Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Bæn.

11.10.´15.

Jesús sagði: ,,Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.´´

Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar afmáðar.


Bæn.

10.10.´15.

Heiðra föður þinn og móður þína, eins og Drottinn Guð þinn hefir boðið þér, svo að þú verðir langlífur og svo að þér vegni vel í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.


Bæn.

9.10.´15.

Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir.

Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.


Bæn

8.10.´15.

Þeir, sem leita Drottins, fara einskis góðs á mis.

Hjálp vor er fólgin í nafni Drottins, skapara himins og jarðar.

Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú), gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.


Bæn.

7.10.´15.

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

Ef vér segjum: ,,Vér höfum samfélag við hann,´´ og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann.

Trúr er Guð, sem yður hefir kallað til samfélags sonar síns, Jesú Krists, Drottins vors.

Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari.

Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni.


Bæn.

6.10.´15.

Svo hefir hinn alvaldi Drottinn, hinn heilagi í Ísrael, sagt: Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.

 


Bæn.

5.10.´15.

Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð.

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.

Jesús sagði: ,,Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.


Bæn.

4.10.´15.

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig í lófa mína.

Framar ber að hlýða Guði en mönnum.

 

 


Bæn.

3.10.´15.

Jesús sagði: ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, og trúið á mig.´´


Bæn.

2.10.´15.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt, er orðið til.

Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 212108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband