu í Jerúsalem á undan mér. Speki þraut mig ekki heldur. Allt það sem augu mín girntust, það lét ég eftir þeim. Ég neitaði ekki hjarta mínu um nokkurn munað því að hjarta mitt hafði ánægju af eljusemi minni og þetta var afrakstur dugnaðar míns. En svo leit ég á öll verk mín, þau sem hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn er ég hafði haft af þeim og þá sá ég að allt var það hégómi og eftirsókn eftir vindi og að enginn ávinningur er til undir sólinni. Amen.
Peéðdikarinn:2:1-11
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2024 | 21:49
Bæn dagsins...Sjálf spekin er gégómi.
Ég prédikarinn, var konungur yfir Ísrael í Jerúsalem. Ég kappkostaði að rannsaka og kynna mér til hlítar allt það sem gerist undir himninum. Það er erfið þraut sem Guð hefur íþyngt mönnunum með. Ég hef sér öll verk sem unnin eru undir sólinni og öll voru þau hégómi og eftirsókn eftir vindi. Hið bogna verður ekki rétt og það sem á skorður ekki talið. Ég hugsaði með mér: Ég hef aflað mér meiri og víðtækari speki en allir sem ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér og hjarta mitt hefur ríkulega kynnst speki og þekkingu. Ég lagði allan hug á að þekkja speki og þekkja flónsku og heimsku og komst að raun um að einnig það var að sækjast eftir vindi. Því að mikilli speki fylgir mikið angur og sá sem eykur þekkingu sína eykur kvöl sína. Amen.
préd:1:12-18
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2024 | 11:54
Bæn dagsins...Allt er hégómi..Prédikarinn.
Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem. Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi. Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni? Ein kynslóð fer, önnur kemur en jörðin stendur að eilífu. Og sólin rennur upp og sólin gengur undir og hraðar sér aftur til samastaðar síns þar sem húnrennur upp. Vindurinn gengur til suðurs og snýr sér til norðurs, hann snýr sér og snýr sér og hringsnýst á nýjan leik. allar ár renna í sjóinn en sjórinn fyllist ekki. Þangað sem árnar renna munu þær ávallt renna. Allt er sístritandi, enginn maður fær því með orðum lýst, augað verður aldrei satt af að sjá og eyrað verður aldrei mett af að heyra. Það sem hefur verið mun verða og það sem gerst hefur mun enn gerast og ekkert er nýtt undir sólinni. Sé nokkuð til er um verði sagt: Þetta er nýtt, þá hefur það orðið fyrir löngu, fyrir okkar tíma. Forfeðranna minnast menn ekki ekki og ekki verður afkomenda heldur minnst meðal þeirra sem síðar koma. Amen.
préd:1:1-11
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2024 | 07:06
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum þegar hann situr með öldungum landsins. Hún býr til línkyrtla og selur þá og kaupmanninum fær hún belti. Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún fagnar komandi degi. Mál hennar er þrungið speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. Börn hennar segja hana sæla, maður hennar hrósar henni: ,,Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram." Yndisþokkinn er svikull og fegurðin hverful en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið. Hún njóti ávaxta handa sinna og verk hennar skulu vegsama hana í borgarhliðunum. Amen.
Orðs:31:23-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2024 | 05:32
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu..
Fái hún augastað á akri kaupir hún hann og af eigin rammleik býr hún sér víngarð. Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur að starf hennar er ábatasamt, á lampa hennar slokknar ekki um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum og fingur hennar grípa snælduna. Hún er örlát við bágstadda og réttir fram hendurnar móti snauðum. Ekki óttast hún um heimilisfólk sitt þótt snjói því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.Amen.
Orðs:31:16-22
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2024 | 05:42
Bæn dagsins...Lof um dugmikla konu.
Dugmikla konu,hver hlýtur hana? Hún er miklu dýrmætari en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki er lát á hagsæld hans. Hún gerir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dögum, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Amen.
Orðs:31:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2024 | 05:52
Bæn Dagsins...Orð móður Lemúels
Orð Lemúels konungs í Massa sem móðir hans kenndi honum:
Hvað á ég að segja þér, sonur minn, sonur kviðar míns, sonur áheita minna? Gefðu konum ekki kraft þinn, þrek þitt þeim sem táldraga konunga. Ekki sæmir það konungum, Lemúel, ekki sæmir það konungum að drekka vín eða höfðingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og ganga á rétt hinna fátæku. Gefið áfengan drykk hinum lánlausa og vín þeim sem er beiskur í lund. Drekki þeir og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar. Ljúktu upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málstað allra lánleysingja. Ljúktu upp munni þínum, dæmdu af réttvísi, réttu hlut hinna voluðu og snauðu. Amen.
Orðs:31:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2024 | 06:00
Bæn dagsins...Ýmsir orðskviðir.
Fjórir eru smáir á jörðinni og þó eru þeir vitrastir vitringa: Maurarnir eru kraftlítil þjóð og þó afla þeir sér forða á sumrin. Stökkhérarnir eru þróttlítil þjóð og þó gera þeir sér híbýli í klettunum. Engispretturnar hafa engan konung og þó fer allur hópurinn út í röð og reglu. Eðluna getur þú gripið með hendinni og þó er hún í konungahöllum. Þrír eru tígulegir á velli og fjórir tígulegir í gangi: ljónið sem er máttugast meðal dýranna og hopar ekki fyrir neinni skepnu, haninn sem reigir sig, hafurinn og konungur sem enginn fær í móti staðist. Hafir þú glapist til að upphefja sjálfan þig eða hafir þú gert það af ásettu ráði leggðu þú höndina á munninn. Sé mjólk strokkuð myndast smjör, sé slegið á nasir blæðir, sé egnt til reiði vakna deilur. Amen.
Orðs:30:24-33
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 18:20
Bæn dagsins... Ýmsir orðskviðir.
Blóðsugan á tvær dætur sem heita Gefðu! Gefðu! Þrennt er til sem er óseðjandi, fernt sem aldrei segir: ,,Það er nóg." Helja og móðurlíf óbyrjunnar, jörðin sem aldrei seðst af vatni og eldurinn sem aldrei segir: ,,Nú er nóg." Það auga, sem gerir gys að föður sínum og hafnar hlýðni við móður sína, munu hrafnarnir við lækinn kroppa úr og arnarungarnir eta. Þrennt er það sem mér þykir undursamlegt og fernt sem ég fæ ekki skilið: vegur arnarins um loftið, vegur höggormsins á klettinum, vegur skips á reginhafi og vegur karls að konu. Þannig er atferli skækjunnar: Hún etur, þurrkar sér um munninn og segir: ,,Ég hef ekkert rangt gert." Undan þrennu nötrar jörðin og undir fernu getur hún ekki risið: undir þræli þegar hann verður konungur og ranglátum þegar hann mettast brauði, undir forsmáðri konu þegar hún giftist og þernu þegar hún bolar burt húsmóður sinni. Amen.
Orðs:30:15-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 17:25
Bæn dagsins...Ýmsir orðskiðir.
Bættu engu við orð hans til þess að hann ávíti þig ekki o0g geri þig beran að lygum.Um tvennt bið ég þig, synjaðu mér þess ekki áður en ég dey:Lát fals og lygi vera fjarri mér, gef mér hvorki fátækt né auðæfi en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: ,,Hver er Drottinn?" Ef ég yrði fátækur kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns. Rægðu ekki þjóninn við húsbónda hans svo að hann biðji þér ekki bölbæna og þú verðir að gjalda þess. Til er það kyn sem bölvar föður sínum og blessar ekki móður sína, kyn sem þykist vera hreint og hefur þó ekki þvegið af sér saurinn, kyn sem er drembilátt og hnakkakerrt, kyn sem hefur sverð að tönnum og hnífa að jöxlum til að uppræta hina fátæku úr landinu og hina snauðu meðal mannanna. Amen.
Orðs:30:6-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 05:45
Bæn dagsins... Ýmsir orðskviðir.
Orð Afúrs Jakasonar frá Massa, orð mannsins við Ítíel og Úkal:
Ég er heimskari en svo að geta talist maður, ég hef ekki lært speki og ekki hef ég þekkingu á Hinum heilaga. Hver hefur stigið upp til himna og komið niður? Hver hefur safnað vindinum í greipar sínar? Hver hefur bundið vötnin í skikkju sína? Hver hefur ákvarðað endimörk jarðar? Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans, veist þú það? Sérhvert orð Guðs er hreint, hann er skjöldur þeim er leita hælis hjá honum. Amen.
Orðs:30:1-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 16:39
Bæn dagsins...
Blóðvargarnir hata hinn ráðvanda en réttvísir menn láta sér annt um líf hans. Heimskinginn eys úr allri reiði sinni en vitur maður hefur stjórn á henni. Þegar valdhafinn hlýðir á lygaorð verða allir þjónar hans sekir. Fátæklingurinn og kúgarinn mætast, Drottinn ljær ljós augum byggja. Dæmi konungur hina lágt settu af réttvísi mun hásæti hans standa stöðugt að eilífu. Vöndur og umvöndum veita speki en agalaus sveinn gerir móður sinni skömm. Þegar ranglátum fjölgar, fjölgar og misgjörðum en réttlátir munu horfa á fall þeirra. Agaðu son þinn, þá mun hann láta þig hafa ró og veita sál þinni unað. Þar sem engar vitranir eru týnir fólk áttum en sá sem varðveitir lögmálið er sæll. Þræll verður ekki agaður með orðum, hann skilur þau að vísu en fer ekki eftir þeim. Sjáir þú mann sem er fljótfær í orðum, þá á heimskinginn meiri von en hann. Dekri maður við þræl sinn frá barnæsku verður hann vanþakklátur að lokum. Reiðigjarn maður vekur deilur og skapbráður maður drýgir marga synd. Hroki mannsins lægir hann en sæmd bíður hins hógværa. Þjófsnauturinn hatast við sjálfan sig, hann hlýðir á bölvunina en lætur þó ekkert uppi. Ótti við menn leiðir í snöru en þeim er borgið sem treystir Drottni.Margir leita hylli valdhafans en réttur mannsins kemur frá Drottni. Andstyggð réttlátra er sá sem ranglæti fremur og andstyggð ranglátra sá sem breytir ráðvandlega. Amen.
Orðs: 29:10-27
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 05:56
Bæn dagsins...
Þeim sem oft hefur verið átalinn en þrjóskast við verður skyndilega hrundið og engin lækning fæst. Þegar réttlátum vex máttur gleðst þjóðin en þegar ranglátir drottna stynur þjóðin. Sá sem elskar visku gleður föður sinn en sá sem leggur lag sitt við skækjur glatar eigum sínum. Konungurinn eftir landið með rétti en þungar álögur eyða það. Smjaðri maður fyrir náunga sínum leggur hann net fyrir fætur hans. Í misgjörð vonds manns er honum búin snara en réttlátur maður fagnar og gleðst. Réttlátur maður kynnir sér málefni hinna lágt settu en ranglátur maður hirðir ekki um að kynna sér þau. Spottarar æsa upp borgina en vitrir menn lægja reiðina. Þegar vitur maður á í þrætu við afglapa reiðist og hlær afglapinn en lausn fæst engin. Amen.
Orðs:29:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2024 | 10:40
Bæn dagsins...
Nískur maður er á þönum eftir auði og veit ekki að örbirgðin mun elta hann uppi. Sá sem ávítar mann öðlast síðar meiri hylli en tungumjúkur smjaðrari. Sá sem rænir foreldra sína og segir: ,,Það er engin synd," er lagsbróðir eyðandans. Ágjarn maður vekur deilur en þeim sem treystir Drottni farnast vel. Sá sem treystir á eigið hyggjuvit er heimskingi en sá sem breytir viturlega mun bjargast. Sá sem gefur fátækum líður engan skort en þeim sem byrgir augu sín verður víða formælt. Þegar vegur ranglátra vex fela menn sig en þegar þeir tortímast fjölgar réttlátum. Amen.
Orðs:28:22-28
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
249 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 6
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 215770
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 19.4.2025 Bæn dagsins...
- 18.4.2025 Bæn dagsins...
- 17.4.2025 Bæn dagsins...
- 16.4.2025 Bæn dagsins...
- 15.4.2025 Bæn dagsins...
- 14.4.2025 Bæn dagsins...
- 13.4.2025 Bæn dagsins...
- 12.4.2025 Bæn dagsins...
- 11.4.2025 Bæn dagsins...
- 10.4.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson