Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Sálmarnir.

82381173_1439712612873437_7187413695801065472_nHendur þínar sköpuðu mig og mótuðu, veit mér skilning til að læra boð þín. Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir, að þú auðmýktir mig í trúfesti þinni. Lát náð þína verða mér til huggunar eins og þú hefur heitið þjóni þínum. Sendu mér miskunn þína, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín. Lát hrokagikkina verða til skammar sem þjaka mig að ósekju en ég íhuga fyrirmæli þín. Þeir snúi sér til mín sem óttast þig og þekkja fyrirmæli þín. Gef mér að fylgja lögum þínum af heilu hjarta svo að ég verði eigi til skammar. amen.sálm,119,73-80.


Sálmarnir.

80693257_1412537758924256_2015836917488156672_nÞú hefur gert vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Veit mér dómgreind og þekkingu því að ég treysti boðum þínum. Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveoti ég orð þitt. Þú ert góður og gerir vel, kenn mér lög þín. Hrokafullir spinna upp lygar gegn mér en ég fylgi boðum þínum af öllu hjarta. Hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu. Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín. Lögmálið úr munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli. amen. sálm 119.65-72.


Sálmarnir.

79667013_1405831952928170_3625779221978152960_nDrottinn er hlutskipti mitt, ég hef heitið að halda boð þín. Ég ákalla þig af öllu hjarta, vertu mér náðugur eins og þú hefur heitið. Ég hef hugað að vegum mínum og beint skrefum mínum að fyrirmælum þínum.Ég hef flýtt mér og eigi tafið að hlýða boðum þínum. Snörur óguðlegra lykja um       mig en ég gleymi ekkilögmáli þínu. Um miðnætti tís ég upp til að þakka þér réttlát ákvæði þín. Ég er vinur allra sem óttast þig og halda fyrirmæli þín. Drottinn, jörðin er full af miskun þinni, kenn mér lög þín. amen. sálm,119,57-64.


Sálmarnir.

79184837_1399876156857083_2218110339323527168_nÉg finn unað í boðum þínum, þeim er ég elska. Ég rétti út hendurnar móti boðum þínum, þeim er ég elska, og íhuga lög þín. Minnstu þess orðs við þjón þinn sem þú gafst mér að vona á, það er huggun mín í eymd minni að orð þitt lætur mig lífi halda. Þeir hrokafullu spotta mig ákaflega en ég vík eigi frá lögmáli þínu. Ég minnist boða þinna frá öndverðu, Drottinn, og læt huggastt.amen. sálm,119,47-52.


Sálmarnir.

sunset-4060437_960_720Lát náð þína koma yfir mig, Drottinn, hjálpræði þitt samkvæmt fyrirheiti þínu, svo að ég megi svara þeim sem smána mig því að ég treysti orði þínu. Tak  ekki orð sannleikans úr munni mér því að ég setti von mína á dóma þína. Ég vil stöðugt varðveita lögmál þitt um aldur og ævi. Ég mun ganga um víðlendi því að ég leita fyrirmæla þinna. Ég mun vitna um boð þín frammi fyrirkonungum og eigi fyriverða mig. amen. sálm.119,41-46.


Sálmarnir.

man-at-the-cross-of-jesus-christ-HJXETPKenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda. Veit mér skilning til að halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. Leið mig götu boða þinna, af henni hef ég yndi. Hneig hjarta mitt að fyrirmælum þínum en ekki að illa fengnum gróða. Snú augum mínum frá gégóma, veit mér líf á vegum þínum. Efn heit þitt við þjón þinn svo að ég megi óttast þig. Nem burt háðungina sem ég skelfist því að ákvæði þín eru góð. Sjá ég þrái fyrirmæli þín, lífga mig með réttlæti þínu.amen.sálm.119,33-40.


Sálmarnir.

maður-við-kross-960x480Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð þín í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér.Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín. amen. sálm.119,10-12.


bæn pabba.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.amen. sálm 119,9.

bæn hans Pabba míns. var merk í hans Biblíu.

   hún var frá árinu 1952

þetta er mynd af pabba f,27,12,1930 d,16,11,1977 Halldór Gunnlaugsson

14222273_1575969102708424_8449515713694828165_n


sálmarnir.

jesus-o-t-c-e1582494541906-275x137Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. amen. Sálm.9,2-3.


matt.sálmarnir.

man-at-the-cross-of-jesus-christ-HJXETPBiðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokkið verða. amen. matt.7,7-8.

Hann sagði:

Ég elska þig, Drottinn, styrkur minn, Drottinn, bjarg mitt og vígi, frelsari minn, Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín. 

Lofaður sé Drottinn, hrópa ég og bjargast frá fjandmönnum mínum. amen. sálm.18.2-4.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 208423

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband