Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024
31.12.2024 | 09:55
Gleðileg ár...
Ég óska öllum sem hafa lesi blogg mitt og fl, Gleðilegt nýtt ár 2025
og þakkað fyrir ári 2024 sem er að líða
Kær Kveðja
Gunnlaugur H Halldórsson.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2024 | 09:34
Bæn dagsins...
Fjórða Bók
Bæn guðsmannsins Móse.
Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. amen.
Sálmarnir:90:1-2
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2024 | 09:22
Bæn dagsins...
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?
Með því að gefa gaum að orði þínu.
Sálmarnir:119:9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2024 | 09:14
Bæn dagsins...
Dómur yfir Jerúsalem
Hin trúfasta borg er orðin skækja, hún sem var full af réttvísi. Fyrrum bjó réttlæti í henni en nú morðingjar. Silfur þitt er orðið að sora, vín þitt blandað vatni. Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn og lagsmenn þjófa. Allir eru þeir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum. Þeir reka ekki réttar munaðarlausra og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá. Þess vegna segir Drottinn allsherjar, hinn voldugi í Ísrael: Vel, ég mun svala mér á andstæðingum mínum, hefna mín á óvinum mínum. Ég ætla að snúa hendi minni gegn þér og hreinsa úr þér sorann með lút og skilja frá allt blýið. Þá mun ég fá þér dómara eins og þá sem voru í öndverðu og ráðgjafa líka þeim sem voru í upphafi. Eftir það verður þú nefnd Borg réttlætisins, Virkið trúfasta. Síon verður frelsuð með réttvísi og meðréttlæti þeir sem iðrast. En lögbrjótar og syndarar verða upprættir og þeim sem yfirgefa Drottin verður eytt. Þér munuð skammast yðar fyrir eikurnar sem þér hafið mætur á og roðna af blygðun vegna garðanna sem þér kusuð yður. Þér verðið sjálfir eins og eik með visnuðu laufi, eins og lundur án vatns. Þá verður hinn voldugi að hálmi og verk hans neisti, hvort tveggja brennur í senn og enginn til að slökkva. Amen.
Jesaja:1:21-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2024 | 13:02
Bæn dagsins...
Fánýtar fórnir
Heyrið orð Drottins, höfðingjar Sódómu. Hlýðið á leiðsögn guðs vors, íbúar Gómorru: Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa, í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki. Þegar þér komið til að líta auglit mitt, hver hefur þá beðið yður að traðka forgarða mína? Færið mér ekki framar fánýtar kornfórnir, reykelsi er mér viðurstyggð. Tunglkomudagar, hvíldardagar og hátíðarsamkomur, ég þoli ekki að saman fari ranglæti og hátíðarglaumur. Ég hata tunglkomudaga yðar og hátíðir, þær eru mér byrði,ég er orðinn þreyttur á að bera þær. Þegar þér lyftið höndum yðar í átt til mín loka ég augunum og þótt þér biðjið margra bæna heyri ég ekki. Hendur yðar eru ataðar blóði. Þvoið yður! Hreinsið yður! Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum. Hættið að gera illt, lærið að gera gott, leitið réttarins, hjálpið hinum kúgaða. Rekið réttar munaðarleysingjans. Verjið mál ekkjunnar. Komið vér skulum eigast lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull. Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir skuluð þér njóta landsins gæða en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir verðið þér sverði bitnir. Munnur Drottins hefur talað það. Amen.
Jesaja:1:10-20
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2024 | 08:19
Bæn dagsins...
Fyrsti Hluti
Vitrun Jesaja Amotssonar um Júda og Jerúsalem sem hann fékk í stjórnartíð Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.
Drottinn ákærir þjóð sína
Heyr þú, himinn, hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Ég hef fóstrað börn og alið þau upp en þau hafa brugðist mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns en Ísrael þekkir ekki, fólk mitt skilur ekki.
Vei syndugri þjóð, lýð sem hlaðinn er misgjörðum, niðjum illræðismanna, spilltum börnum. Þér hafið yfirgefið Drottin, hafnað Hinum heilaga Ísraels og snúið baki við honum. Hvar má enn ljósta yður sem sífellt eruð fráhverfir? Höfuðið er allt í sárum, hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, hvarvetna mar, undir og opin sár sem hvorki eru hreinsuð né bundið um né mýkt með olíu. Land yðar er auðn, borgirnar brenndar. Fyrir augum yðar gleypa útlendingar akurland yðar, það er eyðimörk líkt og varð þegar Sódómu var eytt. Dóttirin Síon er ein eftir eins og skýli í víngarði, eins og afdrep á gúrkuakri, eins og umsetin borg. Hefði Drottinn allsherjar ekki látið oss eftir örfáa sem björguðust, hefðum vér orðið eins og Sódóma, líkst Gómorru. Amen.
Jesaja:1:2-9
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2024 | 18:01
Bæn dagsins...
(Kór)
Hver er sú sem kemur þarna af berangri og leiðir elskhuga sinn?
(Hún)
Undir eplatrénu vaki ég þig, þar varð móðir þín þunguð að þér og þar fæddi þig sú sem þunguð var.
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; hún er brennandi bál, skíðlogandi eldur. Vatnsflaumur fær ekki slökkt ástina, stórfljót ekki drekkt henni, bjóði maður aleigu sína fyrir ástina uppsker hann aðeins háð.
(Kór)
Litla systur eigum vér, henni eru ekki vaxin brjóst. Hvað eigum vér að gera við systur vora á festardegi hennar? Sé hún múrveggur reisum vér á honum silfurvirki, sé hún hurð þekjum vér hana sedrusviði.
(Hún)
Ég er múrveggur og brjóst mín eins og turnar, í augum hans varð ég sú sem veitir frið.
(Hann)
Salómon átti vínekru í Baal Hamon. Hann setti verði um vínekruna, fyrir ávexti hennar skyldi hver maður greiða þúsund sikla silfurs. Ég á eigin vínekru. Eigðu þúsundin, Salómon, og tvö hundruð þeir sem ávaxtarins gæta.
Þú sem dvelst í görðunum, vinirnir hlusta eftir rödd þinni, en láttu mig heyra hana.
(Hún)
Skundaðu, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna líkur dádýri, líkur hindarkálfi. Amen.
Ljóðaljóðin:8:5-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2024 | 09:56
Bæn dagsins...
Ó, að þú værir bróðir minn sem móðir mín hefði haft á brjósti, hitti ég þig á strætinu mundi ég kyssa þig og enginn fyrirliti mig. Þá tæki ég þig við hönd mér og leiddi þig heim til móður minnar, í hús hennar sem ól mig; þar gæfi ég þér af kryddvíni mínu, safn granateplanna. Vinstri hönd þín sé undir höfði mér, hin hægri faðmi mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, truflið ekki, vekið ekki ástina, fyrr en hún sjálf vill. Amen.
Ljóðaljóðin:8:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2024 | 12:42
Bæn dagsins...
(Kór)
Snúðu þér, snúðu þér, Súlammít. Snúðu þér, snúðu þér svo að vér getum horft á þig.
(Hann)
Hví viljið þér sjá Súlammít snúa sér í herbúðadansinum? Hve léttstíg ertu í ilskónum, höfðingjadóttir. Ávöl lærin eru sem skartgripir, handaverk listasmiðs, skaut þitt kringlótt skál; ekki skal það skorta vínblönduna, kviðurinn sem hveitibingur og liljur allt um kring, brjóst þín eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar, háls þinn sem fílabeinsturn, augun eins og tjarnirnar hjá Hesbon, við hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líbanonsturninn sem snýr að Damasks, höfuð þitt sem Karmelfjall og hárið purpuri; konung má fanga í lokkunum. Fögur ertu, yndisleg ertu, vina mín, dóttir lystisemdanna. Vöxtur þinn er eins og pálmatré, brjóst þín sem klasarnir. Ég segi: ,,þetta pálmatré klíf ég og gríp í greinarnar, megi brjóst þín líkjast vínberjaklösum, andardráttur þinn eplailmi, gómur þinn sætu víni, nýju víni. rennandi um sofandi varir."
(Hún)
Elskhugi minn er minn og mig eina þráir hann. Komdu, vinur minn, komum út á víðan vang, eyðum nóttinni undir hennakjarrinu, förum snemma upp í vínekrurnar, sjáum hvort vínviðurinn blómstrar, hvort blóm hans hafa opnast, hvort granatviðurinn stendur í blóma. Þar gef ég þér ást mína. Ástareplin anga, dýrindis ávextir við dyr okkar, nýtíndir og geymdir, ástin mín, þá hef ég varðveitt handa þér. Amen.
Ljóðaljóðin:7:1-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2024 | 08:16
Bæn dagsins...
(Kór)
Hvert er elskhugi þinn farinn, þú, fegurst kvenna? Hvert er elskhugi þinn horfinn? Vér skulum leita hans með þér.
(Hún)
Elskhugi minn er farinn niður í garð sinn að ilmjurtareitunum, til leiks í görðunum, að tína liljur. Ég er hans, elskhuga míns, og hann er minn, hann sem leikur meðal lilja.
(Hann)
Fögur ertu, ástin mín, eins og Tirsa, indæl eins og Jerúsalem, ógnandi eins og herfylking. Horfðu ekki á mig, augu þín skelfa mig. Hár þitt er eins og geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar sem ær í hóp, nýbaðaðar, allar tvílembdar, og engin lamblaus, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni. Sextíu eru drottningarnar, áttatíu hjákonurnar og ungmeyjarnar óteljandi en ein er dúfan mín fullkomna, einkabarn móður sinnar, yndi hennar sem ól hana. Ungmeyjarnar sjá hana og róma hana, drottningar og hjákonur syngja henni lof. Hver gægist hér fram sem morgunroðinn, fögur sem máninn, leiftrandi sem sólin, ógurleg sem herskarar stjarnanna?
Ég fór niður í hnetulundinn að sjá dalinn grænka, sjá hvort vínviðurinn blómstraði og granatviðurinn bæri blóm. Ég var frá mér numinn, ég varð altekinn af ást. Amen.
Ljóðaljóðin:6:2-12
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
271 dagur til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 27.3.2025 Bæn dagsins...
- 26.3.2025 Bæn dagsins...
- 25.3.2025 Bæn dagsins...
- 24.3.2025 Bæn dagsins...
- 23.3.2025 Bæn dagsins...
- 22.3.2025 Bæn dagsins...Tóbítsbók
- 22.3.2025 Bæn dagsins:Tóbítsbók.
- 21.3.2025 Bæn dagsins...
- 20.3.2025 Bæn dagsins...
- 19.3.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson