Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Bæn dagsins...Orðtök um hyggindi..

Til er böl sem ég hef séð undir sólinni, yfirsjón af hálfu valdhafans: Heimskan er sett í háu stöðurnar en göfugmennin sitja í niðurlægingu. 

Ég sá þræla sitja hesta og höfðingja fótgangandi eins og þræla. Sá sem grefur gröf fellur í hana og þann sem rífur niður vegg getur höggormur bitið. Sá sem sprengir steina getur meitt sig á þeim, sá sem klýfur við getur stofnað sér í hættu. Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni. Ef höggormurinn bítur af því að særingar hafa verið vanræktar, þá kemur særingamaðurinn að engu liði. Orð af munni viturs manns eru yndisleg en varir heimskingjans vinna honum tjón. Fyrstu orðin út úr honum eru heimska og endir ræðu hans er ill flónska. Heimskinginn mælir mörg orð, þó veit maðurinn ekki hvað verða muni. Hvað verða muni eftir hans dag, hver segir honum það? Amstur heimskingjans þreytir hann, hann ratar ekki veginn inn í borgina. Vei þér, land, sem hefur dreng að konungi og höfðingjar þínir setjast að veislu að morgni dags! Sælt ert þú, land, sem hefur eðalborinn mann að konungi og höfðingjar þínir matast á réttum tíma sér til styrkingar en ekki til þess að verða drukknir. Vegna leti síga bjálkarnir niður og vegna iðjulausra handa lekur húsið. Til gleðskapar búa menn máltíðir, vín gerir lífið skemmtilegt og peningarnir veita allt. Formæltu ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæltu ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóminn og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir. Amen.

Préd:10:5-20


Bæn dagsins...Orðtök um hyggindi..

Dauðar flugur valda ódaun með því að hleypa gerjun í olíu smyrslarans. Ofurlítill aulaskapur er þyngri á metunum en viska eða sómi. 

Hjarta viturs manns stefnir á heillabraut en hjarta heimskingjans leiðir hann í ógæfu. Aulinn gengur veg sinn og brestur vitið og segir við hvern mann að hann sé auli. Ef reiði drottnarans kviknar gegn þér, vertu þá staðfastur því að stilling afstýrir miklum glappaskotum.Amen.

Préd:10:1-4


Bængagsins...Viska fátæks manns..

Þetta virtist mér einnig speki undir sólinni og fannst mér mikið um: Einu sinni var lítil borg og fáir menn í henni. voldugur konungur fór gegn henni, settist um hana og 

reisti mikil hervirki við hana. En í borginni var fátækur maður en vitur og hann bjargaði borginni með visku sinni. En enginn minntist þessa fátæka manns. Þá hugsaði ég: 

Viska er betri en afl en viska fátæks manns er fyrirlitin og orðum hans er enginn gaumur gefinn. Orð viturra manna, sem hlustað er á í næði, eru betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna. Viska er betri en hervopn en einn syndari spillir mörgu góðu. Amen.

Préd:9:13-18


Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..

Enn sá ég undir sólinni að hinir fótfráu ráða ekki hlaupinn, né hetjurnar stríðinu, né eiga spekingarnir brauðið víst, né hinir hyggnu auðinn, né hinir vitru vinsældir því að tími og tilviljun hittir þá alla fyrir. Maðurinn þykkir ekki einu sinni sinn tíma. Eins og fiskarnir festast í hinu háskalega neti og eins og fuglarnir festast í snörunni, á líkan hátt verða mennirnir fangnir á óheillatíð þegar hún kemur skyndilega yfir þá. Amen.

Préd:9:11-12


Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..

Öllu þessu veitti ég athygli og allt þetta reyndi ég að rannsaka: Hinir réttlátu og vitru og verk þeirra eru í hendi Guðs. Hvorki ást né hatur veit maðurinn fyrir allt bíður síns tíma, hið sama hendir alla, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og illum, hreinum og óhreinum, þeim sem fórnfærir og þeim sem ekki fórnfærir. Hinum góða farnast eins og syndaranum, og þeim er sver eins og þeim er óttast svardaga. Það er ókostur við allt sem við ber undir sólinni að sömu örlög mæta öllum og því fyllist hjarta mannanna illsku og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra og síðan leggur leiðin til hinna dauðu. Meðan maður er sameinaður þeim  sem lifa, svo lengi er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón. Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni. Farðu því og et brauð þitt með ánægju og drekktu vín þitt með glöðu hjarta því að Guð hefur lengi haft  velþóknun á verkum þínum. Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei  ilmsmyrslin. Njóttu lífsins með konunni,sem þú elska, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefur gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt sem þú streitist við undir sólinni. Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né þekking né viska. Amen. 

Préd:9:1-10


Bæn dagsins...Ráð Guðs er mönnum hulið..

Sá sem varðveitir skipunina mun ekki verða fyrir neinu illu og hjarta viturs manns þekkir tíma og dóm. Sérhvert verk á sinn tíma og dóm, og böl mannsins hvílir þungt á honum. Hann veit ekki hvað verða muni þv´ði að hver segir honum hvernig muni fara? Enginn maður ræður yfir vindinum svo að hann geti stöðvað hann og enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum, enginn fær sig lausan úr bardaganum og óhæfan bjargar ekki þeim er hana fremur.

Allt þetta hef ég séð af því að ég veitti athygli öllu því sem gerrist undir sólinni Þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu. Þá hef ég séð rangláta menn jarðaða en þeir sem höfðu breytt rétt urðu að fara burt frá hinum heilaga stað og þeir gleymdust í borginni. Einnig það er hégómi. Dómi yfir illskuverkum er ekki fullnægt þegar í stað og því svellur mönnum móður til þess að gera það sem illt er. Syndarinn gerir það sem illt er hundrað sinnum og verður samt gamall þótt ég viti hins verður samt gamall þótt ég viti hins vegar að réttlátum mönnum, sem óttast Guð, vegnar vel. Hinum rangláta mun ekki vel vegna og hann verður ekki langlífur fremur en skugginn af því að hann óttast ekki Guð. Það er hégómi sem gerist á jörðinni, að til eru réttlátir menn sem verða fyrir því sem ranglátir eiga skilið og til eru ranglátir menn sem verða fyrir því sem réttlátir eiga skilið. Ég sagði: Einnig það er hégómi. Og ég lofaði gleðina því að ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður. Og það fylgir honum í striti hans um ævidagana sem Guð hefur gefið honum undir sólinni. Þegar ég kappkostaði að kynna mér speki og sjá þau verk sem unnin eru á jörðinni, því að hvorki dag né nótt kemur manni blundur á auga, þá sá ég að maðurinn getur ekki skilið til fulls allt verk Guðs, það verk sem gerist undir sólinni, því að hversu mjög sem maðurinn gerir sér far um að leita fær hann þó ekki skilið það til fulls, og enda þótt spekingurinn segist þekkja það fær hann ekki skilið það til fulls heldur. Amen.

Préd:8:5-17


Bæn dagsins...Orð konungs er máttugt..

Hver er sem spekingurinn og hver skilur merkingu hlutanna? Speki mannsins hýrgar andlit hans og dregur úr hörkunni í svipnum. Ég segi: Varðveittu boð konungsins einmitt vegna eiðsins við Guð. Vertu ekki fljótur til að ganga burt frá honum, gefðu þig ekki að illu málefni. Því að hann gerir allt sem hann vill af því að konungsorð er máttugt og hver segir við hann: Hvað gerir þú? Amen.

Préd:8.1-4


Bæn dagsins...Ver ekki of réttlátur..

Spekin veitir vitrum manni meiri mátt en tíu valdhafar sem eru í borginni. Enginn réttlátur maður er til á jörðinni sem gert hefur gott eitt og aldrei syndgað. Gefðu ekki heldur gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir ekki þræl þinn bölva þér. Sjálfur veistu að þú hefur einnig oft bölvað öðrum. Allt þetta hef ég rannsakað með speki. Ég hugsaði: Ég vil verða vitur en hyggindin eru hulin. Fjarlægt er það sem er og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa. Og ég fann að konan er biturri en dauðinn því að hún er net og hjarta hennar  snara, hendur hennar fjötrar. Sá sem Guði þóknast kemst undan henni en syndarinn verður fanginn af henni. Sjá, þetta hef ég fundið, segir prédikarinn, með því að leggja eitt við annað til þess að að komast að hyggindum. Það sem ég hef leitað að án afláts en ekki fundið, það er þetta: Einn mann af þúsundi hef ég fundið en konu hef ég aldrei fundið á meðal allra þeirra. Sjá þetta eitt hef ég fundið, að Guð hefur skapað mennina rétt en vangaveltur þeirra urðu of margar. Amen.

préd:7:19-29


Bæn dagsins...Ver ekki of réttlátur..

Allt hef ég séð á minni fánýtu ævi: Margur réttlátur maður ferst ´ði réttlæti sínu og margur guðlaus maður lifir lengi í illsku sinni. Vertu ekki um of réttlátur og stærðu þig ekki af speki, hví vilt þú tortíma sjálfum þér? Breyttu ekki of óguðlega og vertu ekki heimskur, hví vilt þú deyja áður en þinn tími er kominn? Það er gott að þú haldir fast við þetta en sleppir þó ekki hendinni af hinu því að sá sem óttast Guð kemst hjá því öllu. Amen.

Préd:7:15-18


Bæn dagsins...Spekiorð..

Speki er eins góð og óðal og ávinningur fyrir þá sem sólina líta. Því að spekin veitir forsælu eins og silfrið veitir forsælu en yfirburðir þekkingarinnar eru þeir að spekin heldur lífinu í þeim sem hana á. Hver getur gert það beint sem hann hefur gert borgið?Vertu í góðu skapi á góðum degi og hugleiddu þetta á illum degi: Guð hefur gert þennan dag alveg eins og hinn til þess að maðurinn verði einskis vísari um það sem síðar kemur.Amen.

Préd:7:11-14 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 215490

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband