Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022
6.3.2022 | 21:58
Markúsarguðspjall.
Ekkert nema blöð
Á leiðinni frá Betaníu morguninn eftir kenndi Jesús hungurs. þá sá hann álengdar laufgað fíkjutré og fór að gá hvort hann fyndi nokkuð á því. En þegar hann kom að því fann hann ekkert nema blöð enda var ekki fíknatíð. Jesús sagði þá við tréð: ,,Enginn neyti framar ávaxtar af þér að eilífu!" Þetta heyrðu lærisveinar hans. Mark.11:12-14.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2022 | 10:45
Markúsarguðspjall.
Jesú fagnað
Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: ,,Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak . Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? Þá svarið : Drottinn þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað." Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti ástrætinu og leystur hann. Nokkrir sem stóðu þar sögðu við þá: ,,Hvers vegna eruð þið að leysa folann?" Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn en aðrir lim sem þeir höfðu skorið af trjánum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: ,,Hosanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hosanna í hæstum hæðum!" Jesús fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt en þar sem komið var kvöld fór hann til Betaníu með þeim tólf. Mark.11:1-11.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2022 | 07:56
Bæn dagsins.
Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: ,,Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig." Jer. 31:3.
Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikill, en verkamenn fáir Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinna." Matt.9:37-38.
Þeir, sem leita Drottins, fara einskis góðs á mis. Sálm. 34:11.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2022 | 17:28
Markúsarguðspjall.
Blindur beiningamaður
Þeir komu til Jeríkó. Og þegar Jesús fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði að þar færi Jesús frá Nasaret tók hann að hrópa: ,,Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!" Margir höstuðu á hann að hann þegði en hann hrópaði því meir: ,,Sonur Davíðs, miskunna þú mér!" Jesús nam staðar og sagði: ,,Kallið á hann." Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: ,,Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig." Blindi maðurinn kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. Jesús spurði hann: ,, Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?" Blindi maðurinn svaraði honum: ,,rabbúní, að ég fái aftur sjón." Jesús sagði við hann: ,,Far þú, trú þín hefur bjargað þér." Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni. Mark.10:46-52.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2022 | 04:52
Bæn dagsins
Sjá, til blessunar verð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum. Jes.38:17
Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. Orðskví.16:3.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Fil.4:6-7.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2022 | 04:52
Bæn dagsins.
Hann var særður vegna vora synda og kraminn vegna misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið , kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Jes.53:5.
Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.2. Kor.5:17.
Jesús sagði: ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, og trúið á mig." Jóh.14:1.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2022 | 20:46
Markúsarguðspjall.
Sá er mikill vill verða
Þá komu til Jesú Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar, og sögðu við hann: ,, Meistari, okkur langar að þú gerir fyrir okkur það sem við ætlum að biðja þig." Hann spurði þá: ,,Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?" Þeir svöruðu: ,, Veit okkur að við fáum að sitja þér við hlið í dýrð þinni, annar til hægri handar þér og hinn til vinstri." Jesús sagði við þá: ,,Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn sem ég skírist?" Þeir sögðu við hann: ,,Það getum við." Jesús mælti. ,,Þann kaleik, sem ég drekk, munuð þið drekka g þið munuð skírast þeirri skírn sem ég skírist. En ég ræð því ekki hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem það er fyrirbúið. Þegar hinir tíu heyrðu þetta gramdist þeim við þá Jakob og Jóhannes. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: ,,Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla." Mark.10:35-45.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2022 | 20:03
Markúsarguðspjall.
Upp til Jerúsalem
Þeir voru nú á leið upp til Jerúsalem.Jesús gekk á undan þeim en þeir voru skelfdir og þau sem eftir fylgdu voru hrædd. Og enn tók Jesús til sín þá tólf og fór að segja þeim hvað fram við sig ætti að koma. ,,Nú förum við upp til Jerúsalem. Þar verður Mannssonurinn framseldur æðstu prestum og fræðimönnum. Þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum. Og þeir munu hæða hann, hrækja á hann, húðstrýkja og lífláta en eftir þrjá daga mun hann upp rísa." Mark.10:32-34.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2022 | 04:39
Bæn dagsins.
Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb.13:8.
Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb.13:5.
Jesús sagði: ,,Hvar, sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." Matt.18:20.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2022 | 21:39
Bæn dagsins.
Jesús sagði: ,,Leyfið börnunum að koma, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki."Mark.10:14
Þú skalt vegsama Drottin þinn fyrir landið góða, sem hann gaf þér. 5.Mós.8:10.
Jesús sagði: ,,Þann, sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari ótrúu, syndugu kynslóð, mun Mannssonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð föður síns með heilögum englum." Mark.8:38.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
264 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 215523
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 3.4.2025 Bæn dagsins...
- 2.4.2025 Bæn dagsins...
- 1.4.2025 Bæn dagsins...
- 31.3.2025 Bæn dagsins...
- 30.3.2025 Bæn dagsins...
- 29.3.2025 Bæn dagsins...
- 28.3.2025 Bæn dagsins...
- 27.3.2025 Bæn dagsins...
- 26.3.2025 Bæn dagsins...
- 25.3.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson