Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Bæn dagsins

Guð heyr þú bæn mína, ljá eyra orðum munns míns.

Erlendir fjandmenn hafa ráðist gegn mér og ofbeldismenn sækjast eftir lífi mínu, eigi hafa þeir Guð fyrir augum. AMEN.sálm.54:4-5


Bæn dagsins

Guð hefur sagt í helgidómi sínum: ,,Ég vil fagna sigri, ég vil skipta Síkem, mæla Súkkótdalinn. AMEN.sálm.60:8


Bæn dagsins

Vissulega er Guð góður við Ísrael, við þá sem hjartahreinir eru. En við lá að mér skrikaði fótur, litlu munaði að ég hrasaði það sem ég öfundaði oflátungana þegar ég sá velgengni hinna guðlausu. AMEN.sálm.73:1-3


Bæn dagsins

Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir, dýrð hans er himnum hærri. Hver er sem Drottinn, Guð vor? Hann situr hátt og horfir djúpt. Hver er sem hann á himni og á jörðu? Hann reisir lítilmagnann úr duftinu, lyftir snauðum og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum, AMEN. sálm.113:4-8

 


Bæn dagsins

Guð lát þér þóknast að frelsa mig,Drottinn, skunda mér til hjálpar. Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu.AMEN. sálm.70:2-3


Bæn dagsins

Svara mér þegar ég hrópa, þú, Guð réttlætis míns. Þá er að mér þrengdi rýmkaðir þú um mig. Miskunna mér og heyr bæn mína. AMEN.sálm 4:2


Kærleikur

Kærleikurinn, átin, er drottning allra dygga. Hann er sem tré þar sem ávextir allra annarra dyggða þroskast, eins og dýrmætt djásn sem auðgar eiganda sinn, sem olían á lampanum sem veitir ljós og yl, sem silfurskrín um frið Guðs og anda mann.

Kærleikur er þroskaður ávöxtur árið um kring, og hverri hendi innan seilingar

 

Mætumst ætíð með bros á vör því með brosi byrjar kærleikurinn.

                         Móðir Teresa.


Kærleikur

Ertu reiður einhverri manneskju?

          Bið fyrir henni.

Það er hinn kristni kærleikur.

                   Frans páfi.

 

Ástin er ekki blind - hún hefur betri sjón en ekki verri. En af því að sjón hennar er betri þá er ún fús til að sjá verr.

                          Rabbi Julíus Gordon.

 


falleg orð

Þar sem Guð er þar er kærleikur, þar sem kærleikurinn er þar er trú, þar sem trú er þar er von.

Veistu að vonin er til, hún vex inni ´dimmu gili. Og eigir þú leið þar um, þá leitaðu í urðinni, leitaðu á syllunni og sjáðu hvar þau sitja, lítil og veikbyggð vetrablómin, lítil og veikbyggð eins og vonin.

                             Þuríður Guðmundsdóttir


Bæn dagsins

Því að svo mælti Drottinn við mig þegar hönd hans greip mig þéttingsfast og hann varaði mig við að ganga sama veg og þetta fólk: 

Kallið ekki allt samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.

Óttist ekki það sem það óttast, skelfis ekki. Drottinn allsherjar sé yður heilagur, hann skuluð þér óttast, hann kuluð þér skelfast.AMEN. jesaja.8:11-13


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212106

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband