Bæn dagsins

Menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni, - skal Ísrael segja- menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni en yfirbugðu mig eigi. Þeir plægðu um hrygg mér, gerðu plógförin löng. En Drottinn er réttlátur, hann hefur höggvið fjötra óguðlegra. Amen.

Sálm:129:1-4


Bæn dagsins

Drottinn blessi þig frá Síon svo að þú fáir séð hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína. Friður sé yfir Ísrael. Amen.

Sálm:128:5-6


Bæn dagsins

Kona þín er sem frjósamur vínviður inni í húsi þínu, börn þín sem teinungar olíutrésins umhverfis borð þitt. Sannarlega hlýtur slíka blessun sá maður er óttast Drottin. Amen.

Sálm:128:3-4


Bæn deagsins

Sæl er hver sá er óttast Drottin og gengur á hans vegum. Afla handa þinna skalt þú njóta, sæl ert þú, vel farnast þér. Amen.

Sálm:128:1-2


Bæn dagsins

Synir eru gjöf frá Drottni, ávöxtur móðurlífsins er umbun. Eins og örvar í hendi kappans eru synir getnir í æsku. Sæll er sá maður er fyllt hefur örvamæli sinn með þeim. Þeir varða eigi til skammar er þeir flytja mál gegn óvinum sínum í borgarhliðinu. Amen.

Sálm:127:3-5


Bæn dagsins

Grátandi fara menn og bera sáðkorn til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim. Amen.

Sálm:126:6

Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina vakir vörðurinn til ónýtis. Það er yður til einskis að rísa upp árla og ganga seint til hvílu og eta brauð sem aflað er með striti: Svo gefur Drottinn ástvinum sínum í svefni. Amen.

Sálm:127:1-2

 


Bæn dagsins

Snú við hag vorum, Drottinn, eins og þú fyllir þurra farvegi í  Suðurlandi. Þeir sem sá með tárum munu uppskera með gleðisöng. Amen

Sálm:126:4-5


Bæn dagsins

Þegar Drottinn sneri við hag Síonar var sem oss dreymdi. Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: ,,Mikla hluti hefur Drottinn gert við þá. Drottinn hefur gert mikla hluti við oss, vér vorum glaðir. Amen.

Sálm:126:1-3


Bæn dagsins

Því að veldissproti hins rangláta mun eigi hvíla á landi réttlátra til þess að hinir réttlátu seilist ekki með höndum sínum eftir ranglæti. Drottinn, vertu góðum góður og þeim sem hjartahreinir eru. En þá sem lenda á refilstigum mun Drottinn nema brott með illgjörðamönnum. Friður sé yfir Ísrael. Amen.

Sálm:125:3-5


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband