Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Bæn dagsins...Speki og heimska..

Jafnframt tók ég eftir því að eitt og hið sama kemur fram á öllum. Og ég sagði við sjálfan mig: Það sem kemur fyrir heimskingjann kemur einnig fram við mig og til hvers hef ég þá orðið svo frábærlega vitur? Þá fann ég í hjarta mínu að einnig það var hégómi. Því að menn minnast ekki hins vitra að eilífu fremur en heimskingjans því að allir verða þeir löngu gleymdir á ókomnum tímum, og deyr ekki jafnt vitur sem heimskur? Þá varð ég andsnúinn lífinu. Mér mislíkaði það sem gerist undir sólinni því að allt er það hégómi og eftirsókn eftir vindi. Mér var illa við eigið erfiði sem ég streittist við undir sólinni. Það verð ég að eftirláta þeim manni er kemur eftir mig. Hver veit hvort hann verður spekingur eða heimskingi? Þó á hann að ráða yfir öllu því erfiði sem ég hef stritast við og farið viturlega með undir sólinni. Einnig það er hégómi. Amen.

Préd:2:15-19


Bæn dagsns....Speki og heimska..

Ég tók því að virða fyrir mér speki og flónsku og heimsku því að hvað mun sá maður gera er tekur við af konungi? Ekki annað en það sem menn hafa gert fyrir löngu. Þá sá ég að spekin ber af heimskunni eins og ljósið ber af myrkrinu. Vitur maður hefur augun hjá sér en heimskinginn gengur í myrkri. Amen.

préð:2:12-14


Bæn dagsins...Einnig lífsnautnin er hégómi

Ég sagði við sjálfan mig: Jæja þá, reyndu gleðina og njóttu gæða lífsins. En einnig það var hégómi. Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus. Um gleðina sagði ég: Hverju fær hún áorkað? Mér kom til hugar að gæða líkama mínum á víni en láta hjarta mitt þó hafa gát á öllu og að halda fast við heimskuna uns ég sæi hvað mönnum væri til gagns að gera undir himninum alla ævidaga sína. Ég vann stórvirki: Ég reisti mér hús, ég gerði mér víngarða, jurtagarða og aldingarða og gróðursetti þar hvers kyns aldintré,ég bjó mér til vatnstjarnir til þess að vökva skóg í nýrækt, ég keypti þræla og ambáttir og ég átti heimafædd hjú. Ég átti einnig meiri hjarðir nauta og sauða en allir þeir sem höfðu ríkt á undan mér í Jerúsalem. Ég safnaði mér silfri og gulli og fjársjóðum frá konungum og öðrum löndum. Ég fékk mér söngmann og söngkonur og sjálft karlmannsyndið, fjölda kvenna. Ég varð mikill og meiri öllum þeim er ríkt höfðu í Jerúsalem á undan mér. Speki þraut mig ekki heldur. Allt það sem augu mín girntust, það lét ég eftir þeim. Ég neitaði ekki hjarta mínu um nokkurn munað því að hjarta mitt hafði ánægju af eljusemi minni og þetta var afrakstur dugnaðar míns. En svo leit ég á öll verk mín, þau sem hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn er ég hafði haft af þeim og þá sá ég að allt var það hégómi og eftirsókn eftir vindi og að enginn ávinningur er til undir sólinni. Amen.

Peéðdikarinn:2:1-11


Bæn dagsins...Sjálf spekin er gégómi.

Ég prédikarinn, var konungur yfir Ísrael í Jerúsalem. Ég kappkostaði að rannsaka og kynna mér til hlítar allt það sem gerist undir himninum. Það er erfið þraut sem Guð hefur íþyngt mönnunum með. Ég hef sér öll verk sem unnin eru undir sólinni og öll voru þau hégómi og eftirsókn eftir vindi. Hið bogna verður ekki rétt og það sem á skorður ekki talið. Ég hugsaði með mér: Ég hef aflað mér meiri og víðtækari speki en allir sem ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér og hjarta mitt hefur ríkulega kynnst speki og þekkingu. Ég lagði allan hug á að þekkja speki og þekkja flónsku og heimsku og komst að raun um að einnig það var að sækjast eftir vindi. Því að mikilli speki fylgir mikið angur og sá sem eykur þekkingu sína eykur kvöl sína. Amen.

préd:1:12-18


Bæn dagsins...Allt er hégómi..Prédikarinn.

Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem. Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi. Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni? Ein kynslóð fer, önnur kemur en jörðin stendur að eilífu. Og sólin rennur upp og sólin gengur undir og hraðar sér aftur til samastaðar síns þar sem húnrennur upp. Vindurinn gengur til suðurs og snýr sér til norðurs, hann snýr sér og snýr sér og hringsnýst á nýjan leik. allar ár renna í sjóinn en sjórinn fyllist ekki. Þangað sem árnar renna munu þær ávallt renna. Allt er sístritandi, enginn maður fær því með orðum lýst, augað verður aldrei satt af að sjá og eyrað verður aldrei mett af að heyra. Það sem hefur verið mun verða og það sem gerst hefur mun enn gerast og ekkert er nýtt undir sólinni. Sé nokkuð til er um verði sagt: Þetta er nýtt, þá hefur það orðið fyrir löngu, fyrir okkar tíma. Forfeðranna minnast menn ekki ekki og ekki verður afkomenda heldur minnst meðal þeirra sem síðar koma. Amen.

préd:1:1-11


Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.