Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2025

Bæn dagsins...

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína, Guð minn, þér tréysti ég, lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér. Amen.

Sálm:25:1-2


Bæn dagsins...

Hjálpa þú, Drottinn, því að hinir guðræknu eru á brott, tryggðin er horfin frá mönnum. Þeir ljúga hver að öðrum, með svik í munni og fals í hjarta tala þeir. Amen.

Sálm:12:2-3


Bæn dagsins...

Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonarfjall, það bifast eigi, stendur að eilífu. Amen.

Sálm:125:1


Bæn dagsins...

Til þin hef ég augu mín, þú sem situr á himnum. Eins og þjónar  mæna á hönd húsbænda sinna og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar horfa augu vor til Drottins Guðs vors uns hann líknar oss. Amen.

Sálm:123:1-2


Bæn dagsins...

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Amen.

Sálm:103:1-2


Bæn dagsins...

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Amen.

Sálm:121:7-8


Bæn dagsins...

Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. amen.

Sálm:121:3-6


Bæn dagsins...

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:121:1-2


Bæn dagsins...

Hví stendur þú fjarri, Drottinn, hví felur þú þig á neyðartímum? Hinn óguðlegi ofsækir þá snauðu með hroka, fangar þá með ráðum sem hann hefur bruggað. Amen.

Sálm :10:1-2


Bæn dagsins...

Sæll er sá maður er þú agar, Drottinn, og fræðir með lögmáli þínu svo að hann njóti friðar á erfiðum dögum uns hinum óguðlega verður grafin gröf. Amen.

Sálm:94:12-13


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

249 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 215765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband