Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Bæn.

30.6.2014Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.


Bæn.

28.6.2014Jesús sagði: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.''

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.


Bæn.

27.6,2014Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.


Bæn.

26.6.2014.Framar ber að hlýða Guði en mönnum.

Jesús sagði: ,,Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honom, en án mín getið þér alls ekkert gjört.''


Bæn

22.6.2014.Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjom í Krists stað: Látið sættast við Guð.

Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.


Bæn.

19..6.2014.Þann, sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.

Bæn.

18.6.2014Verið  því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.

Jesús sagði: ,,Hvar, sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.''


Bæn.

17.6.2014.Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður  mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?

matt.7:7-10.


bæn.matt.7.1-5

15.6.2014.Dæmið ekki, svo að þér verðið  ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Bæn.

13.6.2014.Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn.

Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á. Hlýðið á hann!


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212107

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband