Bloggfærslur mánaðarins, september 2024

Bæn dagsins...

Spottarinn leitar visku en finnur ekki en hyggnum manni er hún auðfengin. Haltu þig fjarri heimskum manni, engin viskuorð hlýtur þú af honum. Viska hins hyggna er að þekkja réttan veg en fíflska heimskingjanna er blekking. Heimskingja má sætta með meðalgöngu en hreinskilnum nægir góðvild. Hjartað eitt þekkir kvöl sína og í gleði þess getur enginn annar blandað sér. Amen.

Orðs:14:6-10


Bæn dagsins...

Viska kvennanna reisir húsið en fíflska þeirra rífur það niður með berum höndum. sá sem breytir rétt óttast Drottin en sá sem fyrirlítur hann fer villur vegar. Í munni heimskingjans býr vöndur gegn hroka hans en varir hinna vitru varðveita þá. Þar sem engin naut eru, er jatan tóm en af krafti uxans fæst mikill ágóði. Sannorður vottur lýgur ekki en falsvottur fer með lygar. Amen.

Orðs:14:1-5


Bæn dagsins...

Fátækt og smán hlýtur sá sem ekki skeytir um áminningar en sá sem tekur umvöndun hlýtur sæmd. Uppfyllt ósk er sálinni sæt en að forðast illt er heimskingjunum andstyggð. Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim sem leggur lag sitt við heimskingja. Óhamingjan eftir syndarana en gæfan hlotnast hinum réttlátu. Góður maður lætur eftir sig arf handa börnum og barnabörnum en eigur syndarans koma í hlut hins réttláta. Nýrækt fátæklinga gefur ærna fæðu en óhóf sviptir marga efnum. Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn en sá sem elskar hann agar hann snemma. Hinn réttláti fær nægju sína en kviður ranglátra er galtómur. Amen.

Orðs:13:18-25


Bæn dagsins...

Kennsla hins vitra er lífslind og forðar frá snörum dauðans. Góðir vitsmunir veita hylli en vegur svikaranna leiðir í glötun. vitur maður fer að öllu með hyggindum en flónið dreifir um sig heimsku. Ótrúr sendiboði færir ógæfu en trúr sendimaður lækningu.Amen.

Orðs:13:14-17


Bæn dagsins...

Skjótfenginn auður hjaðnar en þeim sem safnar smátt og smátt vex auður. Löng eftirvænting gerir hjartað sjúkt en uppfyllt ósk er lífstré. Sá sem fyrirlítur hollráð býr sér glötun en sá sem hlítir leiðsögn hlýtur umbun. Amen.

Orðs:13:8-10


Bæn dagsins...

Auðæfi manns eru lífi hans lausnargjald en enginn hótar hinum fátæka. Ljós r´ðettlátra logar skært en lampa ranglátra slokknar. Af hroka kvikna deilur en hjá ráðþægnum mönnum er viska. Amen.

Orðs:13.8-10


Bæn dagsins...

Vitur sonur hlýðir fyrirmælum föður síns en hinn þvermóðskufulli sinnir engri umvöndun. Góðs má njóta af ávexti munnsins en svikarana þyrstir í ofbeldi. Sá sem gætir munns síns varðveitir líf sitt en glötun bíður hins lausmála. Sál letingjans girnist og fær ekki en sál hins eljusama mettast ríkulega. Réttlátur maður hatast við lygi en hinn rangláti fremur smán og svívirðu. Réttlætið verndar hinn grandvara en ranglætið verður syndaranum að falli.Einn þykist ríkur en á þó ekkert, annar læst fátækur þótt auðugur sé.Amen.

Orðs:13:1-7


Bæn dagsins...

Ávextir varanna metta mann gæðum og af handaverkum sínum hlýtur hann umbun. Heimskingi telur sig breyta rétt en vitur maður þiggur ráð. Bræði afglapans birtist strax, greindur maður dylur gremju sína. Sannsögult vitni mælir það sem rétt er en falsvotturinn svik. Vanhugsuð orð eru sem sverðalög en tunga hins vitra græðir. Sönn orð standa að eilífu en lygimál aðeins skamma hríð. Svik eru í hjarta hins meinfýsna en sá gleðst sem stuðlar að friði. Hins réttláta bíður ekkert böl en ógæfan hleðst á hinn rangláta. Lygarar eru Drottni andstyggð en hinir sannorðu eru yndi hans. Vitur maður dylur þekkingu sína en heimskinginn flíkar flónsku sinni. Hönd hinna iðnu mun drottna en hangandi hönd á erfiði í vændum. Hugsýki íþyngir hjartanu, eitt vingjarnleg orð gleður það. Hinn réttláti vísa öðrum veginn en vegur ranglátra leiðir þá í villu. etin nær ekki bráðinni en iðnin er dýrmætur auður. Á vegi réttlætisins er líf en glæpaleiðin liggur í dauðann. Amen.

Orðs:12:14-28


Bæn dagsins...

Ranglátir kollsteypast og hverfa en hús réttlátra stendur. Af vitsmunnum sínum hlýtur maðurinn lof en hinn fláráði verður fyrirlitinn. Betra er að vera lítils metinn og eiga þó þræl en að berast á og skorta brauð. Hinn réttláti annast búfé sitt vel en harðneskja er í hjarta rangláta. Sá sem yrkir land sitt mettast af brauði en sá sem sækist eftir hégóma er heimskur. Hinn rangláti girnist illan feng en hinn réttláti á sér trygga staðfestu. Yfirsjón varanna er ill snara en hinn réttláti bjargast úr nauðum. Amen. 

Orðs:12:7-13

 


Bæn dagsins...

Sá sem elskar aga elskar þekkingu en sá sem hatar umvöndun er heimskur. Hinn góði hlýtur velþóknun Drottins en meinfýsinn mann fyrirdæmir hann. Ranglætið veitir engum fótfestu en réttlætið stendur djúpum rótum. Væn kona er kóróna manns síns en vond kona er sem rotnun í beinum hans. Réttlátir hyggja á réttlæti en ranglátir hafa svik í huga. Orð ranglátra eru banvæn en tunga hinna hinna réttsýnu frelsar þá.Amen.

Orðs:12:1-6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 212126

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband