Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022
8.6.2022 | 23:21
Postulasagan 2
Ræða Péturs
Systkin, óhikað get ég talað við ykkur um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn og leiði hans er til hér allt til þessa dags. En hann var spámaður og vissi að guð hafði með eiði heitið honum að setja einhvern niðja hans í hásæti hans. Því var það upprisa Krists sem hann sá fyrir þegar hann sagði: Þennan Jesú reisti Guð upp og erum við allir vottar þess. Nú er hann hafinn upp til hægri handar Guðs og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum eins og þið sjáið og heyrið. Ekki steig Davíð upp til himna en hann segir:
Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.
Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt að þennan Jesú, sem þið krossfestuð, hefur Guð gert bæði að Drottni og Kristi." Er menn heyrðu þetta var sem stungið væri í hjörtu þeirra og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: ,,Hvað eigum við að gera, bræður?" Pétur sagði við þá : ,,Takið sinnaskiptum og látið skírast í nafni Jesús Krists svo að þið öðlist fyrirgefningu syndanna og gjöf heilags anda. Því að ykkur er ætlað fyrirheitið, börnum ykkar og öllum þeim sem í fjarlægð eru, öllum þeim sem Drottinn Guð vor kallar til sín." Og með öðrum fleiri orðum brýndi hann þá og hvatti og sagði: ,,Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð." En þau sem veittu orði hans viðtöku tóku skírn og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir. Þau ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar. Post 2:29-42.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2022 | 04:25
Bæn dagsins.
Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar sálm.70:2
Trúmál | Breytt s.d. kl. 04:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2022 | 21:54
Postulasagan 2
Ræða Péturs
Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður sem kom til ykkar frá Guði. Guð sannaði ykkur það með því að láta hann gera kraftaverk, undur og tákn meðal ykkar eins og þið vitið sjálfir. Hann fenguð þið framseldan eins og Guð vissi fyrir og felldi að áætlun sinni og þið létuð lögleysingja negla hann ákross og taka af lífi. En Guð leysti hann úr dauðans böndum og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið að dauðinn fengi haldið honum því að Davíð segir um hann:
Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér. Hann er mér til hægri handar svo að mér sé borgið. Fyrir því gladdist hjarta mitt og tunga mín fagnaði. Meira að segja mun líkami minn hvílast í von. Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð. Kunna gerðir þú mér lífsins vegu og návist þín fyllir mig fögnuði.Post 2:22-28.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2022 | 04:15
Bæn dagsins.
Varðveit líf mitt og frelsa mig, lát mig eigi verða til skammar, því að hjá þér leita ég hælis. Sálm. 25:20
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2022 | 16:53
Postulasagan 2
Ræða Péturs
Þá steig Pétur fram og þeir ellefu og hann hóf upp raust sína og mælti til þeirra: ,,Gyðingar og allir Jerúsalembúar! Þetta skuluð þið vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir eins og þið ætlið enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það sem spámaðurinn Jóel segir:
Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og aldraða yðar á meðal mun drauma dreyma. Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá. Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð, eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá sem ákallar nafn Drottins mun frelsast.Post 2:14-21.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2022 | 09:18
Bæn dagsins.
Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá, sem treysta honum. Nahúm 1:7
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2022 | 22:54
Postulasagan 2.
Gjöf heilags anda
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist kom allur hópurinn saman. Þeim brá mjög við því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Menn voru frá sér af undrun og sögðu: ,,Eru þetta ekki allt Galíleumenn sem hér eru að tala? Hvernig má það vera að við, hvert og eitt, heyrum þá tala okkar eigið móðurmál? Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamín, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeim sem tekið hafa trú Gyðinga, kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs." Allir voru furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Fólkið er drukkið af sætu vini." Post 2:1-13.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2022 | 08:08
Bréf Páls til Efesusmanna 1.
Þakkir og fyrirbæn
Eftir að hafa heyrt um trú ykkar á Drottin Jesú og um kærleika ykkar til allra heilagra hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir ykkur er ég minnist ykkur í bænum mínum. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa ykkur anda speki og opinberunar svo að þið fáið þekkt hann. Ég bið hann að upplýsa sjón hjartans svo þið sjáið hver sú von er sem hann hefur kallað okkur til, hve ríkulega og dýrlega arfleið hann ætlar okkur meðal hinna heilögu og hve kröftuglega hann verkar í okkur sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn sem hann lét koma fram í Kristi er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar á himnum, ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld heldur og í hinni komandi. Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu. En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum sem sjálfur fyllir allt í öllu. Bréf/Páls efesu.1:15-23.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2022 | 07:21
Bæn dagsins.
Hjálp vor er fólgin í nafni Drottins,skapara himins og jarðar. Sálm.124:8.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2022 | 12:10
Bæn dagsis.
Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Jes.9:6.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 212111
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 21.11.2024 Bæn dagsins...
- 20.11.2024 Bæn dagsins...
- 19.11.2024 Bæn dagsins...
- 18.11.2024 Bæn dagsins...
- 17.11.2024 Bæn dagsins...
- 16.11.2024 Bæn dagsins...
- 15.11.2024 Bæn dagsins...
- 14.11.2024 Bæn dagsins...
- 13.11.2024 Bæn dagsins...
- 12.11.2024 Bæn dagsins...
Bloggvinir
- Anna Heiða Harðardóttir
- Aida.
- Kvíðin kona
- Rafn Haraldur Sigurðsson
- Jón Magnússon
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Sverrir Halldórsson
- Kafteinninn
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Auðun Gíslason
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Íris María
- Ásdís Rán
- Brynja skordal
- Ágúst Böðvarsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rakel Lind
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Myndlistarfélagið
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Vilborg Traustadóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Eygló Hjaltalín
- Halla Vilbergsdóttir
- Mín veröld
- egvania
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Svanur Heiðar Hauksson
- Pétur Björgvin
- Ester
- Nancy Drew
- Benna
- Guðrún Olga Clausen
- Inga Lára Helgadóttir
- Agný
- Ólafur Jóhannsson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helga Dóra
- Heiða B. Heiðars
- Blúshátíð í Reykjavík
- Guðný Lára
- Heiður Helgadóttir
- Baldvin Jónsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Guðfríður Lilja
- Birna G
- Jóhann Helgason
- Ruth
- Mofi
- Heiða
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- gudni.is
- Sigríður Jónsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Grétar Örvarsson
- Jens Guð
- Elísa Ósk Jónsdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Óskar Arnórsson
- oktober
- Árni þór
- Jakob Falur Kristinsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Jóhann Hauksson
- Snorri Óskarsson
- HÉR & NÚ
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Gunnlaugur Helgason
- Sverrir Stormsker
- Öll lífsins gæði?
- Dagrún Þórný Marínardóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Sveinn Arnarsson
- Kristján L. Möller
- Karl V. Matthíasson
- Guðríður Arnardóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Taflfélagið Hellir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Skák.is
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Rannsóknarskýrslan
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Elma Berglind Stefánsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Kristin stjórnmálasamtök
- Jón Valur Jensson
- Ásar, Víkingafélag Akureyrar
- Óskar Sigurðsson
- Hugarafl - Valdefling
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- ADHD
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Guðrún Norberg
- Bjarni Harðarson
- Tómas Ibsen Halldórsson